Stórar breytingar framundan Arnar Freyr Guðmundsson skrifar 2. október 2024 16:02 Í flóknum heimi þar sem tækni spilar lykilhlutverk getur skipt mjög miklu máli að tryggja öryggi alls þess ferlis sem vörur, þjónusta og upplýsingar fara í gegnum, allt frá framleiðslu til afhendingar til neytenda það sem við í daglegu tali köllum birgðakeðju. Það felur í sér að vernda bæði fyrirtæki og birgja þess gegn áhættu líkt og netógnunum, veikleikum í kerfum eða öryggisbrestum hjá þriðja aðila. Dæmi um öryggisbrest í birgjakeðju er CrowdStrike atvikið sem mörg urðu vör við í sumar en atvikið hafði meðal annars áhrif á flugsamgöngur og heilbrigðisþjónustu á heimsvísu. Aðfararnótt 19. júlí sendi CrowdStrike út uppfærslu á veiruvörn sinni, Falcon Sensor, sem olli því að Windows tölvur urðu óstarfhæfar vegna alvarlegs galla í nýjum rekli (e. driver). Uppfærslan var afturkölluð fljótt, en engu að síður urðu 8,5 milljónir tölva fyrir áhrifum og hafði atvikið alvarleg áhrif á fjölbreytta innviði um allan heim. Öryggisstefna skylda Mikilvægi öryggis birgjakeðju er sérstaklega áréttað í Evróputilskipun, sem tekur gildi í aðildarríkjum Evrópusambandsins 18. október 2024, en undirbúningur að innleiðingu hennar í íslensk lög er þegar hafinn. Með tilkomu tilskipunarinnar sem hefur heitið NIS2 verða fyrirtæki sem falla undir nauðsynlega og mikilvæga starfsemi skyldug til að tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi ströngum öryggiskröfum og stjórnendur bera ábyrgð á því að svo sé gert. Tilskipunin krefst þess að fyrirtæki hafi öfluga öryggisstefnu fyrir alla birgja. Stjórnendur bera þannig ábyrgð á því að fylgjast með öryggi birgjakeðjunnar og tryggja að allir aðilar uppfylli lágmarkskröfur um netöryggi. Birgjar þurfa að hafa innleitt áhættustýringarferli til að takast á við netógnir. Öryggisvottanir eða úttektir á birgjum skulu vera framkvæmdar reglulega til að tryggja að þeir fylgi ströngum öryggiskröfum. Viðbragðsáætlanir sem tryggja hröð viðbrögð við netárásum eða veikleikum í kerfum birgja skulu vera til staðar. Af þessu má sjá að aukin ábyrgð stjórnenda í öryggismálum er ein af stærstu og mikilvægustu breytingunum sem NIS2 felur í sér. Eins bera þeir ríka ábyrgð á því að meta og fylgjast með öryggisstefnu fyrirtækja og tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi settum öryggiskröfum. Þetta krefst þess að stjórnendur: Tryggi fjárhagslegan stuðning og mannafla til að innleiða öryggisstefnu. Fylgist reglulega með árangri og samræmi birgja og þjónustuaðila við öryggiskröfur. Meti áhættu sem fylgir birgjum og sjái til þess að allar áhættur séu teknar með í reikninginn við ákvarðanatöku. Stjórnendur þurfa að tryggja að öryggisstefna fyrirtækisins nái yfir alla birgjakeðjuna og að samningar við birgja taki mið af því að tryggja öryggi. Þetta getur verið í formi vottana, áreiðanleikakannana eða reglulegra úttektarferla til að tryggja að birgjar uppfylli ströngustu kröfur um netöryggi. Öryggi lykilatriði Stórar breytingar eru framundan með tilkomu NIS2, ábyrgð stjórnenda verður meiri og mikilvægt er að innleiða öflugar öryggisráðstafanir til að vernda birgjakeðjuna. Öryggi birgjakeðju er lykilatriði fyrir stöðugum rekstri og netöryggi fyrirtækja. