Lífið

„Herra kerran er til sölu“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Herra Hnetusmjör syngur um glæsikerruna á plötunni Legend í leiknum.
Herra Hnetusmjör syngur um glæsikerruna á plötunni Legend í leiknum. Vísir/Viktor Freyr

Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hefur sett glæsibíl sinn á sölu. Bíllinn er af tegundinni Land Rover og er frá árinu 2019. 

„Herra kerran er til sölu,“ skrifar rapparinn og birtir mynd af bílnum í story á samfélagsmiðlinum Instagram. Árni keypti nýverið þakíbúð á Kársnesi ásamt kærustunni sinni Söru Linneth.

Á vef bílasölunnar kemur fram að bíllinn sé dökkrauður á lit og keyrður 55 þúsund kílómetra. Ásett verð er 12,350 milljónir króna.

Í nýlegu lagi Herra Hnetusmjörs, sem ber nafn myndlistarmannsins Ella Egils, vísar hann í bílinn. Í texta lagsins segir: „Range Rover í hlaðið, heitan pott út á svalir.“ Það má því segja að um sögulegan grip sé að ræða.


Tengdar fréttir

Keypti á 148 milljónir og verður áfram Kópboi

Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör og unnusta hans Sara Linneth verða áfram Kópavogsbúar en þau hafa fest kaup á þakíbúð að Hafnarbraut á Kársnesinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu greiddi parið 148 milljónir fyrir íbúðina.

Herra Hnetusmjör hitti Akon: „Þeir vita sem vita“

Rapparinn Herra Hnetusmjör eða Árni Páll Árnason, gerði sér lítið fyrir og hitti bandaríska rapparann Akon. Herrann birtir mynd af sér með Akon á Instagram en hann hitti hann í Berlín í Þýskalandi þar sem hann skellti sér á tónleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×