Á meðan bílinn er ódýrari verði hann fyrsta val Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 11:16 Einungis tvö prósent starfsfólks Isavia á flugvellinum sem býr á höfuðborgarsvæðinu notar almenningssamgöngur eða starfsmannarútu. Vísir/Egill Á meðan það er ódýrara að aka og leggja bíl í stæði við Keflavíkurflugvöll en að nota aðra ferðamáta verður einkabíllinn í flestum tilfellum fyrsta val fólks. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem innviðaráðherrra skipaði með tillögum úrbótum um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Í skýrslunni er til að mynda bent á að einungis tvö prósent starfsfólks Isavia á flugvellinum sem býr á höfuðborgarsvæðinu nýti sér almenningssamgöngur eða starfsmannarútu til og frá vinnu að staðaldri. Hjá starfsfólki sem býr í Reykjanesbæ sé hlutfallið einungis um eitt prósent. Þá er bent á að einu almenningssamgöngurnar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjanesbæjar haldist ekki í hendur við flugáætlanir, opnunartíma flugstöðvar eða vinnutíma starfsfólks. „Ferðatími, tíðni og kostnaður almenningssamgangna í samanburði við einkabílinn segir mikið til um samkeppnishæfni ferðamátans. Með áframhaldandi aukningu umferðar við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu lengist óhjákvæmilega ferðatími með almenningssamgöngum nema þær séu í forgangi. Horfa þarf til lausna sem lágmarka og stytta ferðatíma með almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli,” segir í skýrslunni. Starfshópurinn leggur til að almenningssamgöngur verði því gerðar að samkeppnishæfum ferðamáta. Það er ein af sex aðgerðum sem hópurinn leggur sérstaklega til, sem framtíðarsýn til ársins 2030. Markmið 1: Efla almenningssamgöngur svo að þær þjóni betur íbúum, starfsfólki og ferðamönnum Markmið 2: Afla betri gagna um ferðavenjur starfsfólks og flugfarþega Markmið 3: Fyrirmyndar aðstaða fyrir farþega Markmið 4: Almenningssamgöngur séu samkeppnishæfar við aðra ferðamáta Markmið 5: Almenningssamgöngur séu grænar Markmið 6: Samstarf hagsmunaaðila um áframhaldandi uppbyggingu og þróun almenningssamgangna Þá leggur hópurinn einnig til aðra framtíðarsýn, til ársins 2040. Tillögurnar þar eru eftirfarandi: Vagnar gangi fyrir grænni orku. Innviðir við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu styðji grænar almenningssamgöngur. Ferðir verði tíðar, greiðfærar og áreiðanlegar – án tafa og krókaleiða. Auðvelt verði að ferðast með farangur, vagna, hjólastóla og reiðhjól. Almenningssamgöngur verði öruggur kostur og aðgengi tryggt fyrir alla . Greiðslukerfi sé notendavænt. Aðstaða fyrir farþega verði til fyrirmyndar. Góðar tengingar við aðrar almenningssamgöngur Í skýrslunni er í mjög stuttu máli minnst á hraðvagna og lest. Það er þegar fjallað er um orðskýringuna á almenningssamgöngum, en þar segir að mögulegar framtíðarlausnir, líkt og hraðvagnar eða lest, falli undir þá skilgreiningu. Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Í skýrslunni er til að mynda bent á að einungis tvö prósent starfsfólks Isavia á flugvellinum sem býr á höfuðborgarsvæðinu nýti sér almenningssamgöngur eða starfsmannarútu til og frá vinnu að staðaldri. Hjá starfsfólki sem býr í Reykjanesbæ sé hlutfallið einungis um eitt prósent. Þá er bent á að einu almenningssamgöngurnar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjanesbæjar haldist ekki í hendur við flugáætlanir, opnunartíma flugstöðvar eða vinnutíma starfsfólks. „Ferðatími, tíðni og kostnaður almenningssamgangna í samanburði við einkabílinn segir mikið til um samkeppnishæfni ferðamátans. Með áframhaldandi aukningu umferðar við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu lengist óhjákvæmilega ferðatími með almenningssamgöngum nema þær séu í forgangi. Horfa þarf til lausna sem lágmarka og stytta ferðatíma með almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli,” segir í skýrslunni. Starfshópurinn leggur til að almenningssamgöngur verði því gerðar að samkeppnishæfum ferðamáta. Það er ein af sex aðgerðum sem hópurinn leggur sérstaklega til, sem framtíðarsýn til ársins 2030. Markmið 1: Efla almenningssamgöngur svo að þær þjóni betur íbúum, starfsfólki og ferðamönnum Markmið 2: Afla betri gagna um ferðavenjur starfsfólks og flugfarþega Markmið 3: Fyrirmyndar aðstaða fyrir farþega Markmið 4: Almenningssamgöngur séu samkeppnishæfar við aðra ferðamáta Markmið 5: Almenningssamgöngur séu grænar Markmið 6: Samstarf hagsmunaaðila um áframhaldandi uppbyggingu og þróun almenningssamgangna Þá leggur hópurinn einnig til aðra framtíðarsýn, til ársins 2040. Tillögurnar þar eru eftirfarandi: Vagnar gangi fyrir grænni orku. Innviðir við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu styðji grænar almenningssamgöngur. Ferðir verði tíðar, greiðfærar og áreiðanlegar – án tafa og krókaleiða. Auðvelt verði að ferðast með farangur, vagna, hjólastóla og reiðhjól. Almenningssamgöngur verði öruggur kostur og aðgengi tryggt fyrir alla . Greiðslukerfi sé notendavænt. Aðstaða fyrir farþega verði til fyrirmyndar. Góðar tengingar við aðrar almenningssamgöngur Í skýrslunni er í mjög stuttu máli minnst á hraðvagna og lest. Það er þegar fjallað er um orðskýringuna á almenningssamgöngum, en þar segir að mögulegar framtíðarlausnir, líkt og hraðvagnar eða lest, falli undir þá skilgreiningu.
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira