Allt kom fyrir ekki og reyndist erfitt að sötra af könnunni en honum svelgdist á og féll vatn beint niður á jakkaföt forsetans. Myndskeið af atvikinu sem hefur vakið mikla kímni meðal netverja má berja augum í spilaranum hér að neðan.
Edgar Leblanc Fils, President of the Haitian Presidential Transitional Council, drinks directly from the jug during his speech at the UN General Assembly. pic.twitter.com/v3wmL2dfyx
— Breaking News (@TheNewsTrending) September 26, 2024
Eftir þetta skondna atvik lét Fils eins og ekkert hafi í skorist og hélt áfram með ræðu sína en þegar hann lauk máli sínu greip hann í annað sinn í könnuna en í þetta sinn til að hella í glasið sitt sem hann drakk síðan úr á meðan lófaklapp ómaði í salnum.
Hægt er að sjá atvikið í heild sinni í frétt norska fréttamiðilsins VG.