Fundi frestað til morgundags: „Það kostar að vera með fólk í vinnu“ Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. september 2024 19:50 Sólveig Anna Jónsdóttir segir morgundinn mikilvægan fyrir áframhaldandi viðræður milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Vísir/Arnar Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið frestað fram til morgundags. Formaður Eflingar segir að ef mönnunarmódelið verði lagað þá muni félagið ekki láta önnur atriði koma í veg fyrir samninga. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði um helgina að ef ekki þokaðist áfram á samningafundi Eflingar myndi félagið boða til aðgerða. Fréttastofa ræddi við Sólveigu að fundi loknum í kvöld. Hver var niðurstaðan í dag? „Í dag lagði Ríkissáttasemjari til að fundi yrði frestað þangað til á morgun og við í samninganefnd Eflingar féllumst á það vegna þess að hugmyndir og tillögur hafa verið að ganga á milli aðila. Við lítum svo á að það sé þess virði að halda áfram á morgun og sjá hvort það skilar ásættanlegri niðurstöðu.“ Þú hefur talað um að þetta hafi dregist um oft. Er morgundagurinn kaflaskilsdagur? „Já, ég og félagar mínir í samninganefnd eru sammála um það að ef fram kemur ásættanleg tillaga sem snýst um að laga mönnunarmódelið þá eru þau önnur atriði sem út af standa þess eðlis að við getum gengið hratt frá þeim. Ég er ekki að segja að það verði hægt að srifa undir á morgun, alls ekki, en þá verður ekki langt í það ef við leysum þetta vandamál.“ Mönnunarvandinn sé víðast hvar mjög mikill Ég aðeins heyrt í stjórnendum hjúkrunarheimila. Það kannast ekki allt við þennan mönnunarvanda. Hvernig stendur á því? „Ég get svo sem ekki svarað því en auðvitað er ljóst að vandinn er mismikill milli stofnana en hann er mjög raunverulegur og er víðast hvar mjög mikill á milli stofnana. En hann er mjög raunverulegur og víðast hvar mjög mikill. Það hafa verið unnar ítarlegar skýrslur og greiningar á þessari stöðu þannig það er ekki eins og við í Eflingu séum fyrst allra að halda þessu fram. Nú síðast 2021 var svokallaðri Gylfaskýrslu svarað. Þar sést þetta með mjög skýrum hætti og allar niðurstöður þeirrar skýrslu eru í algjöru samræmi við vitnisburð Eflingarfólks sem við höfum verið í samskiptum við.“ Þetta skiptir líka máli fyrir þessi fyrirtæki, yfirleitt einkafyrirtæki eða sameignarfyrirtæki. Það mun auðvitað vera aukinn kostnaður við að ráða fólk. „Að sjálfsögðu, þannig virkar þetta. Það kostar að vera með fólk í vinnu. En við erum hér að halda okkur við mjög hófstilltan launalið þannig við erum ekki fara fram hér með þensluvaldandi kjarasamninga. Það er auðvitað ríkið sem þarf að sjá til þess að það fjármagn sem er sett í þessar stofnanir sé með þeim hætti að hægt sé að láta hlutina ganga upp.“ Og ráða fleira fólk? „Og ráða fleira fólk að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig Anna að lokum. Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði um helgina að ef ekki þokaðist áfram á samningafundi Eflingar myndi félagið boða til aðgerða. Fréttastofa ræddi við Sólveigu að fundi loknum í kvöld. Hver var niðurstaðan í dag? „Í dag lagði Ríkissáttasemjari til að fundi yrði frestað þangað til á morgun og við í samninganefnd Eflingar féllumst á það vegna þess að hugmyndir og tillögur hafa verið að ganga á milli aðila. Við lítum svo á að það sé þess virði að halda áfram á morgun og sjá hvort það skilar ásættanlegri niðurstöðu.“ Þú hefur talað um að þetta hafi dregist um oft. Er morgundagurinn kaflaskilsdagur? „Já, ég og félagar mínir í samninganefnd eru sammála um það að ef fram kemur ásættanleg tillaga sem snýst um að laga mönnunarmódelið þá eru þau önnur atriði sem út af standa þess eðlis að við getum gengið hratt frá þeim. Ég er ekki að segja að það verði hægt að srifa undir á morgun, alls ekki, en þá verður ekki langt í það ef við leysum þetta vandamál.“ Mönnunarvandinn sé víðast hvar mjög mikill Ég aðeins heyrt í stjórnendum hjúkrunarheimila. Það kannast ekki allt við þennan mönnunarvanda. Hvernig stendur á því? „Ég get svo sem ekki svarað því en auðvitað er ljóst að vandinn er mismikill milli stofnana en hann er mjög raunverulegur og er víðast hvar mjög mikill á milli stofnana. En hann er mjög raunverulegur og víðast hvar mjög mikill. Það hafa verið unnar ítarlegar skýrslur og greiningar á þessari stöðu þannig það er ekki eins og við í Eflingu séum fyrst allra að halda þessu fram. Nú síðast 2021 var svokallaðri Gylfaskýrslu svarað. Þar sést þetta með mjög skýrum hætti og allar niðurstöður þeirrar skýrslu eru í algjöru samræmi við vitnisburð Eflingarfólks sem við höfum verið í samskiptum við.“ Þetta skiptir líka máli fyrir þessi fyrirtæki, yfirleitt einkafyrirtæki eða sameignarfyrirtæki. Það mun auðvitað vera aukinn kostnaður við að ráða fólk. „Að sjálfsögðu, þannig virkar þetta. Það kostar að vera með fólk í vinnu. En við erum hér að halda okkur við mjög hófstilltan launalið þannig við erum ekki fara fram hér með þensluvaldandi kjarasamninga. Það er auðvitað ríkið sem þarf að sjá til þess að það fjármagn sem er sett í þessar stofnanir sé með þeim hætti að hægt sé að láta hlutina ganga upp.“ Og ráða fleira fólk? „Og ráða fleira fólk að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig Anna að lokum.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18