Ummæli seðlabankastjóra „skringileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 12:17 Ingólfur Bender aðalhagfræðingur SA. Aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir misskilnings gæta í ummælum Seðlabankastjóra um stöðu byggingageirans og hússnæðisskort. Seðlabankastjóri tali með skringilegum hætti um áhrif hárra vaxta á greinina, líklega í tilraun til að halda verðbólguvæntingum niðri. Samtök iðnaðarins og verkalýðsfélög hafia haldið því fram að ekki sé verið að uppfylla framtíðarhúsnæðisþörf á byggingamarkaði. Í gær sagðist Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri telja umræðuna um byggingargeirann undarlega. „Það er mjög undarleg umræða sem hefur átt sér stað um byggingageirann. Í fyrsta lagi að það vanti svo mikið húsnæði alls staðar, það sé ekki byggt nóg og að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að halda aftur að byggingageiranum. Það sem við sjáum hins vegar er að það er verið að lána út á fullu. Við sjáum heldur ekki að það sé skortur á eignum á sölu,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðabankans í gær. Byggingargeirinn ekki bara í íbúðum Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir gæta ákveðins misskilnings gæta um byggingargeirann, og bendir á að um þriðjungur veltu greinarinnar komi frá byggingu íbúða. „Þannig að þegar við horfum á útlán til geirans í það heila, þá lýsir þróun þeirra ekki endilega hvernig íbúðarhlutinn er að þróast,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Líta þurfi sérstaklega til þróunar á íbúðamarkaði til að fá fram heildarmyndina. „Til að mynda í nýjustu talningu HMS á íbúðum í byggingu. Þar er samdráttur.“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Skringilegt“ Ásgeir virtist þá gefa lítið fyrir það að vaxtahækkanir héldu aftur af greininni. „Það er reyndar mjög skringilegt, því ef maður les greiningu Seðlabankans sem kom út núna samhliða þessum fundi um fjármálastöðugleika, þá kemur þar fram álit sérfræðinga bankans að stýrivextirnir hafi veruleg áhrif bæði á framboðs og eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins.“ Þetta heyri samtökin einnig frá verktökum innan sinna raða. Tilraun til að tala niður væntingar Ingólfur bendir á að hlutverk Seðlabankastjóra sé meðal annars að tala niður væntingar um verðbólguþróun. „Ég held að hann sé með þessu tali að reyna að tala verðbólguvæntingar niður.“ Aðrar leiðir séu færar til þess. „Að viðurkenna þá rót vandans og ræða þá um lausn á honum, sem er þessi framboðsvandi,“ sagði Ingólfur. Verðlag Húsnæðismál Seðlabankinn Byggingariðnaður Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Samtök iðnaðarins og verkalýðsfélög hafia haldið því fram að ekki sé verið að uppfylla framtíðarhúsnæðisþörf á byggingamarkaði. Í gær sagðist Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri telja umræðuna um byggingargeirann undarlega. „Það er mjög undarleg umræða sem hefur átt sér stað um byggingageirann. Í fyrsta lagi að það vanti svo mikið húsnæði alls staðar, það sé ekki byggt nóg og að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að halda aftur að byggingageiranum. Það sem við sjáum hins vegar er að það er verið að lána út á fullu. Við sjáum heldur ekki að það sé skortur á eignum á sölu,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðabankans í gær. Byggingargeirinn ekki bara í íbúðum Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir gæta ákveðins misskilnings gæta um byggingargeirann, og bendir á að um þriðjungur veltu greinarinnar komi frá byggingu íbúða. „Þannig að þegar við horfum á útlán til geirans í það heila, þá lýsir þróun þeirra ekki endilega hvernig íbúðarhlutinn er að þróast,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Líta þurfi sérstaklega til þróunar á íbúðamarkaði til að fá fram heildarmyndina. „Til að mynda í nýjustu talningu HMS á íbúðum í byggingu. Þar er samdráttur.“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Skringilegt“ Ásgeir virtist þá gefa lítið fyrir það að vaxtahækkanir héldu aftur af greininni. „Það er reyndar mjög skringilegt, því ef maður les greiningu Seðlabankans sem kom út núna samhliða þessum fundi um fjármálastöðugleika, þá kemur þar fram álit sérfræðinga bankans að stýrivextirnir hafi veruleg áhrif bæði á framboðs og eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins.“ Þetta heyri samtökin einnig frá verktökum innan sinna raða. Tilraun til að tala niður væntingar Ingólfur bendir á að hlutverk Seðlabankastjóra sé meðal annars að tala niður væntingar um verðbólguþróun. „Ég held að hann sé með þessu tali að reyna að tala verðbólguvæntingar niður.“ Aðrar leiðir séu færar til þess. „Að viðurkenna þá rót vandans og ræða þá um lausn á honum, sem er þessi framboðsvandi,“ sagði Ingólfur.
Verðlag Húsnæðismál Seðlabankinn Byggingariðnaður Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira