Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2024 14:01 Kínverjar skutu síðast langdrægri skotflaug í Kyrrahafið árið 1980. AP/Mark Schiefelbein Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa. Þrátt fyrir það segja talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína að um hefðbundnar æfingar sé að ræða sem hafi verið hluti af árlegum æfingum herafla Kína. Undanfarin ár hafa tilraunaskot sem þessi verið framkvæmd innan landamæra Kína og eldflaugarnar látnar lenda í Taklamakan-eyðimörkinni í Xinjiang-héraði, samkvæmt frétt BBC. Síðast létu Kínverjar skotflaug lenda í Kyrrahafinu árið 1980 og þetta er mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar staðfesta tilraunaskot með langdrægri skotflaug frá 1982. Kínverjar hafa þó gert fjölmargar æfingar með langdrægar eldflaugar og skotflaugar á undanförnum árum. Árið 2021 er talið að 135 langdrægum eldflaugum hafi verið skotið á loft frá Kína og var það oftar en í öllum öðrum ríkjum heimsins samanlagt. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi í málefnum Asíu að tilraunaskotið sé að líkindum til komið vegna aukinnar spennu milli Kína og Filippseyja, Japan og Taívan. Ráðamenn Í Taívan tilkynntu í morgun að 23 kínverskum herflugvélum hefði verið flogið við eyríkið og öllum þeirra nema einni hafi verið flogið inn í svokallað loftvarnarsvæði Taívan. Viðræður féllu í súginn Í skýrslu sem yfirvöld Í Bandaríkjunum birtu í fyrra kemur fram að talið sé að Kínverjar eigi um 500 kjarnorkuvopn og þar af séu um 350 á langdrægum skotflaugum. Talið er að kjarnorkuvopnin verði orðin þúsund fyrir árið 2030. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga níu ríki heims kjarnorkuvopn. Það eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína, Indland, Pakistan, Norður-Kórea og Ísrael. Saman eiga þessi ríki áætlaða 12.121 kjarnorkuodd og um 3.904 þeirra eru tilbúin til notkunar, með mismunandi eldflaugum eða flugvélum. Öll hin eru í geymslu. Bandaríkin eru talin eiga 5.044 kjarnorkuodda, Rússar 5.580, Bretar 225, Frakkar 290, Kínverjar 500, Indverjar 172, Pakistan 170, Norður-Kórea fimmtíu og Ísrael níutíu. Bandaríkjamenn og Kínverjar áttu fyrr á þessu ári í viðræðum um kjarnorkuvopn en ráðamenn í Kína slitu þeim vegna vopnasendinga Bandaríkjamanna til Taívan. Herafli Kína hefur gengist gífurlega uppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kína Hernaður Bandaríkin Taívan Japan Filippseyjar Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23 Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Þrátt fyrir það segja talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína að um hefðbundnar æfingar sé að ræða sem hafi verið hluti af árlegum æfingum herafla Kína. Undanfarin ár hafa tilraunaskot sem þessi verið framkvæmd innan landamæra Kína og eldflaugarnar látnar lenda í Taklamakan-eyðimörkinni í Xinjiang-héraði, samkvæmt frétt BBC. Síðast létu Kínverjar skotflaug lenda í Kyrrahafinu árið 1980 og þetta er mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar staðfesta tilraunaskot með langdrægri skotflaug frá 1982. Kínverjar hafa þó gert fjölmargar æfingar með langdrægar eldflaugar og skotflaugar á undanförnum árum. Árið 2021 er talið að 135 langdrægum eldflaugum hafi verið skotið á loft frá Kína og var það oftar en í öllum öðrum ríkjum heimsins samanlagt. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi í málefnum Asíu að tilraunaskotið sé að líkindum til komið vegna aukinnar spennu milli Kína og Filippseyja, Japan og Taívan. Ráðamenn Í Taívan tilkynntu í morgun að 23 kínverskum herflugvélum hefði verið flogið við eyríkið og öllum þeirra nema einni hafi verið flogið inn í svokallað loftvarnarsvæði Taívan. Viðræður féllu í súginn Í skýrslu sem yfirvöld Í Bandaríkjunum birtu í fyrra kemur fram að talið sé að Kínverjar eigi um 500 kjarnorkuvopn og þar af séu um 350 á langdrægum skotflaugum. Talið er að kjarnorkuvopnin verði orðin þúsund fyrir árið 2030. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga níu ríki heims kjarnorkuvopn. Það eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína, Indland, Pakistan, Norður-Kórea og Ísrael. Saman eiga þessi ríki áætlaða 12.121 kjarnorkuodd og um 3.904 þeirra eru tilbúin til notkunar, með mismunandi eldflaugum eða flugvélum. Öll hin eru í geymslu. Bandaríkin eru talin eiga 5.044 kjarnorkuodda, Rússar 5.580, Bretar 225, Frakkar 290, Kínverjar 500, Indverjar 172, Pakistan 170, Norður-Kórea fimmtíu og Ísrael níutíu. Bandaríkjamenn og Kínverjar áttu fyrr á þessu ári í viðræðum um kjarnorkuvopn en ráðamenn í Kína slitu þeim vegna vopnasendinga Bandaríkjamanna til Taívan. Herafli Kína hefur gengist gífurlega uppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla.
Kína Hernaður Bandaríkin Taívan Japan Filippseyjar Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23 Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23
Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55
Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53