Draumurinn að fríbúðir skjóti upp kollinum um alla borg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2024 21:01 Ilmur dögg vonar að fleiri fríbúðir skjóti upp kollinum. Vísir/Bjarni Loftvifta, fondúpottur, rifjárn og kertalukt er meðal þess sem finna má í nýrri fríbúð í Bókasafninu Gerðubergi. Búðin verður opin næsta árið og býðst fólki að koma með dót sem það er hætt að nota og taka það sem því sýnist. Fríbúðin opnaði á miðvikudag og það hefur verið stöðugur straumur af nýju dóti í hillurnar. Gerðuberg fékk svolítið af dóti frá Sorpu til að koma hlutunum af stað en síðan hefur öllu verið skipt út fyrir nýtt, sem gestir bókasafnsins hafa komið með. „Sumir eiga svo mikið, eru kannski að minnka við sig húsnæði og þurfa að koma þessu á einhvern stað og vilja vita að hlutirnir fari í hendurnar á einhverjum öðrum. Svo eru aðrir að stofna heimili og vantar fullt af hlutum. Þannig að þau koma kannski og sækja meira á meðan aðrir koma með meira í búðina,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Meðal þess sem má finna í fríbúðinni er loftvifta, garn, ýmiskonar borðbúnaður, lampar og leikföng. Og svo fondúpottur og neon-appelsínugult stell. „Stundum kaupum við eitthvað og notum það bara einu sinni. Það er því tilvalið fyrir einhvern, sem er að fara að halda veislu með appelsínugult þema að koma hingað og sækja borðbúnaðinn. Svo er hægt að skila honum aftur í fríbúðina þegar partýið er búið,“ segir Ilmur. „Það sem er svo skemmtilegt er að þú kemur hingað og sérð hluti frá öllum tímabilum. Þetta er oft smá ferðalag aftur í tímann. Við sjáum gamla stellið frá ömmu og afa og teskeiðar barnæskunnar.“ Hún vonar að fleiri sjái sér leik á borði og opni „verslun“ sem þessa. „Það er draumurinn að þetta verði hluti af innviðum borgarinnar og að fríbúðir opni víða því við vitum að það er nóg til af dóti. Ég sé fyrir mér að í sundlaugunum gæti verið fríbúð með sundskýlur og handklæði, þau eru örugglega að drukkna í því.“ Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fríbúðin opnaði á miðvikudag og það hefur verið stöðugur straumur af nýju dóti í hillurnar. Gerðuberg fékk svolítið af dóti frá Sorpu til að koma hlutunum af stað en síðan hefur öllu verið skipt út fyrir nýtt, sem gestir bókasafnsins hafa komið með. „Sumir eiga svo mikið, eru kannski að minnka við sig húsnæði og þurfa að koma þessu á einhvern stað og vilja vita að hlutirnir fari í hendurnar á einhverjum öðrum. Svo eru aðrir að stofna heimili og vantar fullt af hlutum. Þannig að þau koma kannski og sækja meira á meðan aðrir koma með meira í búðina,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Meðal þess sem má finna í fríbúðinni er loftvifta, garn, ýmiskonar borðbúnaður, lampar og leikföng. Og svo fondúpottur og neon-appelsínugult stell. „Stundum kaupum við eitthvað og notum það bara einu sinni. Það er því tilvalið fyrir einhvern, sem er að fara að halda veislu með appelsínugult þema að koma hingað og sækja borðbúnaðinn. Svo er hægt að skila honum aftur í fríbúðina þegar partýið er búið,“ segir Ilmur. „Það sem er svo skemmtilegt er að þú kemur hingað og sérð hluti frá öllum tímabilum. Þetta er oft smá ferðalag aftur í tímann. Við sjáum gamla stellið frá ömmu og afa og teskeiðar barnæskunnar.“ Hún vonar að fleiri sjái sér leik á borði og opni „verslun“ sem þessa. „Það er draumurinn að þetta verði hluti af innviðum borgarinnar og að fríbúðir opni víða því við vitum að það er nóg til af dóti. Ég sé fyrir mér að í sundlaugunum gæti verið fríbúð með sundskýlur og handklæði, þau eru örugglega að drukkna í því.“
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira