Nýjasti kafbátur Kínverja sökk við bryggju Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 11:07 Þessi gervihnattarmynd var tekin þann 15. júní, við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Hún sýnir þegar verið var að koma umræddum kafbáti upp af botni hafnarinnar. AP/Planet Labs PBC Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kína sökk við bryggju í vor. Um er að ræða nýja gerð kafbáta og er þetta fyrsti báturinn af þeirri gerð. Hann sökk við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Ráðamenn í Kína hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu kínverska kafbátaflotans og var reynt að hylma yfir atvikið. Í frétt Wall Street Journal segir að kafbáturinn hafi sokkið í lok maí eða snemma í júní. Á þeim tíma var verið að útbúa kafbátinn fyrir fyrstu siglinguna. Gerð þessara kafbáta ber nafnið Zhou og er um að ræða nýja gerð árásarkafbáta sem eiga að geta beygt betur en aðrir kafbátar. Gervihnattamynd sem tekin var þann 15. júní sýndi kafbátinn sokkinn við bryggju og að verið var að reyna að ná honum af botni hafnarinnar. Aðrar myndir sem teknar voru í ágúst sýndu kafbát við bryggju á sama stað en ekki liggur fyrir hvort um sama bátinn sé að ræða. Sjá einnig: Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Ekki liggur heldur fyrir hvort búið var að koma fyrir kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátnum þegar hann sökk en sérfræðingar segja WSJ að líklegt sé að það hafi verið búið. Þá er ekki vitað hvort búið var að kveikja á kjarnakljúfi hans. Engar fregnir hafa borist af geislavirkni á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegt er að skipta þurfi um allan rafmagnsbúnað um borð í bátnum og þar á meðal mótora hans. Sérfræðingar telja að atvikið muni leiða til umtalsverðra tafa á framleiðslu þessara nýju kafbáta. Uppbygging til að einangra Taívan Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlaði í fyrra að Kínverjar ættu sex kjarnorkuknúna kafbáta sem hannaðir eru til að bera kjarnorkuvopn, sex kjarnorkuknúna árásarkafbáta og 48 dísilknúna kafbáta. Í skýrslu ráðuneytisins segir að uppbygging Kínverja á kafbátaflota þeirra sé ætlað að hjálpa Kínverjum að koma í veg fyrir að Bandaríkin og aðrir geti komið Taívan til aðstoðar, ákveði ráðamenn í Peking að gera innrás í eyríkið á komandi árum. Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kína Hernaður Taívan Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal segir að kafbáturinn hafi sokkið í lok maí eða snemma í júní. Á þeim tíma var verið að útbúa kafbátinn fyrir fyrstu siglinguna. Gerð þessara kafbáta ber nafnið Zhou og er um að ræða nýja gerð árásarkafbáta sem eiga að geta beygt betur en aðrir kafbátar. Gervihnattamynd sem tekin var þann 15. júní sýndi kafbátinn sokkinn við bryggju og að verið var að reyna að ná honum af botni hafnarinnar. Aðrar myndir sem teknar voru í ágúst sýndu kafbát við bryggju á sama stað en ekki liggur fyrir hvort um sama bátinn sé að ræða. Sjá einnig: Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Ekki liggur heldur fyrir hvort búið var að koma fyrir kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátnum þegar hann sökk en sérfræðingar segja WSJ að líklegt sé að það hafi verið búið. Þá er ekki vitað hvort búið var að kveikja á kjarnakljúfi hans. Engar fregnir hafa borist af geislavirkni á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegt er að skipta þurfi um allan rafmagnsbúnað um borð í bátnum og þar á meðal mótora hans. Sérfræðingar telja að atvikið muni leiða til umtalsverðra tafa á framleiðslu þessara nýju kafbáta. Uppbygging til að einangra Taívan Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlaði í fyrra að Kínverjar ættu sex kjarnorkuknúna kafbáta sem hannaðir eru til að bera kjarnorkuvopn, sex kjarnorkuknúna árásarkafbáta og 48 dísilknúna kafbáta. Í skýrslu ráðuneytisins segir að uppbygging Kínverja á kafbátaflota þeirra sé ætlað að hjálpa Kínverjum að koma í veg fyrir að Bandaríkin og aðrir geti komið Taívan til aðstoðar, ákveði ráðamenn í Peking að gera innrás í eyríkið á komandi árum. Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.
Kína Hernaður Taívan Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira