Nasistaborði í Magdeburg til rannsóknar Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 23:32 Borðinn umræddi þar sem hvatt er til baráttu gegn útlendingum. Merki Magdeburgar í líki þess Stasi-lögreglunnar er fyrir miðju. Mynd/Twitter Þýska knattspyrnusambandið er með til athugunar borða sem stuðningsmenn Magdeburgar voru með til sýnis á leik liðsins við Karlsruhe í þýsku 2. deildinni um helgina. Borðinn er sagður hafa verið af nasískum toga. Liðin tvö gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli Magdeburgar í Þýskalandi. Í upphafi leiksins var stór borði til sýnis í heimahluta stúkunnar. Náði borðinn raunar yfir alla stúkuna þar sem blóðheitustu stuðningsmenn félagsins koma saman. Á honum sagði: „Verjið heimalandið frá erlendum fánum – haldið áfram og sýnið enga miskunn (þ. Schützt die Heimat vor fremden Fahnen - schreitet voran und habt kein Erbarmen).“ Á miðju borðans var stórt marki Magdeburgar sem hafði verið hannað í líki Stasi, alríkislögreglunnar í Austur-Þýskalandi fyrir fall Berlínarmúrsins. "Schützt die Heimat vor fremden Fahnen, Schreitet voran und habt kein Erbarmen" sind Zeilen der Nazi-Oi-Band "Rien ne va plus" aus #Magdeburg. Deren Musik erscheint auf dem Label FK-Produktion des Zwickauer Neonazis Claudio Möckel. #fcmksc https://t.co/7K30mRlskl— LSA-rechtsaussen @LSArechtsaussen@todon.eu (@LSArechtsaussen) September 22, 2024 Textinn er tilvitnun í texta lags eftir hljómsveitina Rien ne va plus sem kemur frá Magdeburg. Flest lög hljómsveitarinnar eru af svipuðum toga og segir í fréttum þýskra miðla um málið að tónlistarútgefandi í umsjón nýnasistahreyfingar sjái um útgáfu og útbreiðslu tónlistar sveitarinnar. Málið hefur verið tilkynnt til þýska knattspyrnusambandsins. Fulltrúar sambandsins munu ekki tjá sig um málið fyrr en það hefur verið tekið fyrir. Málið er á rannsóknarstigi. Magdeburg sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem sagði: „Við eigum stöðugt samtal við virka aðdáendur liðsins. Við munum ræða þetta mál opinskátt og með miklum forgangi á næstunni. Eitt er víst: 1. FC Magdeburg stendur skilyrðislaust fyrir umburðarlyndi og fjölbreytileika. Þessi gildi skipta miklu máli. okkur og móta daglegar athafnir okkar.“ Tveir Íslendingar leika fyrir handboltalið Magdeburgar, þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Liðin tvö gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli Magdeburgar í Þýskalandi. Í upphafi leiksins var stór borði til sýnis í heimahluta stúkunnar. Náði borðinn raunar yfir alla stúkuna þar sem blóðheitustu stuðningsmenn félagsins koma saman. Á honum sagði: „Verjið heimalandið frá erlendum fánum – haldið áfram og sýnið enga miskunn (þ. Schützt die Heimat vor fremden Fahnen - schreitet voran und habt kein Erbarmen).“ Á miðju borðans var stórt marki Magdeburgar sem hafði verið hannað í líki Stasi, alríkislögreglunnar í Austur-Þýskalandi fyrir fall Berlínarmúrsins. "Schützt die Heimat vor fremden Fahnen, Schreitet voran und habt kein Erbarmen" sind Zeilen der Nazi-Oi-Band "Rien ne va plus" aus #Magdeburg. Deren Musik erscheint auf dem Label FK-Produktion des Zwickauer Neonazis Claudio Möckel. #fcmksc https://t.co/7K30mRlskl— LSA-rechtsaussen @LSArechtsaussen@todon.eu (@LSArechtsaussen) September 22, 2024 Textinn er tilvitnun í texta lags eftir hljómsveitina Rien ne va plus sem kemur frá Magdeburg. Flest lög hljómsveitarinnar eru af svipuðum toga og segir í fréttum þýskra miðla um málið að tónlistarútgefandi í umsjón nýnasistahreyfingar sjái um útgáfu og útbreiðslu tónlistar sveitarinnar. Málið hefur verið tilkynnt til þýska knattspyrnusambandsins. Fulltrúar sambandsins munu ekki tjá sig um málið fyrr en það hefur verið tekið fyrir. Málið er á rannsóknarstigi. Magdeburg sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem sagði: „Við eigum stöðugt samtal við virka aðdáendur liðsins. Við munum ræða þetta mál opinskátt og með miklum forgangi á næstunni. Eitt er víst: 1. FC Magdeburg stendur skilyrðislaust fyrir umburðarlyndi og fjölbreytileika. Þessi gildi skipta miklu máli. okkur og móta daglegar athafnir okkar.“ Tveir Íslendingar leika fyrir handboltalið Magdeburgar, þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon.
Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira