Íslenski boltinn

Svona var fundurinn fyrir tug­milljóna leikinn í Laugar­dal

Ásgeir Páll Magússon og félagar í Keflavík spila upp á sæti í Bestu deildinni á laugardaginn.
Ásgeir Páll Magússon og félagar í Keflavík spila upp á sæti í Bestu deildinni á laugardaginn. vísir/Diego

Það er gríðarlega mikið í húfi á Laugardalsvelli á laugardaginn þegar Afturelding og Keflavík mætast í úrslitaleik umspilsins í Lengjudeild karla í fótbolta.

Fulltrúar liðanna mættu á Laugardalsvöll á sérstakan kynningarfund vegna leiksins.

Afturelding getur komist upp í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögunni, og losað Mosfellsbæ við þann stimpil að vera fjölmennasta sveitarfélagið sem ekki hefur náð því.

Keflvíkingar ætla sér hins vegar að komast upp í efstu deild eftir aðeins árs veru í Lengjudeildinni, og fylgja þannig ÍBV sem vann deildina.

Í undanúrslitum umspilsins sló Afturelding út lið Fjölnis en Keflvíkingar höfðu betur gegn ÍR. 

Keflavík endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar en Afturelding í 4. sæti, með aðeins tveimur stigum minna. Keflvíkingar unnu báðar innbyrðis viðureignir liðanna, 3-0 í Keflavík og 3-1 í Mosfellsbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×