105 ára og syngur í kór - Sérrí og Baileys eftir æfingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2024 20:05 Þórunn, 105 ára ásamt nokkrum félögum sínum í kórnum. Það slær ekki slöku við heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi því þau eru með kór þar sem elsti félaginn er 105 ára gamall. Eftir æfingu er boðið upp á sérríglas og Baileys. Æfingar fara fram einu sinni í viku í klukkutíma í senn þar sem tónlist er spiluð, allir fá þessu fínu sönghefti og svo syngur hver með sínu nefi. Stjórnandi kórsins og stuðboltinn í þessu skemmtilega verkefni eru Valgerður Anna Þórisdóttir, en mamma hennar er á hjúkrunarheimilinu og ömmu stelpa Valgerðar, Elfa Þórunn 9 ára á heiðurinn af myndinni á söngheftunum. Og stundum er líka dansað á kóræfingunum. „Eigum við ekki að taka næsta lag, jú, við ætlum að fara til Akureyrar, við ætlum í Vaglaskóginn,“ segir Valgerður Anna yfir hópinn og bætir við. „Þetta gefur mér alltaf ást í hjartað.“ Valgerður Anna Þórisdóttir stjórnandi kórsins, sem er allt í öllu þegar kórinn er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kom til að mamma Valgerðar Önnu fékk hugmyndina um stofnun kórsins fyrir fimm árum ? „Ég veit það ekki, bara gaman, hafa fjör lifa lífinu, það er svo gaman að vera til,“ segir Valdís Samúelsdóttir, 88 ára íbúi á Eir. Valdís Samúelsdóttir 88 ára íbúi á Eir, sem átti hugmyndina að stofnun kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg stórkostlegt, þetta er ekki gert í Vestmannaeyjum en það er margt gert skemmtilegt þar,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir 99 ára Vestmanneyingur og íbúi á Eir, sem er í kórnum. Kórinn gefur heimilisfólkinu mjög mikið enda alltaf gleði og fjör á æfingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það aldursforsetinn í kórnum, Þórunn Baldursdóttir, sem er 105 ára gömul en hún er næst elsti Íslendingurinn. Þetta er fjörugur hópur sem er að syngja hérna, finnst þér það ekki? „Já, sjálfsagt er það, jú, jú, nei, ég er leiðinleg,“ segir Þórunn. Ertu leiðinleg, ég trúi því nú ekki. „Jú, jú segir hún og hlær.“ Hvernig er að vera 105 ára, er það ekki frábært? „Jú, jú, það er bara alveg eins og að vera hinsegin,“ segir hún brosandi. Og Elfa Þórunn níu ára mætir á allar æfingar kórsins með ömmu sinni. „Já, ég kem einu sinni í viku og syng með öllu fólkinu, þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir hún galvösk. Elfa Þórunn Ólafsdóttir, níu ára 9 ára, sem sá um að skreyta forsíður söngheftanna, auk þess syngur hún alltaf með fólkinu einu sinni í viku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok æfingarinnar mætti Fjóla Bjarnadóttir forstöðumaður hjúkrunar á Eir með þessi skilaboð til kórsins. „Heyrðu, nú er það þannig að við bætum lífi við árin og fáum okkur Serrí og þeir sem vilja og líka Baieys fyrir þá sem vilja en það er kaffi líka á eftir og sætabrauð. Skál í boðinu.“ Reykjavík Hjúkrunarheimili Kórar Eldri borgarar Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Æfingar fara fram einu sinni í viku í klukkutíma í senn þar sem tónlist er spiluð, allir fá þessu fínu sönghefti og svo syngur hver með sínu nefi. Stjórnandi kórsins og stuðboltinn í þessu skemmtilega verkefni eru Valgerður Anna Þórisdóttir, en mamma hennar er á hjúkrunarheimilinu og ömmu stelpa Valgerðar, Elfa Þórunn 9 ára á heiðurinn af myndinni á söngheftunum. Og stundum er líka dansað á kóræfingunum. „Eigum við ekki að taka næsta lag, jú, við ætlum að fara til Akureyrar, við ætlum í Vaglaskóginn,“ segir Valgerður Anna yfir hópinn og bætir við. „Þetta gefur mér alltaf ást í hjartað.“ Valgerður Anna Þórisdóttir stjórnandi kórsins, sem er allt í öllu þegar kórinn er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kom til að mamma Valgerðar Önnu fékk hugmyndina um stofnun kórsins fyrir fimm árum ? „Ég veit það ekki, bara gaman, hafa fjör lifa lífinu, það er svo gaman að vera til,“ segir Valdís Samúelsdóttir, 88 ára íbúi á Eir. Valdís Samúelsdóttir 88 ára íbúi á Eir, sem átti hugmyndina að stofnun kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg stórkostlegt, þetta er ekki gert í Vestmannaeyjum en það er margt gert skemmtilegt þar,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir 99 ára Vestmanneyingur og íbúi á Eir, sem er í kórnum. Kórinn gefur heimilisfólkinu mjög mikið enda alltaf gleði og fjör á æfingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það aldursforsetinn í kórnum, Þórunn Baldursdóttir, sem er 105 ára gömul en hún er næst elsti Íslendingurinn. Þetta er fjörugur hópur sem er að syngja hérna, finnst þér það ekki? „Já, sjálfsagt er það, jú, jú, nei, ég er leiðinleg,“ segir Þórunn. Ertu leiðinleg, ég trúi því nú ekki. „Jú, jú segir hún og hlær.“ Hvernig er að vera 105 ára, er það ekki frábært? „Jú, jú, það er bara alveg eins og að vera hinsegin,“ segir hún brosandi. Og Elfa Þórunn níu ára mætir á allar æfingar kórsins með ömmu sinni. „Já, ég kem einu sinni í viku og syng með öllu fólkinu, þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir hún galvösk. Elfa Þórunn Ólafsdóttir, níu ára 9 ára, sem sá um að skreyta forsíður söngheftanna, auk þess syngur hún alltaf með fólkinu einu sinni í viku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok æfingarinnar mætti Fjóla Bjarnadóttir forstöðumaður hjúkrunar á Eir með þessi skilaboð til kórsins. „Heyrðu, nú er það þannig að við bætum lífi við árin og fáum okkur Serrí og þeir sem vilja og líka Baieys fyrir þá sem vilja en það er kaffi líka á eftir og sætabrauð. Skál í boðinu.“
Reykjavík Hjúkrunarheimili Kórar Eldri borgarar Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira