Gáfu skít í yfirmann sem hreykti sér af þeirra afrekum Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 11:30 Guðrún Arnardóttir, til hægri á mynd að fagna marki Íslands gegn Austurríki í sumar, deildi í dag færslu Caroline Seger með gagnrýni á yfirmann knattspyrnumála hjá Rosengård. Samsett/Instagram/Diego Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru lítt hrifnar af tilraunum Roger Palmgren, yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, til að eigna sér heiður að gríðarlegri velgengni liðsins í ár. Segja má að þær gefi skít í ummæli hans. „Þegar einhver trúir því að hann geti eignað sér heiðurinn að einhverju sem hann átti ENGAN þátt í!“ skrifaði hin margreynda Caroline Seger, liðsfélagi Guðrúnar, á Instagram og bætti við „kúkabroskalli“ eins og sjá má hér að ofan. Guðrún er á meðal þeirra sem deilt hafa færslunni og hljóðbúti úr hlaðvarpsþætti, þar sem Palmgren talar líkt og hann hafi nánast upp á eigin spýtur séð til þess að Rosengård hefur unnið alla sína deildarleiki á árinu. Rosengård hefur nefnilega átt ótrúlegt tímabil og unnið alla leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, alls 21 leik, og hefur Guðrún staðið vaktina í vörninni sem aðeins hefur fimm sinnum fengið á sig mark í þessum leikjum. Þá hefur hún skorað þrjú mörk á tímabilinu. Sænski meistaratitillinn blasir því við Rosengård á ný, eftir að liðið hafnaði óvænt aðeins í sjöunda sæti í fyrra. Rosengård dugar að vinna Kristianstad næsta föstudag til að landa titlinum, þó enn séu fimm umferðir eftir. Hreykti sér af að hafa aukið gæði æfinga Palmgren var ráðinn fyrir þetta tímabil og ekki stóð á svörum þegar hann var spurður að því í hlaðvarpi hvers vegna Rosengård vegnaði svona vel: „Það sem við gerðum frekar snemma var að ég settist niður með þjálfaranum og sagði að við þyrftum að auka ákefðina á æfingum og hafa æfingarnar líkari leikjum. Auka bæði gæðin og magn,“ sagði Palmgren. Seger var nóg boðið: Við sáum um alla vinnuna Aftonbladet spurði Seger nánar út í gagnrýni hennar í garð Palmgren: „Ég vil auðvitað að öllum sem hafa lagt hönd á plóg í því sem við höfum afrekað líði eins og þátttakendum í því sem við höfum gert. En ég get bara ekki unað því að einhver sem tók nákvæmlega engan þátt sé að eigna sér heiðurinn. Við erum með þjálfarateymi sem hefur lagt gríðarlega hart að sér, af mikilli fagmennsku, og leikmannahóp sem nýtti reynsluna af síðasta ári með stórkostlegum hætti. Það erum við sem sáum um alla vinnuna,“ sagði Seger. Sænski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
„Þegar einhver trúir því að hann geti eignað sér heiðurinn að einhverju sem hann átti ENGAN þátt í!“ skrifaði hin margreynda Caroline Seger, liðsfélagi Guðrúnar, á Instagram og bætti við „kúkabroskalli“ eins og sjá má hér að ofan. Guðrún er á meðal þeirra sem deilt hafa færslunni og hljóðbúti úr hlaðvarpsþætti, þar sem Palmgren talar líkt og hann hafi nánast upp á eigin spýtur séð til þess að Rosengård hefur unnið alla sína deildarleiki á árinu. Rosengård hefur nefnilega átt ótrúlegt tímabil og unnið alla leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, alls 21 leik, og hefur Guðrún staðið vaktina í vörninni sem aðeins hefur fimm sinnum fengið á sig mark í þessum leikjum. Þá hefur hún skorað þrjú mörk á tímabilinu. Sænski meistaratitillinn blasir því við Rosengård á ný, eftir að liðið hafnaði óvænt aðeins í sjöunda sæti í fyrra. Rosengård dugar að vinna Kristianstad næsta föstudag til að landa titlinum, þó enn séu fimm umferðir eftir. Hreykti sér af að hafa aukið gæði æfinga Palmgren var ráðinn fyrir þetta tímabil og ekki stóð á svörum þegar hann var spurður að því í hlaðvarpi hvers vegna Rosengård vegnaði svona vel: „Það sem við gerðum frekar snemma var að ég settist niður með þjálfaranum og sagði að við þyrftum að auka ákefðina á æfingum og hafa æfingarnar líkari leikjum. Auka bæði gæðin og magn,“ sagði Palmgren. Seger var nóg boðið: Við sáum um alla vinnuna Aftonbladet spurði Seger nánar út í gagnrýni hennar í garð Palmgren: „Ég vil auðvitað að öllum sem hafa lagt hönd á plóg í því sem við höfum afrekað líði eins og þátttakendum í því sem við höfum gert. En ég get bara ekki unað því að einhver sem tók nákvæmlega engan þátt sé að eigna sér heiðurinn. Við erum með þjálfarateymi sem hefur lagt gríðarlega hart að sér, af mikilli fagmennsku, og leikmannahóp sem nýtti reynsluna af síðasta ári með stórkostlegum hætti. Það erum við sem sáum um alla vinnuna,“ sagði Seger.
Sænski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki