Það sem við vökvum, það vex: Taktu stjórn á algóritma samfélagsmiðla og huga þínum Steindór Þórarinsson skrifar 24. september 2024 07:31 Samfélagsmiðlar eru óneitanlega stór hluti af daglegu lífi okkar í dag. Þeir hafa áhrif á hvernig við sjáum heiminn, hvernig við hugsum um okkur sjálf og hvað við trúum að sé „veruleikinn“. En það er ekki alltaf ljóst að við höfum raunveruleg áhrif á það sem við sjáum á samfélagsmiðlum. Ef þú hefur einhvern tíma velt því fyrir þér af hverju sama tegund af efni birtist aftur og aftur, þá er það vegna þess að algaritminn sér til þess að sýna þér það sem þú hefur áður sýnt áhuga. Og þá er stóra spurningin: Hvernig getum við stýrt þessu þannig að samfélagsmiðlarnir vinni með okkur, ekki á móti okkur? Hvernig virkar algóritminn? Samfélagsmiðlaalgaritmar eru hannaðir til að halda athygli okkar. Þeir fylgjast með öllu sem við „lækum“, horfum á, eða deilum og byggja á því hvað þeir birta okkur næst. Ef við eyðum miklum tíma í að skoða neikvætt efni, fréttir sem valda kvíða eða áhyggjum, munu samfélagsmiðlarnir sýna okkur meira af slíku. En góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á þessu ferli. Við getum meðvitað ákveðið hvað við viljum sjá og hvaða áhrif það hefur á huga okkar. Breyttu algóritmanum og lífi þínu Að stjórna því hvað algóritminn birtir þér er eins og að stjórna því hvernig þú hugsar. Það sem þú veitir athygli vex – og það á líka við um efni á netinu. Með því að taka meðvitaða ákvörðun um að gefa uppbyggilegu og jákvæðu efni meiri tíma, geturðu breytt því hvað samfélagsmiðlarnir sýna þér. Skref til að breyta algóritmanum þínum: Veldu að fylgjast með jákvæðu efni – Gerðu meðvitaða ákvörðun um að fylgja aðgöngum sem veita þér hvatningu, gleði og jákvæða orku. Líttu framhjá neikvæðu efni – Ef þú sérð neikvæðar fréttir eða efni sem dregur þig niður, slepptu því að smella á það og passa að eyða ekki tíma í það. Gefðu jákvæðu efni meiri athygli – Taktu frá tíma daglega til að horfa, lesa eða „lækka“ jákvætt og uppbyggjandi efni. algóritminn mun fljótlega fylgja þessu mynstri og sýna þér meira af því sem þú vilt. Jákvæð áhrif á hugarfarið Það er mikilvægt að átta sig á því að það sem við skoðum á samfélagsmiðlum getur haft bein áhrif á hvernig við upplifum okkur sjálf og heiminn. Ef við neytum stöðugt neikvæðs efnis mun það lita hugarfar okkar, skapa áhyggjur og jafnvel auka á streitu. En ef við fyllum daginn okkar með jákvæðni og innblæstri, þá sjáum við heiminn í bjartara ljósi og höfum meiri orku til að takast á við daglegar áskoranir. Lífið á netinu og utan þess Algóritmar samfélagsmiðla eru lítið öðruvísi en hugur okkar. Ef við einbeitum okkur að jákvæðni, uppbyggjandi hugmyndum og hvatningu, þá munum við sjá meira af því – bæði í „feed-inu“ okkar á samfélagsmiðlum og í raunveruleikanum. Það sem við vökvum, það vex – og þetta gildir jafnt um samskipti okkar á netinu og í daglegu lífi. Með því að velja hvað við gefum athygli getum við smám saman breytt því hvernig við sjáum heiminn og hvernig við mætum honum. Taktu stjórn á algóritma samfélagsmiðlanna þinna eins og þú myndir taka stjórn á eigin hugsunum. Veldu meðvitað það sem þú vilt sjá og fylltu daginn þinn með jákvæðni og innblæstri. Það er fyrsta skrefið í að breyta samfélagsmiðlareynslu þinni – og jafnframt skrefið í að breyta hvernig þú mætir lífinu. Höfundur er