Ákærður fyrir mútuþægni og fjársvik Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2024 16:40 Eric Adams, borgarstjóri New York, er sakaður um að hafa þegið gjafir og ferðalög frá árinu 2014. AP/Yuki Iwamura Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur verið ákærður í fimm liðum, og þar á meðal fyrir mútuþægni og fjársvik. Hann er sagður hafa þegið gjafir og ferðir að verðmæti rúmra hundrað þúsund dala, frá aðilum tengdum yfirvöldum í Tyrklandi. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa frá árinu 2021 meðal annars skoðað hvort Adams og framboð hans hafi tekið við ólöglegum greiðslum frá yfirvöldum í Tyrklandi, áður en hann varð borgarstjóri, og það hvort Adams hafi þrýst á yfirmenn slökkviliðsins í borginni til að samþykkja opnun ræðismannsskrifstofu í borginni, þrátt fyrir áhyggjur um öryggisráðstafanir í háhýsinu. Saksóknarar sögðu á blaðamannafundi í dag að Adams hafi frá árinu 2014 tekið við gjöfum sem þessum en þá var hann æðsti kjörni fulltrúi Brooklyn í New York. Damian Williams, saksóknari, með mynd af háhýsi Tyrkja í New York.AP/Julia Demaree Nikhinson New York Times hefur eftir saksóknurum að Adams hafi reynt að hylma yfir þessar gjafir eða reynt að láta líta út fyrir að hann hefði greitt fyrir þær. Saksóknarar vísa til þess þegar starfsmaður Adams var að bóka ferð til Tyrklands og starfsmaður flugfélagsins lagði til að hann myndi gista á Four Seasons hótelinu. Starfsmaður Adams sagði það of dýrt en starfsmaður flugfélagsins spurði á móti: „Af hverju skiptir það máli? Hann er ekki að borga. Nafn hans verður ekki heldur á neinu?“ „Frábært,“ svaraði starfsmaður Adams. Í þessum samskiptum kemur einnig fram að starfsmaður borgarstjórans bað hinn um að rukka Adams um þúsund dali. Rukkunin yrði að vera trúverðug, sökum þess að fjölmiðlar væru að vakta borgarstjórann. Þá er því haldið fram að einn embættismaður í slökkviliði New York hafi sagt að Adams hafi hótað því að reka sig ef hann stæði í veg fyrir opnun ræðismannsskrifstofunnar. Adams segist ekki ætla að segja af sér. Á blaðamannafundi sem hann hélt í dag bað Adams íbúa New York borgar að vera þolinmóða og hlusta á varnir hans. Þó nokkrir háttsettir embættismenn í New York hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Þeirra á meðal eru yfirmaður lögreglunnar í New York, lögmaður borgarstjórans, yfirmaður heilbrigðissviðs og yfirmaður skólamála en það gerði hann eftir að starfsmenn FBI lögðu hald á síma hans vegna spillingarrannsóknar. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur vald til að vísa Adams úr starfi. Hún sagðist í dag vera að skoða ákærurnar gegn borgarstjóranum og íhuga málið. Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa frá árinu 2021 meðal annars skoðað hvort Adams og framboð hans hafi tekið við ólöglegum greiðslum frá yfirvöldum í Tyrklandi, áður en hann varð borgarstjóri, og það hvort Adams hafi þrýst á yfirmenn slökkviliðsins í borginni til að samþykkja opnun ræðismannsskrifstofu í borginni, þrátt fyrir áhyggjur um öryggisráðstafanir í háhýsinu. Saksóknarar sögðu á blaðamannafundi í dag að Adams hafi frá árinu 2014 tekið við gjöfum sem þessum en þá var hann æðsti kjörni fulltrúi Brooklyn í New York. Damian Williams, saksóknari, með mynd af háhýsi Tyrkja í New York.AP/Julia Demaree Nikhinson New York Times hefur eftir saksóknurum að Adams hafi reynt að hylma yfir þessar gjafir eða reynt að láta líta út fyrir að hann hefði greitt fyrir þær. Saksóknarar vísa til þess þegar starfsmaður Adams var að bóka ferð til Tyrklands og starfsmaður flugfélagsins lagði til að hann myndi gista á Four Seasons hótelinu. Starfsmaður Adams sagði það of dýrt en starfsmaður flugfélagsins spurði á móti: „Af hverju skiptir það máli? Hann er ekki að borga. Nafn hans verður ekki heldur á neinu?“ „Frábært,“ svaraði starfsmaður Adams. Í þessum samskiptum kemur einnig fram að starfsmaður borgarstjórans bað hinn um að rukka Adams um þúsund dali. Rukkunin yrði að vera trúverðug, sökum þess að fjölmiðlar væru að vakta borgarstjórann. Þá er því haldið fram að einn embættismaður í slökkviliði New York hafi sagt að Adams hafi hótað því að reka sig ef hann stæði í veg fyrir opnun ræðismannsskrifstofunnar. Adams segist ekki ætla að segja af sér. Á blaðamannafundi sem hann hélt í dag bað Adams íbúa New York borgar að vera þolinmóða og hlusta á varnir hans. Þó nokkrir háttsettir embættismenn í New York hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Þeirra á meðal eru yfirmaður lögreglunnar í New York, lögmaður borgarstjórans, yfirmaður heilbrigðissviðs og yfirmaður skólamála en það gerði hann eftir að starfsmenn FBI lögðu hald á síma hans vegna spillingarrannsóknar. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur vald til að vísa Adams úr starfi. Hún sagðist í dag vera að skoða ákærurnar gegn borgarstjóranum og íhuga málið.
Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04
Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48