„Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2024 15:16 Flóðin í Norður-Karólínu voru mjög umfangsmikil. AP/Kathy Kmonicek Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. Í heildina er vitað til þess að rúmlega hundrað manns hafi dáið vegna Helenu. Í Norður-Karólínu urðu skemmdir víða í dölum sem umkringdir eru skógi vöxnum en bröttum hlíðum. Rafmagnslínur slitnuðu víða, vegir eru mikið skemmdir og vatnshreinsistöðvar óstarfhæfar. Keppst er við að koma neyðarbirgðum eins og vatni til fólks og gera við skemmdir eins hratt og auðið er. Meðal annars hefur verið notast við þyrlur til að flytja vatn og matvæli til afskekktra byggða. Fólk að sækjast eftir fersku vatni í Norður-Karólínu.AP/Jeffrey Collins Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, hefur lýst hörmungunum þar sem fordæmalausum og segir það sama um nauðsynleg viðbrögð. Í frétt New York Times er haft eftir honum og öðrum embættismönnum að um 460 þúsund manns séu enn án rafmagns og að neyðarástandi hafi verið lýst yfir í tuttugu og fimm sýslu. Cooper sagði á blaðamannafundi í dag að hann teldi líklegt að látnum muni fjölga í vikunni, þegar björgunarmenn komast til byggða sem lokuðust af í hamförunum og flóðavatn síast í jörðina eða rennur áleiðis til sjávar. Björgunarstörf hafa þó reynst erfið víða í ríkinu, vegna áðurnefndra skemmda. Vegna þessa hafa ráðamenn ráðlagt fólki að halda kyrru fyrir, hafi það tök á því, en rúmlega fimmtíu leitarteymi eru sögð vinna að því að koma fólki sem hefur lokast inni til aðstoðar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vegir eru víða lokaðir í Norður-Karólínu og er óttast að látnum muni fjölga þegar fleiri vegir opnast og björgunarmenn komast að einangruðum samfélögum.AP/Björgunarsveitir í Pamlicosýslu Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. 29. september 2024 14:18 Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Í heildina er vitað til þess að rúmlega hundrað manns hafi dáið vegna Helenu. Í Norður-Karólínu urðu skemmdir víða í dölum sem umkringdir eru skógi vöxnum en bröttum hlíðum. Rafmagnslínur slitnuðu víða, vegir eru mikið skemmdir og vatnshreinsistöðvar óstarfhæfar. Keppst er við að koma neyðarbirgðum eins og vatni til fólks og gera við skemmdir eins hratt og auðið er. Meðal annars hefur verið notast við þyrlur til að flytja vatn og matvæli til afskekktra byggða. Fólk að sækjast eftir fersku vatni í Norður-Karólínu.AP/Jeffrey Collins Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, hefur lýst hörmungunum þar sem fordæmalausum og segir það sama um nauðsynleg viðbrögð. Í frétt New York Times er haft eftir honum og öðrum embættismönnum að um 460 þúsund manns séu enn án rafmagns og að neyðarástandi hafi verið lýst yfir í tuttugu og fimm sýslu. Cooper sagði á blaðamannafundi í dag að hann teldi líklegt að látnum muni fjölga í vikunni, þegar björgunarmenn komast til byggða sem lokuðust af í hamförunum og flóðavatn síast í jörðina eða rennur áleiðis til sjávar. Björgunarstörf hafa þó reynst erfið víða í ríkinu, vegna áðurnefndra skemmda. Vegna þessa hafa ráðamenn ráðlagt fólki að halda kyrru fyrir, hafi það tök á því, en rúmlega fimmtíu leitarteymi eru sögð vinna að því að koma fólki sem hefur lokast inni til aðstoðar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vegir eru víða lokaðir í Norður-Karólínu og er óttast að látnum muni fjölga þegar fleiri vegir opnast og björgunarmenn komast að einangruðum samfélögum.AP/Björgunarsveitir í Pamlicosýslu
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. 29. september 2024 14:18 Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35
Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. 29. september 2024 14:18
Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47