viðurkenndur markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Samfélagsmiðlar eru óneitanlega stór hluti af daglegu lífi okkar í dag. Þeir hafa áhrif á hvernig við sjáum heiminn, hvernig við hugsum um okkur sjálf og hvað við trúum að sé „veruleikinn“. En það er ekki alltaf ljóst að við höfum raunveruleg áhrif á það sem við sjáum á samfélagsmiðlum. Ef þú hefur einhvern tíma velt því fyrir þér af hverju sama tegund af efni birtist aftur og aftur, þá er það vegna þess að algaritminn sér til þess að sýna þér það sem þú hefur áður sýnt áhuga. Og þá er stóra spurningin: Hvernig getum við stýrt þessu þannig að samfélagsmiðlarnir vinni með okkur, ekki á móti okkur? Hvernig virkar algóritminn? Samfélagsmiðlaalgaritmar eru hannaðir til að halda athygli okkar. Þeir fylgjast með öllu sem við „lækum“, horfum á, eða deilum og byggja á því hvað þeir birta okkur næst. Ef við eyðum miklum tíma í að skoða neikvætt efni, fréttir sem valda kvíða eða áhyggjum, munu samfélagsmiðlarnir sýna okkur meira af slíku. En góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á þessu ferli. Við getum meðvitað ákveðið hvað við viljum sjá og hvaða áhrif það hefur á huga okkar. Breyttu algóritmanum og lífi þínu Að stjórna því hvað algóritminn birtir þér er eins og að stjórna því hvernig þú hugsar. Það sem þú veitir athygli vex – og það á líka við um efni á netinu. Með því að taka meðvitaða ákvörðun um að gefa uppbyggilegu og jákvæðu efni meiri tíma, geturðu breytt því hvað samfélagsmiðlarnir sýna þér. Skref til að breyta algóritmanum þínum: Veldu að fylgjast með jákvæðu efni – Gerðu meðvitaða ákvörðun um að fylgja aðgöngum sem veita þér hvatningu, gleði og jákvæða orku. Líttu framhjá neikvæðu efni – Ef þú sérð neikvæðar fréttir eða efni sem dregur þig niður, slepptu því að smella á það og passa að eyða ekki tíma í það. Gefðu jákvæðu efni meiri athygli – Taktu frá tíma daglega til að horfa, lesa eða „lækka“ jákvætt og uppbyggjandi efni. algóritminn mun fljótlega fylgja þessu mynstri og sýna þér meira af því sem þú vilt. Jákvæð áhrif á hugarfarið Það er mikilvægt að átta sig á því að það sem við skoðum á samfélagsmiðlum getur haft bein áhrif á hvernig við upplifum okkur sjálf og heiminn. Ef við neytum stöðugt neikvæðs efnis mun það lita hugarfar okkar, skapa áhyggjur og jafnvel auka á streitu. En ef við fyllum daginn okkar með jákvæðni og innblæstri, þá sjáum við heiminn í bjartara ljósi og höfum meiri orku til að takast á við daglegar áskoranir. Lífið á netinu og utan þess Algóritmar samfélagsmiðla eru lítið öðruvísi en hugur okkar. Ef við einbeitum okkur að jákvæðni, uppbyggjandi hugmyndum og hvatningu, þá munum við sjá meira af því – bæði í „feed-inu“ okkar á samfélagsmiðlum og í raunveruleikanum. Það sem við vökvum, það vex – og þetta gildir jafnt um samskipti okkar á netinu og í daglegu lífi. Með því að velja hvað við gefum athygli getum við smám saman breytt því hvernig við sjáum heiminn og hvernig við mætum honum. Taktu stjórn á algóritma samfélagsmiðlanna þinna eins og þú myndir taka stjórn á eigin hugsunum. Veldu meðvitað það sem þú vilt sjá og fylltu daginn þinn með jákvæðni og innblæstri. Það er fyrsta skrefið í að breyta samfélagsmiðlareynslu þinni – og jafnframt skrefið í að breyta hvernig þú mætir lífinu. Höfundur er viðurkenndur markþjálfi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun