Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 10:16 Teiknuð mynd af Gisèle og Dominique Pelicot í dómsal. AP/Valentin Pasquier Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir. Eins og frægt er standa yfir réttarhöld í Frakklandi gegn Pelicot og fimmtíu mönnum sem sakaðir eru um að hafa nauðgað fyrrverandi eiginkonu hans, Gisele. Pelicot hefur einnig játað að hafa reynt að nauðga ungri konu árið 1999 og hefur verið ákærður fyrir morð á 23 ára konu árið 1991 en því neitar hann. Í fyrstu þvertók Pelicot fyrir nauðgunartilraunina en þegar greining á lífsýnum bendlaði hann við málið játaði hann. Sjá einnig: Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Í frétt Le Parisien segir að hugbúnaður sem lögregluembætti á Frakklandi nota til að reyna að finna mögulegar tengingar milli glæpamála hafi tengt fimm mál og þar á meðal eitt morð við Pelicot, en þau mál eru til viðbótar við nauðgunartilraunina sem hann játaði og morðið sem hann hefur verið ákærður fyrir. Nauðgunartilraunin átti sér stað árið 1999. Þá þóttist Pelicot vera að leita sér að leiguíbúð og fékk hana Estella, sem var átján ára gömul, til að sýna sér íbúð. Þegar þau voru ein þar er Pelicot sagður hafa sett snúru um háls hennar og neytt hana til að anda að sér eter þar til hún missti meðvitund. Þá mun hann hafa klætt hana úr buxunum og skónum en flúið þegar hún virtist vera að ná meðvitund aftur. Pelicot heldur því fram að hann hafi orðið hræddur og þess vegna flúið. Þessi árás þykir líkjast morði sem átti sér stað í París 1991. Þá fannst kona að nafni Sophie Narme látin en hún fannst með belti um hálsinn og með eter í blóðinu. Hún var einnig fasteignasali. Pelicot var ekki bendlaður við morðið með lífsýnum en dómarar tóku samt ákvörðun um að ákæra hann fyrir morðið. Rannsakendur hafa leitað að sambærilegum málum í gegnum árin, með áðurnefndum hugbúnaði, þar sem ráðist var á kvenkyns fasteignasala og hafa fimm slík fundist. Í öllum tilvikum notaðist árásarmaðurinn við falskt nafn til að bóka skoðun með fasteignasala og réðst svo á konurnar þegar þau voru ein að skoða íbúð. Le Parisien segir þó að eter hafi ekki verið notað í neinum af þessum nýju málum. Sjá einnig: Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Ein árásin átti sér stað í Vannes árið 1994. Önnur níu dögum seinna í rúmlega sex hundruð kílómetra fjarlægð. Sú þriðja var gerð árið 1995 í Rambouillet og sú fjórða árið 2000 en þá var konan kyrkt með skóreim en henni var ekki nauðgað. Fimmta árásin átti sér stað árið 2004 í Chelles en þá stöðvaði vegfarandi nauðgun á sextugri konu. Rannsóknir á lífsýnum sem voru tekin í að minnsta kosti þremur af þessum málum eru nú til rannsóknar. Béatrica Zavarro, lögmaður Pelicots, sagði í samtali við Le Parisien að þessar rannsóknir komi henni á óvart. Sagði hún að eina markmið þeirra virtist vera að sverta orðspor skjólstæðings hennar enn frekar. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Tengdar fréttir Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20. september 2024 13:01 Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18. september 2024 21:11 „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Eins og frægt er standa yfir réttarhöld í Frakklandi gegn Pelicot og fimmtíu mönnum sem sakaðir eru um að hafa nauðgað fyrrverandi eiginkonu hans, Gisele. Pelicot hefur einnig játað að hafa reynt að nauðga ungri konu árið 1999 og hefur verið ákærður fyrir morð á 23 ára konu árið 1991 en því neitar hann. Í fyrstu þvertók Pelicot fyrir nauðgunartilraunina en þegar greining á lífsýnum bendlaði hann við málið játaði hann. Sjá einnig: Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Í frétt Le Parisien segir að hugbúnaður sem lögregluembætti á Frakklandi nota til að reyna að finna mögulegar tengingar milli glæpamála hafi tengt fimm mál og þar á meðal eitt morð við Pelicot, en þau mál eru til viðbótar við nauðgunartilraunina sem hann játaði og morðið sem hann hefur verið ákærður fyrir. Nauðgunartilraunin átti sér stað árið 1999. Þá þóttist Pelicot vera að leita sér að leiguíbúð og fékk hana Estella, sem var átján ára gömul, til að sýna sér íbúð. Þegar þau voru ein þar er Pelicot sagður hafa sett snúru um háls hennar og neytt hana til að anda að sér eter þar til hún missti meðvitund. Þá mun hann hafa klætt hana úr buxunum og skónum en flúið þegar hún virtist vera að ná meðvitund aftur. Pelicot heldur því fram að hann hafi orðið hræddur og þess vegna flúið. Þessi árás þykir líkjast morði sem átti sér stað í París 1991. Þá fannst kona að nafni Sophie Narme látin en hún fannst með belti um hálsinn og með eter í blóðinu. Hún var einnig fasteignasali. Pelicot var ekki bendlaður við morðið með lífsýnum en dómarar tóku samt ákvörðun um að ákæra hann fyrir morðið. Rannsakendur hafa leitað að sambærilegum málum í gegnum árin, með áðurnefndum hugbúnaði, þar sem ráðist var á kvenkyns fasteignasala og hafa fimm slík fundist. Í öllum tilvikum notaðist árásarmaðurinn við falskt nafn til að bóka skoðun með fasteignasala og réðst svo á konurnar þegar þau voru ein að skoða íbúð. Le Parisien segir þó að eter hafi ekki verið notað í neinum af þessum nýju málum. Sjá einnig: Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Ein árásin átti sér stað í Vannes árið 1994. Önnur níu dögum seinna í rúmlega sex hundruð kílómetra fjarlægð. Sú þriðja var gerð árið 1995 í Rambouillet og sú fjórða árið 2000 en þá var konan kyrkt með skóreim en henni var ekki nauðgað. Fimmta árásin átti sér stað árið 2004 í Chelles en þá stöðvaði vegfarandi nauðgun á sextugri konu. Rannsóknir á lífsýnum sem voru tekin í að minnsta kosti þremur af þessum málum eru nú til rannsóknar. Béatrica Zavarro, lögmaður Pelicots, sagði í samtali við Le Parisien að þessar rannsóknir komi henni á óvart. Sagði hún að eina markmið þeirra virtist vera að sverta orðspor skjólstæðings hennar enn frekar.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Tengdar fréttir Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20. september 2024 13:01 Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18. september 2024 21:11 „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20. september 2024 13:01
Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18. september 2024 21:11
„Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33