Gáfu skít í yfirmann sem hreykti sér af þeirra afrekum Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 11:30 Guðrún Arnardóttir, til hægri á mynd að fagna marki Íslands gegn Austurríki í sumar, deildi í dag færslu Caroline Seger með gagnrýni á yfirmann knattspyrnumála hjá Rosengård. Samsett/Instagram/Diego Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru lítt hrifnar af tilraunum Roger Palmgren, yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, til að eigna sér heiður að gríðarlegri velgengni liðsins í ár. Segja má að þær gefi skít í ummæli hans. „Þegar einhver trúir því að hann geti eignað sér heiðurinn að einhverju sem hann átti ENGAN þátt í!“ skrifaði hin margreynda Caroline Seger, liðsfélagi Guðrúnar, á Instagram og bætti við „kúkabroskalli“ eins og sjá má hér að ofan. Guðrún er á meðal þeirra sem deilt hafa færslunni og hljóðbúti úr hlaðvarpsþætti, þar sem Palmgren talar líkt og hann hafi nánast upp á eigin spýtur séð til þess að Rosengård hefur unnið alla sína deildarleiki á árinu. Rosengård hefur nefnilega átt ótrúlegt tímabil og unnið alla leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, alls 21 leik, og hefur Guðrún staðið vaktina í vörninni sem aðeins hefur fimm sinnum fengið á sig mark í þessum leikjum. Þá hefur hún skorað þrjú mörk á tímabilinu. Sænski meistaratitillinn blasir því við Rosengård á ný, eftir að liðið hafnaði óvænt aðeins í sjöunda sæti í fyrra. Rosengård dugar að vinna Kristianstad næsta föstudag til að landa titlinum, þó enn séu fimm umferðir eftir. Hreykti sér af að hafa aukið gæði æfinga Palmgren var ráðinn fyrir þetta tímabil og ekki stóð á svörum þegar hann var spurður að því í hlaðvarpi hvers vegna Rosengård vegnaði svona vel: „Það sem við gerðum frekar snemma var að ég settist niður með þjálfaranum og sagði að við þyrftum að auka ákefðina á æfingum og hafa æfingarnar líkari leikjum. Auka bæði gæðin og magn,“ sagði Palmgren. Seger var nóg boðið: Við sáum um alla vinnuna Aftonbladet spurði Seger nánar út í gagnrýni hennar í garð Palmgren: „Ég vil auðvitað að öllum sem hafa lagt hönd á plóg í því sem við höfum afrekað líði eins og þátttakendum í því sem við höfum gert. En ég get bara ekki unað því að einhver sem tók nákvæmlega engan þátt sé að eigna sér heiðurinn. Við erum með þjálfarateymi sem hefur lagt gríðarlega hart að sér, af mikilli fagmennsku, og leikmannahóp sem nýtti reynsluna af síðasta ári með stórkostlegum hætti. Það erum við sem sáum um alla vinnuna,“ sagði Seger. Sænski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
„Þegar einhver trúir því að hann geti eignað sér heiðurinn að einhverju sem hann átti ENGAN þátt í!“ skrifaði hin margreynda Caroline Seger, liðsfélagi Guðrúnar, á Instagram og bætti við „kúkabroskalli“ eins og sjá má hér að ofan. Guðrún er á meðal þeirra sem deilt hafa færslunni og hljóðbúti úr hlaðvarpsþætti, þar sem Palmgren talar líkt og hann hafi nánast upp á eigin spýtur séð til þess að Rosengård hefur unnið alla sína deildarleiki á árinu. Rosengård hefur nefnilega átt ótrúlegt tímabil og unnið alla leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, alls 21 leik, og hefur Guðrún staðið vaktina í vörninni sem aðeins hefur fimm sinnum fengið á sig mark í þessum leikjum. Þá hefur hún skorað þrjú mörk á tímabilinu. Sænski meistaratitillinn blasir því við Rosengård á ný, eftir að liðið hafnaði óvænt aðeins í sjöunda sæti í fyrra. Rosengård dugar að vinna Kristianstad næsta föstudag til að landa titlinum, þó enn séu fimm umferðir eftir. Hreykti sér af að hafa aukið gæði æfinga Palmgren var ráðinn fyrir þetta tímabil og ekki stóð á svörum þegar hann var spurður að því í hlaðvarpi hvers vegna Rosengård vegnaði svona vel: „Það sem við gerðum frekar snemma var að ég settist niður með þjálfaranum og sagði að við þyrftum að auka ákefðina á æfingum og hafa æfingarnar líkari leikjum. Auka bæði gæðin og magn,“ sagði Palmgren. Seger var nóg boðið: Við sáum um alla vinnuna Aftonbladet spurði Seger nánar út í gagnrýni hennar í garð Palmgren: „Ég vil auðvitað að öllum sem hafa lagt hönd á plóg í því sem við höfum afrekað líði eins og þátttakendum í því sem við höfum gert. En ég get bara ekki unað því að einhver sem tók nákvæmlega engan þátt sé að eigna sér heiðurinn. Við erum með þjálfarateymi sem hefur lagt gríðarlega hart að sér, af mikilli fagmennsku, og leikmannahóp sem nýtti reynsluna af síðasta ári með stórkostlegum hætti. Það erum við sem sáum um alla vinnuna,“ sagði Seger.
Sænski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira