Verðmætasköpun og kennarar Davíð Már Sigurðsson skrifar 4. október 2024 09:31 Birtast verðmæti úr tómarúmi? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að flestir geta verið sammála um að svo er ekki. Aftur á móti virðist umræðan varðandi verðmæti litast af því að þegar verðmæti verða til þá komi það eins og þruma úr heiðskýru lofti, skapað af öflugum einstakling. Öflugir einstaklingar sem skapa verðmæti eru auðvitað frábær hlutur fyrir samfélagið því forsenda þess að reka velferðarríkin er að mörgu leiti undir því komið að hér sé öflugt atvinnulíf. Það virðist hins vegar eins og að skapa verðmæti séu eitthvað sem einungis ákveðnar stéttir eða atvinnugreinar geta gert tilkall til. Tæknigeirinn, fjármálageirinn, ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn svo eitthvað sé nefnt. Þeir sömu og góla þetta út í tómið skauta yfirleitt fram hjá því að bak við hvern einstakling er að lágmarki tíu ára fjárfesting hins opinbera í formi menntunar í grunnskólum landsins. Auk þeirra ára sem einstaklingurinn nýtir í formi framhalds- og háskólanáms. Menntun er líklega öflugasta jöfnunartæki samtímans og leiðir af sér að hér er hægt að hér þokkalega siðmenntað samfélag. Og framleiða þessa öflugu verðmætaskapandi einstaklinga. Þá langar mig að færa þetta yfir á kennslu, eða kennara öllu heldur. Samkvæmt námskrá gegna kennarar lykilhlutverki í öllu skólastarfi eins og kennslu, stjórnun, uppeldi, ráðgjöf, rannsókn og þróunarstarfi. Við sinnum þó töluvert flóknara starfi en hægt er að samsama í þessum örfáu orðum. Þarna kemur þó ekkert fram um verðmætasköpun, en hvað ef svo væri?Hvað ef að litið væri á kennara sem verksmiðjur. Þeir vinna þá ákveðna auðlind. Varan sem þau vinna úr auðlindinni er svo af margvíslegum toga. Hún getur verið lögregluþjónn, stjórnmálamaður eða verkfræðingur svo eitthvað sé nefnt. En á það þó yfirleitt sameiginlegt að vera öflugir einstaklingar sem eru samfélaginu til hagsbóta. Til að mynda næsti Haraldur Þorleifsson. Sinna kennarar þá verðmætasköpun? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Birtast verðmæti úr tómarúmi? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að flestir geta verið sammála um að svo er ekki. Aftur á móti virðist umræðan varðandi verðmæti litast af því að þegar verðmæti verða til þá komi það eins og þruma úr heiðskýru lofti, skapað af öflugum einstakling. Öflugir einstaklingar sem skapa verðmæti eru auðvitað frábær hlutur fyrir samfélagið því forsenda þess að reka velferðarríkin er að mörgu leiti undir því komið að hér sé öflugt atvinnulíf. Það virðist hins vegar eins og að skapa verðmæti séu eitthvað sem einungis ákveðnar stéttir eða atvinnugreinar geta gert tilkall til. Tæknigeirinn, fjármálageirinn, ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn svo eitthvað sé nefnt. Þeir sömu og góla þetta út í tómið skauta yfirleitt fram hjá því að bak við hvern einstakling er að lágmarki tíu ára fjárfesting hins opinbera í formi menntunar í grunnskólum landsins. Auk þeirra ára sem einstaklingurinn nýtir í formi framhalds- og háskólanáms. Menntun er líklega öflugasta jöfnunartæki samtímans og leiðir af sér að hér er hægt að hér þokkalega siðmenntað samfélag. Og framleiða þessa öflugu verðmætaskapandi einstaklinga. Þá langar mig að færa þetta yfir á kennslu, eða kennara öllu heldur. Samkvæmt námskrá gegna kennarar lykilhlutverki í öllu skólastarfi eins og kennslu, stjórnun, uppeldi, ráðgjöf, rannsókn og þróunarstarfi. Við sinnum þó töluvert flóknara starfi en hægt er að samsama í þessum örfáu orðum. Þarna kemur þó ekkert fram um verðmætasköpun, en hvað ef svo væri?Hvað ef að litið væri á kennara sem verksmiðjur. Þeir vinna þá ákveðna auðlind. Varan sem þau vinna úr auðlindinni er svo af margvíslegum toga. Hún getur verið lögregluþjónn, stjórnmálamaður eða verkfræðingur svo eitthvað sé nefnt. En á það þó yfirleitt sameiginlegt að vera öflugir einstaklingar sem eru samfélaginu til hagsbóta. Til að mynda næsti Haraldur Þorleifsson. Sinna kennarar þá verðmætasköpun? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar