Fyrsti sigur hægriöfgaflokks frá seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2024 08:48 Lítill hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Vín í gær. Mótmælendurnir héldu meðal annars á spjöldum sem á stóð „Burt með nasista af þingi“ og „Kickl er nasisti“. AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningunm í Austurríki í gær og varð fyrsti hægriöfgaflokkurinn til að vinna kosningasigur í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Óljóst er hvort sigurinn skili flokknum sæti í ríkisstjórn. Bráðabirgðaúrslit benda til þess að Frelsisflokkurinn hafi fengið 29,2 prósent atkvæða gegn 26,5 prósentum Austurríska þjóðarflokks Karls Nehammer kanslara. Samsteypustjórn Nehammer með Græningjum missti þingmeirihluta sinn. Þrátt fyrir kosningasigurinn eru líkurnar á því að draumur Herberts Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, um að verða kanslari rætist litlar. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við hann vegna öfgahyggju hans. Frelsisflokkurinn ól á andúð á útlendingum í kosningabaráttu sinni. Hann kallaði meðal annars eftir nauðungarflutningum á „óboðnum útlendingum“ úr landi til þess að efla „einsleitni“ þjóðarinnar. Þá vill flokkurinn afnema rétt fólks til þess að sækja um hæli í Austurríki með neyðarlögum. AP-fréttastofan segir að hægriflokkur Nehammer kanslara sé í lykilstöðu til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Hann væri eini hugsanlegi samstarfsflokkur Frelsisflokksins í ríkisstjórn en Nehammer hefur útilokað að sitja í stjórn undir forystu Kickl sem hann lýsti sem „öryggisógn“. Kanslarinn hefur þó ekki blásið út af borðinu að vinna með Frelsisflokknum sjálfum. Sitjandi kanslari Austurríkis lýsir Herbert Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, sem öryggisógn.AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn hefur lengi verið fyrirferðarmikill í austurrískum stjórnmálum og tekið þátt í samsteypustjórnum. Mesta fylgi sem hann hafði hlotið í kosningunum fyrir gærdaginn voru 26,9 prósent árið 1999. Fylgi flokksins dalaði verulega vegna hneykslismáls Heinz-Christian Strache, þáverandi leiðtoga flokksins og varakanslara, árið 2019. Myndbandupptaka birtist þá af honum það sem hann bauð þeim sem hann taldi rússneskum áhrifamanni greiða. Í þeim anda hefur Frelsisflokkurinn amast mjög við því að Evrópusambandið styrki Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Seinni heimsstyrjöldin Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Bráðabirgðaúrslit benda til þess að Frelsisflokkurinn hafi fengið 29,2 prósent atkvæða gegn 26,5 prósentum Austurríska þjóðarflokks Karls Nehammer kanslara. Samsteypustjórn Nehammer með Græningjum missti þingmeirihluta sinn. Þrátt fyrir kosningasigurinn eru líkurnar á því að draumur Herberts Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, um að verða kanslari rætist litlar. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við hann vegna öfgahyggju hans. Frelsisflokkurinn ól á andúð á útlendingum í kosningabaráttu sinni. Hann kallaði meðal annars eftir nauðungarflutningum á „óboðnum útlendingum“ úr landi til þess að efla „einsleitni“ þjóðarinnar. Þá vill flokkurinn afnema rétt fólks til þess að sækja um hæli í Austurríki með neyðarlögum. AP-fréttastofan segir að hægriflokkur Nehammer kanslara sé í lykilstöðu til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Hann væri eini hugsanlegi samstarfsflokkur Frelsisflokksins í ríkisstjórn en Nehammer hefur útilokað að sitja í stjórn undir forystu Kickl sem hann lýsti sem „öryggisógn“. Kanslarinn hefur þó ekki blásið út af borðinu að vinna með Frelsisflokknum sjálfum. Sitjandi kanslari Austurríkis lýsir Herbert Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, sem öryggisógn.AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn hefur lengi verið fyrirferðarmikill í austurrískum stjórnmálum og tekið þátt í samsteypustjórnum. Mesta fylgi sem hann hafði hlotið í kosningunum fyrir gærdaginn voru 26,9 prósent árið 1999. Fylgi flokksins dalaði verulega vegna hneykslismáls Heinz-Christian Strache, þáverandi leiðtoga flokksins og varakanslara, árið 2019. Myndbandupptaka birtist þá af honum það sem hann bauð þeim sem hann taldi rússneskum áhrifamanni greiða. Í þeim anda hefur Frelsisflokkurinn amast mjög við því að Evrópusambandið styrki Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa.
Seinni heimsstyrjöldin Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent