Clark slegin í augað í frumraun Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 08:32 Caitlin Clark var bersýnilega þjáð eftir að hafa fengið högg í augað. Getty/M. Anthony Nesmith Eftir að hafa verið valin nýliði ársins í WNBA-deildinni í körfubolta, með fullt hús stiga, varð Caitlin Clark að sætta sig við stórt tap með Indiana Fever í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Clark fékk að vita það rétt fyrir leik gegn Connecticut Sun að hún væri nýliði ársins, en þær fréttir ættu svo sem ekki að hafa komið henni né neinum öðrum á óvart. Hún var hins vegar aðeins búin að spila 90 sekúndur af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni þegar hún fékk högg í augað frá DiJonai Carrington, sem var að reyna að stöðva sendingu frá Clark. Ekkert var dæmt á þetta en Clark virtist þjáð og þurfti smástund til að jafna sig. Caitlin Clark takes a finger to the eye, no call pic.twitter.com/lrGIIJH28R— Clark Report (@CClarkReport) September 22, 2024 Hvort sem höggið hafði einhver áhrif eða ekki þá var Clark fjarri sínu besta í fyrri hálfleiknum og klúðraði til að mynda öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Hún var aðeins með þrjú stig í hálfleik og endaði með ellefu stig og átta stoðsendingar, í 24 stiga tapi því Connecticut vann leikinn 93-69. Þetta var fyrsti leikur Indiana Fever í úrslitakeppni síðan árið 2016 en innkoma Clark hefur breytt öllu hjá liðinu. Liðið endaði þó fyrir neðan Connecticut í deildinni og vann aðeins einn af fjórum innbyrðis leikjum liðanna. