Skoða betri úrræði fyrir unglinga í gæsluvarðhaldi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. september 2024 11:22 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Það gengur ekki upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga sem fremja afbrot. Þetta segir dómsmálaráðherra sem telur alveg ljóst að betri úrræði skorti og gera þurfi úrbætur. Framkvæmdastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu lýsti áhyggjum af erfiðri stöðu á Stuðlum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vernda þurfi börnin sem þar dvelja fyrir hvert öðru en húsakosturinn bjóði ekki upp á aldursskiptingu. Móðir þrettán ára drengs lýsti svipuðum áhyggjum en sonur hennar var neyðarvistaður á Stuðlum nokkrum sinnum í ár, þar sem hann komst í kynni við mun eldri drengi sem sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum að sjá núna fram á nýjar áskoranir varðandi unga gerendur og við höfum verið að nota Stuðla, sem er meðferðarstofnun, sem ígildi gæsluvarðhalds fyrir unglinga og það getur ekki gengið upp til lengdar. Þannig við þurfum að endurhugsa þetta alveg upp á nýtt. Við höfum verið með tiltölulega stóran hóp, miðað við fyrri ár, af ungum gerendum,“ segir Guðrún. Það skorti betri úrræði fyrir börn og ungmenni sem fremja afbrot þar sem bæði öryggi þeirra og borgaranna sé tryggt. „Við þurfum vitaskuld alltaf að hlaupa hratt þegar að börnin okkar og unglingarnir eru annars vegar, því að æska þeirra er tiltölulega stutt og það á við í öllum málum sem varða börn. Þegar upp koma vandamál í lífi barna þá viljum við að kerfin okkar geti gripið þau hratt og vel.“ Ljóst sé að bregðast þurfi hratt við með bættum úrræðum. Það sé til skoðunar innan ráðuneytisins auk þess sem hún hafi átt um það samtöl við barnamálaráðherra. „Við erum að skoða þetta og við þurfum að gera úrbætur, það er alveg ljóst,“ segir Guðrún. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fangelsismál Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu lýsti áhyggjum af erfiðri stöðu á Stuðlum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vernda þurfi börnin sem þar dvelja fyrir hvert öðru en húsakosturinn bjóði ekki upp á aldursskiptingu. Móðir þrettán ára drengs lýsti svipuðum áhyggjum en sonur hennar var neyðarvistaður á Stuðlum nokkrum sinnum í ár, þar sem hann komst í kynni við mun eldri drengi sem sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum að sjá núna fram á nýjar áskoranir varðandi unga gerendur og við höfum verið að nota Stuðla, sem er meðferðarstofnun, sem ígildi gæsluvarðhalds fyrir unglinga og það getur ekki gengið upp til lengdar. Þannig við þurfum að endurhugsa þetta alveg upp á nýtt. Við höfum verið með tiltölulega stóran hóp, miðað við fyrri ár, af ungum gerendum,“ segir Guðrún. Það skorti betri úrræði fyrir börn og ungmenni sem fremja afbrot þar sem bæði öryggi þeirra og borgaranna sé tryggt. „Við þurfum vitaskuld alltaf að hlaupa hratt þegar að börnin okkar og unglingarnir eru annars vegar, því að æska þeirra er tiltölulega stutt og það á við í öllum málum sem varða börn. Þegar upp koma vandamál í lífi barna þá viljum við að kerfin okkar geti gripið þau hratt og vel.“ Ljóst sé að bregðast þurfi hratt við með bættum úrræðum. Það sé til skoðunar innan ráðuneytisins auk þess sem hún hafi átt um það samtöl við barnamálaráðherra. „Við erum að skoða þetta og við þurfum að gera úrbætur, það er alveg ljóst,“ segir Guðrún.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fangelsismál Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira