Minnast Bryndísar Klöru með tónleikum: „Fallegt hvað allir stóðu saman“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. október 2024 19:56 Sunna, sem er formaður góðgerðarfélags Versló, segist hafa fundið fyrir miklum samtakamætti innan skólans vegna andláts Bryndísar Klöru. vísir Minningartónleikar til heiðurs Bryndísar Klöru Birgisdóttur eru haldnir í kvöld, þar sem margir fremstu tónlistarmenn landsins koma fram. Skipuleggjandi segist hafa fundið mikinn samtakmátt meðal samnemenda Bryndísar Klöru. Bryndís Klara lést af sárum sínum eftir hnífstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í ágúst og var jarðsett þann 13. september. Góðgerðarfélag Verzlunarskóla Íslands stendur fyrir tónleikunum, en Bryndís Klara var á leið á sitt annað ár í skólanum þegar hún lést. Sunna Hauksdóttir formaður góðgerðarnefndar skólans segir hugmyndina að tónleikunum hafa vaknað eftir minningarathöfn í Lindarkirkju. „Við fundum bara að okkur langaði að gera eitthvað, strax. Það var dálítið bara gefið að gera þetta fyrir þetta málefni,“ segir Sunna sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona er kynnir á tónleikunum og Halla Tómasdóttir forseti Íslands ávarpar gesti í lok tónleikanna. Þema tónleikanna er bleikur litur, sem var í uppáhaldi hjá Bryndísi Klöru. „Við vildum hafa þetta í anda Bryndísar Klöru. Það er allt hér í bleiku og við hvöttum fólk til að mæta í bleiku, þannig að þetta verður falleg stund,“ segir Sunna. „Við fundum mjög mikinn samtakamátt eftir þetta. Við prófuðum bara að senda á tónlistarmenn og við fengum bara já frá öllum. Allir til í að koma að þessu.“ Hún segir að fyrstu dagana eftir fregnirnar af andláti Bryndísar hafi samnemendur hennar verið harmi slegnir. „En ég fann um leið að það til dæmis mættu allir í bleiku, á mánudaginn eftir að þetta gerðist. Ótrúlega fallegt að finna hvað allir vildu standa saman eftir þetta,“ segir Sunna að lokum. Tónleikar á Íslandi Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Minnast Bryndísar Klöru á tónleikum: „Pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði“ Góðgerðarnefnd Verzlunarskóla Íslands heldur á fimmtudaginn minningartónleika um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Á tónleikunum koma fram Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. 26. september 2024 22:01 Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09 Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Bryndís Klara lést af sárum sínum eftir hnífstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í ágúst og var jarðsett þann 13. september. Góðgerðarfélag Verzlunarskóla Íslands stendur fyrir tónleikunum, en Bryndís Klara var á leið á sitt annað ár í skólanum þegar hún lést. Sunna Hauksdóttir formaður góðgerðarnefndar skólans segir hugmyndina að tónleikunum hafa vaknað eftir minningarathöfn í Lindarkirkju. „Við fundum bara að okkur langaði að gera eitthvað, strax. Það var dálítið bara gefið að gera þetta fyrir þetta málefni,“ segir Sunna sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona er kynnir á tónleikunum og Halla Tómasdóttir forseti Íslands ávarpar gesti í lok tónleikanna. Þema tónleikanna er bleikur litur, sem var í uppáhaldi hjá Bryndísi Klöru. „Við vildum hafa þetta í anda Bryndísar Klöru. Það er allt hér í bleiku og við hvöttum fólk til að mæta í bleiku, þannig að þetta verður falleg stund,“ segir Sunna. „Við fundum mjög mikinn samtakamátt eftir þetta. Við prófuðum bara að senda á tónlistarmenn og við fengum bara já frá öllum. Allir til í að koma að þessu.“ Hún segir að fyrstu dagana eftir fregnirnar af andláti Bryndísar hafi samnemendur hennar verið harmi slegnir. „En ég fann um leið að það til dæmis mættu allir í bleiku, á mánudaginn eftir að þetta gerðist. Ótrúlega fallegt að finna hvað allir vildu standa saman eftir þetta,“ segir Sunna að lokum.
Tónleikar á Íslandi Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Minnast Bryndísar Klöru á tónleikum: „Pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði“ Góðgerðarnefnd Verzlunarskóla Íslands heldur á fimmtudaginn minningartónleika um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Á tónleikunum koma fram Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. 26. september 2024 22:01 Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09 Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Minnast Bryndísar Klöru á tónleikum: „Pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði“ Góðgerðarnefnd Verzlunarskóla Íslands heldur á fimmtudaginn minningartónleika um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Á tónleikunum koma fram Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. 26. september 2024 22:01
Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. 11. september 2024 10:09
Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45