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér: https://www.fjarskiptastofa.is/page/f9faad7e-8909-480f-87a1-513b540c3224 Höfundur er fagstjóri netvarna og prófana netöryggis á sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Í flóknum heimi þar sem tækni spilar lykilhlutverk getur skipt mjög miklu máli að tryggja öryggi alls þess ferlis sem vörur, þjónusta og upplýsingar fara í gegnum, allt frá framleiðslu til afhendingar til neytenda það sem við í daglegu tali köllum birgðakeðju. Það felur í sér að vernda bæði fyrirtæki og birgja þess gegn áhættu líkt og netógnunum, veikleikum í kerfum eða öryggisbrestum hjá þriðja aðila. Dæmi um öryggisbrest í birgjakeðju er CrowdStrike atvikið sem mörg urðu vör við í sumar en atvikið hafði meðal annars áhrif á flugsamgöngur og heilbrigðisþjónustu á heimsvísu. Aðfararnótt 19. júlí sendi CrowdStrike út uppfærslu á veiruvörn sinni, Falcon Sensor, sem olli því að Windows tölvur urðu óstarfhæfar vegna alvarlegs galla í nýjum rekli (e. driver). Uppfærslan var afturkölluð fljótt, en engu að síður urðu 8,5 milljónir tölva fyrir áhrifum og hafði atvikið alvarleg áhrif á fjölbreytta innviði um allan heim. Öryggisstefna skylda Mikilvægi öryggis birgjakeðju er sérstaklega áréttað í Evróputilskipun, sem tekur gildi í aðildarríkjum Evrópusambandsins 18. október 2024, en undirbúningur að innleiðingu hennar í íslensk lög er þegar hafinn. Með tilkomu tilskipunarinnar sem hefur heitið NIS2 verða fyrirtæki sem falla undir nauðsynlega og mikilvæga starfsemi skyldug til að tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi ströngum öryggiskröfum og stjórnendur bera ábyrgð á því að svo sé gert. Tilskipunin krefst þess að fyrirtæki hafi öfluga öryggisstefnu fyrir alla birgja. Stjórnendur bera þannig ábyrgð á því að fylgjast með öryggi birgjakeðjunnar og tryggja að allir aðilar uppfylli lágmarkskröfur um netöryggi. Birgjar þurfa að hafa innleitt áhættustýringarferli til að takast á við netógnir. Öryggisvottanir eða úttektir á birgjum skulu vera framkvæmdar reglulega til að tryggja að þeir fylgi ströngum öryggiskröfum. Viðbragðsáætlanir sem tryggja hröð viðbrögð við netárásum eða veikleikum í kerfum birgja skulu vera til staðar. Af þessu má sjá að aukin ábyrgð stjórnenda í öryggismálum er ein af stærstu og mikilvægustu breytingunum sem NIS2 felur í sér. Eins bera þeir ríka ábyrgð á því að meta og fylgjast með öryggisstefnu fyrirtækja og tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi settum öryggiskröfum. Þetta krefst þess að stjórnendur: Tryggi fjárhagslegan stuðning og mannafla til að innleiða öryggisstefnu. Fylgist reglulega með árangri og samræmi birgja og þjónustuaðila við öryggiskröfur. Meti áhættu sem fylgir birgjum og sjái til þess að allar áhættur séu teknar með í reikninginn við ákvarðanatöku. Stjórnendur þurfa að tryggja að öryggisstefna fyrirtækisins nái yfir alla birgjakeðjuna og að samningar við birgja taki mið af því að tryggja öryggi. Þetta getur verið í formi vottana, áreiðanleikakannana eða reglulegra úttektarferla til að tryggja að birgjar uppfylli ströngustu kröfur um netöryggi. Öryggi lykilatriði Stórar breytingar eru framundan með tilkomu NIS2, ábyrgð stjórnenda verður meiri og mikilvægt er að innleiða öflugar öryggisráðstafanir til að vernda birgjakeðjuna. Öryggi birgjakeðju er lykilatriði fyrir stöðugum rekstri og netöryggi fyrirtækja. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér: https://www.fjarskiptastofa.is/page/f9faad7e-8909-480f-87a1-513b540c3224 Höfundur er fagstjóri netvarna og prófana netöryggis á sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun