Dæmdur í fjögurra leikja bann vegna árásar á ólétta konu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 11:00 Miller verður ekki ákærður vegna málsins en er farinn í leikbann. Bryan M. Bennett/Getty Images Von Miller, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af forráðamönnum deildarinnar vegna ofbeldis í garð óléttrar kærustu hans. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur leikmanninum. Miller er dæmdur í bannið vegna brota á hegðunarreglum deildarinnar en NFL-deildin stóð að sjálfstæðri rannsókn á máli hans. NFL-deildin hefur ekki gefið skýringar á banninu en ljóst þykir að það sé vegna meintrar árásar á ólétta kærustu. Handtökuskipun var gefin út á hendur Miller í desember í fyrra eftir að lögregla var kölluð að heimili hans. Í bandarískum miðlum segir að Miller hafi verið að reka hana út af heimili þeirra í Dallas og byrjað að hrinda henni. Hann hafi þá þrýst á háls hennar áður en hann sjálfur gekk á dyr. Konan hringdi í kjölfarið í lögregluna og sáu lögregluþjónar mar á hálsi konunnar og höndum. Handtökuskipun var gefin út og Miller gaf sig fram á lögreglustöð skömmu síðar. Miller hefur sagt ásakanirnar „100 prósent rangar og ýktar“. Bandaríski miðilinn WFAA hafði síðar eftir konunni að málið hafi verið „tekið út úr samhengi, byggt á misskilningi“ og að um „munnlegan ágreining“ hafi verið að ræða. Engin ákæra hefur verið gefin út í málinu og Miller laus allra mála gagnvart dómskerfinu. Hann hefur haldið áfram að spila fyrir Bills í NFL-deildinni eftir að málið kom upp en nú hefur NFL-deildin hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann skuli sæta fjögurra leikja banni. Miller vann Ofurskálina með Denver Broncos árið 2015 og með Los Angeles Rams árið 2021. Hann er talinn á meðal betri varnarmanna síðasta áratugar og skrifaði undir 120 milljón dala, fimm ára samning, við Bills árið 2022. Miller fór áður í sex leikja bann árið 2013 fyrir notkun frammistöðubætandi lyfja. Miller missir af leik helgarinnar hjá Bills við Houston Texans og í kjölfarið leikjum við New York Jets, Tennessee Titans og Seattle Seahawks. Lið Buffalo Bills hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. NFL Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira
Miller er dæmdur í bannið vegna brota á hegðunarreglum deildarinnar en NFL-deildin stóð að sjálfstæðri rannsókn á máli hans. NFL-deildin hefur ekki gefið skýringar á banninu en ljóst þykir að það sé vegna meintrar árásar á ólétta kærustu. Handtökuskipun var gefin út á hendur Miller í desember í fyrra eftir að lögregla var kölluð að heimili hans. Í bandarískum miðlum segir að Miller hafi verið að reka hana út af heimili þeirra í Dallas og byrjað að hrinda henni. Hann hafi þá þrýst á háls hennar áður en hann sjálfur gekk á dyr. Konan hringdi í kjölfarið í lögregluna og sáu lögregluþjónar mar á hálsi konunnar og höndum. Handtökuskipun var gefin út og Miller gaf sig fram á lögreglustöð skömmu síðar. Miller hefur sagt ásakanirnar „100 prósent rangar og ýktar“. Bandaríski miðilinn WFAA hafði síðar eftir konunni að málið hafi verið „tekið út úr samhengi, byggt á misskilningi“ og að um „munnlegan ágreining“ hafi verið að ræða. Engin ákæra hefur verið gefin út í málinu og Miller laus allra mála gagnvart dómskerfinu. Hann hefur haldið áfram að spila fyrir Bills í NFL-deildinni eftir að málið kom upp en nú hefur NFL-deildin hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann skuli sæta fjögurra leikja banni. Miller vann Ofurskálina með Denver Broncos árið 2015 og með Los Angeles Rams árið 2021. Hann er talinn á meðal betri varnarmanna síðasta áratugar og skrifaði undir 120 milljón dala, fimm ára samning, við Bills árið 2022. Miller fór áður í sex leikja bann árið 2013 fyrir notkun frammistöðubætandi lyfja. Miller missir af leik helgarinnar hjá Bills við Houston Texans og í kjölfarið leikjum við New York Jets, Tennessee Titans og Seattle Seahawks. Lið Buffalo Bills hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.
NFL Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira