GAZið: „Ætla að reyna aðeins meira á mig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2024 23:02 Pavel á hliðarlínunni þegar hann var þjálfari Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Í öðrum þættinum af GAZinu ræðir Pavel Ermolinskij við Helga Má Magnússon, fyrrverandi leikmann og þjálfara KR. Fara þeir yfir víðan völl en GAZið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Pavels. Í þættinum ræða þeir félagar Keflavík og hvað þarf að gerast til að liðið verði Íslandsmeistari vorið 2025. Þeir ræða að sjálfsögðu KR þar sem þeir unnu titil eftir titil sex ár í röð. Þá fer Pavel yfir merka viðburði i GAZ-sögunni sem og mýtuna sem er að leikmenn geti hvílt sig fyrir úrslitakeppni. Engin klisja en besta varnarliðið vinnur „Við skulum gera aðeins meiri kröfur en að „þeir reyndu aðeins á sig í vörn.“ Engar klisjur en þú ert ekki að vinna neinn titil ef þú ætlar ekki að spila vörn,“ segir Pavel við Helga Má þegar þeir ræða lið Keflavíkur í þættinum. Helgi Már bendir í kjölfarið á að besta varnarliðið hafi ávallt staðið uppi sem Íslandsmeistari síðasta áratug. „Ég er ekki að biðja um fimm skref áfram, ég er að biðja um eitt lítið. Er ekki að biðja um súper taktískar varnarfærslur eða læra kerfin hjá hinu liðinu, þeir eru ekki að fara gera það og þurfa þess ekki.“ „Ég ætla að reyna aðeins meira á mig,“ er það eina sem menn þurfa að gera bætir Pavel við áður en hann hélt áfram að ræða Keflavík. „Þú vissir það sem andstæðingur Keflavíkur að þeir væru að fara skora, keyra hratt og allt þetta. Það er dálítið ógnvekjandi en þú vissir líka að þú værir að fara fá þitt. Takið það burt, þetta er ekkert annað en að reyna aðeins meira á sig og það er ekki óraunhæft að biðja um það.“ „Til að verða Íslandsmeistarar þurfa þeir að taka þetta skrefinu lengra en þeir gerðu í fyrra varnarlega séð,“ sagði Helgi Már um lið Keflavíkur. Merkir viðburðir í GAZ-sögunni Pavel ætlar í þáttum sínum að útskýra hugtakið GAZ betur fyrir fólki og til að gera það verður liðurinn „Merkir viðburðir í GAZ-sögunni“ á dagskrá. Hér er eitt dæmi: „Dag einn er ég var á smá hraðferð ætlaði ég að hoppa inn í Sundhöllina og ná smá gufu. Þetta átti að vera inn og út leiðangur. Þegar ég var við það að labba inn um hliðið tek ég eftir manni sem situr við gluggann og fylgist með mannlífinu í lauginni. Hann sötrar kaffi og það er stóísk ró yfir honum, eins og hann vissi eitthvað sem aðrir vissu ekki.“ „Við nánari athugun byrjar að læðast að mér sá grunur að ég þekki kauða. Jú þetta var Baldur Kristjánsson, ljósmyndari og varaformaður Liverpool-fjölskyldunnar. Ég íhugaði hvort ég ætti að kasta kveðju á hann, ég var jú á hraðferð en það var eitthvað við fas hans sem kallaði á mig.“ „Ég nálgast hann og hann snýr sér að mér, það kemur bros yfir andlit hans og hann dregur fram stól fyrir mig. Ég ákveð að gefa mér tvær mínútur með honum en svo er það beinustu leið í gufuna. Hann gekk strax á mig með krefjandi spurningar varðandi líf hins unga atvinnumanns.“ „Það var aðdáunarvert hvernig hann dýfði sér strax í það sem skiptir máli. Ekkert hjal, ekkert hvernig er fjölskyldan. Hann tók greinilega hvernig ég eygði kaffibollann hans og útskýrði fyrir mér hvernig hann fylltist ákveðinni núvitund í gegnum fríar kaffiuppáhellingar í sundlauginni. Ætti ég að fá mér einn?“ „Já til fjandans með það, þetta eru litlir bollar. Einn lítill kaffibolli varð að tveimur og svo þremur. Tíminn leið og gufan gleymdist. Á endanum þurfti ég að rjúka, var að verða of seinn á næsta stað. Við stöndum upp, kveðjumst og færum okkur nær dyrunum. Ég útskýri fyrir honum að ég náði ekki gufunni minni en ég sæi ekki eftir neinu.“ „Þá brosir hann og segir: „Ekki ég heldur.“ Það rann þá upp fyrir mér að Baldur hafði sjálfur fórnað sundferðinni sinni. Hann hafði dýft svo mikið sem litlu tá ofan í. Hér voru tveir menn sem létu GAZ-ið taka yfir og ýttu öllu öðru til hliðar. Við föðmuðum hvorn annan og fórum sitt í hvora áttina, endurnærðir eftir sundsprettinn í GAZ-lauginni.“ Hlusta má á þátt tvö af GAZinu hér að neðan. Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Sjá meira
Í þættinum ræða þeir félagar Keflavík og hvað þarf að gerast til að liðið verði Íslandsmeistari vorið 2025. Þeir ræða að sjálfsögðu KR þar sem þeir unnu titil eftir titil sex ár í röð. Þá fer Pavel yfir merka viðburði i GAZ-sögunni sem og mýtuna sem er að leikmenn geti hvílt sig fyrir úrslitakeppni. Engin klisja en besta varnarliðið vinnur „Við skulum gera aðeins meiri kröfur en að „þeir reyndu aðeins á sig í vörn.“ Engar klisjur en þú ert ekki að vinna neinn titil ef þú ætlar ekki að spila vörn,“ segir Pavel við Helga Má þegar þeir ræða lið Keflavíkur í þættinum. Helgi Már bendir í kjölfarið á að besta varnarliðið hafi ávallt staðið uppi sem Íslandsmeistari síðasta áratug. „Ég er ekki að biðja um fimm skref áfram, ég er að biðja um eitt lítið. Er ekki að biðja um súper taktískar varnarfærslur eða læra kerfin hjá hinu liðinu, þeir eru ekki að fara gera það og þurfa þess ekki.“ „Ég ætla að reyna aðeins meira á mig,“ er það eina sem menn þurfa að gera bætir Pavel við áður en hann hélt áfram að ræða Keflavík. „Þú vissir það sem andstæðingur Keflavíkur að þeir væru að fara skora, keyra hratt og allt þetta. Það er dálítið ógnvekjandi en þú vissir líka að þú værir að fara fá þitt. Takið það burt, þetta er ekkert annað en að reyna aðeins meira á sig og það er ekki óraunhæft að biðja um það.“ „Til að verða Íslandsmeistarar þurfa þeir að taka þetta skrefinu lengra en þeir gerðu í fyrra varnarlega séð,“ sagði Helgi Már um lið Keflavíkur. Merkir viðburðir í GAZ-sögunni Pavel ætlar í þáttum sínum að útskýra hugtakið GAZ betur fyrir fólki og til að gera það verður liðurinn „Merkir viðburðir í GAZ-sögunni“ á dagskrá. Hér er eitt dæmi: „Dag einn er ég var á smá hraðferð ætlaði ég að hoppa inn í Sundhöllina og ná smá gufu. Þetta átti að vera inn og út leiðangur. Þegar ég var við það að labba inn um hliðið tek ég eftir manni sem situr við gluggann og fylgist með mannlífinu í lauginni. Hann sötrar kaffi og það er stóísk ró yfir honum, eins og hann vissi eitthvað sem aðrir vissu ekki.“ „Við nánari athugun byrjar að læðast að mér sá grunur að ég þekki kauða. Jú þetta var Baldur Kristjánsson, ljósmyndari og varaformaður Liverpool-fjölskyldunnar. Ég íhugaði hvort ég ætti að kasta kveðju á hann, ég var jú á hraðferð en það var eitthvað við fas hans sem kallaði á mig.“ „Ég nálgast hann og hann snýr sér að mér, það kemur bros yfir andlit hans og hann dregur fram stól fyrir mig. Ég ákveð að gefa mér tvær mínútur með honum en svo er það beinustu leið í gufuna. Hann gekk strax á mig með krefjandi spurningar varðandi líf hins unga atvinnumanns.“ „Það var aðdáunarvert hvernig hann dýfði sér strax í það sem skiptir máli. Ekkert hjal, ekkert hvernig er fjölskyldan. Hann tók greinilega hvernig ég eygði kaffibollann hans og útskýrði fyrir mér hvernig hann fylltist ákveðinni núvitund í gegnum fríar kaffiuppáhellingar í sundlauginni. Ætti ég að fá mér einn?“ „Já til fjandans með það, þetta eru litlir bollar. Einn lítill kaffibolli varð að tveimur og svo þremur. Tíminn leið og gufan gleymdist. Á endanum þurfti ég að rjúka, var að verða of seinn á næsta stað. Við stöndum upp, kveðjumst og færum okkur nær dyrunum. Ég útskýri fyrir honum að ég náði ekki gufunni minni en ég sæi ekki eftir neinu.“ „Þá brosir hann og segir: „Ekki ég heldur.“ Það rann þá upp fyrir mér að Baldur hafði sjálfur fórnað sundferðinni sinni. Hann hafði dýft svo mikið sem litlu tá ofan í. Hér voru tveir menn sem létu GAZ-ið taka yfir og ýttu öllu öðru til hliðar. Við föðmuðum hvorn annan og fórum sitt í hvora áttina, endurnærðir eftir sundsprettinn í GAZ-lauginni.“ Hlusta má á þátt tvö af GAZinu hér að neðan.
Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti