Uppgjörið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Árni Jóhannsson skrifar 3. október 2024 18:32 vísir/anton Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu 13-8 þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Þá fraus allt saman hjá heimamönnum. Höttur steig harðar fram í vörninni og vann síðustu fimm mínútur leikhlutans 16-4. Leikhlutanum lauk 17-24 en ekki vissi maður í hvað stefndi. Höttur lét finna meira og harðar fyrir sér í öðrum leikhluta og náðu undirtökunum algjörlega. Höttur neyddi Hauka í skrýtin skot og aðgerðir sóknarlega sem Haukar vilja örugglega ekki sætta sig við. Haukar náðu þó að rétta úr kútnum eilítið en munurinn jókst samt sem áður og var orðinn 12 stig í háflleik 36-48. Höttur tvöfaldaði svo forskot sitt í þriðja leikhluta og Haukar sáu aldrei til sólar. Skoruðu ekki nema 16 stig og fengu 28 á sig. Leiknum var þannig lagað lokið og fjórði leikhlutinn var einungis formsatriði að klára en leikmenn reyndu þó hvað þeir gátu til að auka stigaskor sitt og reyndi Tyson Jolly helst að draga sína menn áfram með einstaklingsframtakinu en átti ekki erindi sem erfiði oftast. Höttur bætti í og unnu leikinn með 28 stigum 80-108 og var geta Hattarmenn varla beðið um betri úrslit í fyrsta leik. Atvikið Seinni helmingur fyrsta leikhluta sem Höttur vann 4-16 gaf tóninn og hefur gjörsamlega þurrkað upp trúna hjá heimamönnum. Stjörnur og skúrkar Courvosier McCauley var stjarna Hattarmanna með 26 stig en það var nóg af mönnum sem lögðu hönd á plóg. Nemanja Knezeviv hlóð t.d. í tröllatvennu 17 stig og 17 fráköst ásamt því að verja fjögur skot. Adam Heede-Andersen gaf sex stoðsendingar og stal þremur boltum einnig. Alls fóru fimm manns yfir 10 stig hjá Hetti. Haukar eru allir fyrir utan Birki Hrafn Eyþórsson í hlutverki skúrka. Birkir var sá eini með lífsmarki og skilaði 12 stigum. Umgjörð og stemmning Ólafssalur er náttúrlega með betri körfuboltasölum landsins og leit vel út í kvöld. Stuðningsmenn beggja liða hvöttu lið sín vel og úr varð góð stemmning. Hrós fá stuðningsmenn Hauka sem gáfust ekki upp þó á móti blés. Dómarar Þeir leyfðu sumt og dæmdu á annað en það hallaði þó á hvorugt lið. Sluppu vel frá sínu verki í kvöld. Viðtöl Courvosier: Við þurfum að sanna okkur alveg frá fyrsta uppkasti Stigahæsti leikmaður Hattar var mjög ánægður með ákafann og baráttuna í sínum mönnum þegar blaðamaður náði á hann eftir leik. Hann skoraði 26 og náði í níu fráköst. „Það sem gekk vel hjá okkur var að við komum mjög ákafir út í leikinn og vorum mjög árásargjarnir. Okkur var spáð 10. sæti þannig að við erum með það bakvið eyrað og við þurfum að sanna okkur alveg frá fyrsta uppkasti.“ Hann var spurður að því hvernig honum líst á deildina og hvort hann hafi vitað mikið um íslenskan körfubolta áður en hann mætti á klakann. „Mér leist bara vel á þetta. Það var góður hraði í þessu og góður leikur þó að dómgæslan hafi mátt vera betri í kvöld. Heilt yfir ánægður með þetta. Ég vissi ekki mikið um íslensku deildina en nokkrir af fyrrum liðsfélögum mínum hafa spilað hérna og það litla sem ég frétti kom frá þeim.“ Um áhrif sigursins í kvöld hafði Courvosier þetta að segja: „Það gefur okkur sjálfstraust. Þetta var útivallarsigur sem við þurftum á að halda og að við getum byggt ofan á þennan sigur.“ „Ég komst í gang í seinni hálfleik en byrjaði mjög hægt liðið leitaði þó til mín og báru traust til mín. Það má búast við því að ég haldi áfram að vera ákafur í mínum leik og spili af ástríðu. Áfram Höttur!“, sagði Courvosier McCauley þegar hann var að lokum spurður að því hvernig honum leið í fyrsta leik sínum og hverju við mættum búast við frá honum í vetur. Bónus-deild karla Haukar Höttur
Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu 13-8 þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Þá fraus allt saman hjá heimamönnum. Höttur steig harðar fram í vörninni og vann síðustu fimm mínútur leikhlutans 16-4. Leikhlutanum lauk 17-24 en ekki vissi maður í hvað stefndi. Höttur lét finna meira og harðar fyrir sér í öðrum leikhluta og náðu undirtökunum algjörlega. Höttur neyddi Hauka í skrýtin skot og aðgerðir sóknarlega sem Haukar vilja örugglega ekki sætta sig við. Haukar náðu þó að rétta úr kútnum eilítið en munurinn jókst samt sem áður og var orðinn 12 stig í háflleik 36-48. Höttur tvöfaldaði svo forskot sitt í þriðja leikhluta og Haukar sáu aldrei til sólar. Skoruðu ekki nema 16 stig og fengu 28 á sig. Leiknum var þannig lagað lokið og fjórði leikhlutinn var einungis formsatriði að klára en leikmenn reyndu þó hvað þeir gátu til að auka stigaskor sitt og reyndi Tyson Jolly helst að draga sína menn áfram með einstaklingsframtakinu en átti ekki erindi sem erfiði oftast. Höttur bætti í og unnu leikinn með 28 stigum 80-108 og var geta Hattarmenn varla beðið um betri úrslit í fyrsta leik. Atvikið Seinni helmingur fyrsta leikhluta sem Höttur vann 4-16 gaf tóninn og hefur gjörsamlega þurrkað upp trúna hjá heimamönnum. Stjörnur og skúrkar Courvosier McCauley var stjarna Hattarmanna með 26 stig en það var nóg af mönnum sem lögðu hönd á plóg. Nemanja Knezeviv hlóð t.d. í tröllatvennu 17 stig og 17 fráköst ásamt því að verja fjögur skot. Adam Heede-Andersen gaf sex stoðsendingar og stal þremur boltum einnig. Alls fóru fimm manns yfir 10 stig hjá Hetti. Haukar eru allir fyrir utan Birki Hrafn Eyþórsson í hlutverki skúrka. Birkir var sá eini með lífsmarki og skilaði 12 stigum. Umgjörð og stemmning Ólafssalur er náttúrlega með betri körfuboltasölum landsins og leit vel út í kvöld. Stuðningsmenn beggja liða hvöttu lið sín vel og úr varð góð stemmning. Hrós fá stuðningsmenn Hauka sem gáfust ekki upp þó á móti blés. Dómarar Þeir leyfðu sumt og dæmdu á annað en það hallaði þó á hvorugt lið. Sluppu vel frá sínu verki í kvöld. Viðtöl Courvosier: Við þurfum að sanna okkur alveg frá fyrsta uppkasti Stigahæsti leikmaður Hattar var mjög ánægður með ákafann og baráttuna í sínum mönnum þegar blaðamaður náði á hann eftir leik. Hann skoraði 26 og náði í níu fráköst. „Það sem gekk vel hjá okkur var að við komum mjög ákafir út í leikinn og vorum mjög árásargjarnir. Okkur var spáð 10. sæti þannig að við erum með það bakvið eyrað og við þurfum að sanna okkur alveg frá fyrsta uppkasti.“ Hann var spurður að því hvernig honum líst á deildina og hvort hann hafi vitað mikið um íslenskan körfubolta áður en hann mætti á klakann. „Mér leist bara vel á þetta. Það var góður hraði í þessu og góður leikur þó að dómgæslan hafi mátt vera betri í kvöld. Heilt yfir ánægður með þetta. Ég vissi ekki mikið um íslensku deildina en nokkrir af fyrrum liðsfélögum mínum hafa spilað hérna og það litla sem ég frétti kom frá þeim.“ Um áhrif sigursins í kvöld hafði Courvosier þetta að segja: „Það gefur okkur sjálfstraust. Þetta var útivallarsigur sem við þurftum á að halda og að við getum byggt ofan á þennan sigur.“ „Ég komst í gang í seinni hálfleik en byrjaði mjög hægt liðið leitaði þó til mín og báru traust til mín. Það má búast við því að ég haldi áfram að vera ákafur í mínum leik og spili af ástríðu. Áfram Höttur!“, sagði Courvosier McCauley þegar hann var að lokum spurður að því hvernig honum leið í fyrsta leik sínum og hverju við mættum búast við frá honum í vetur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti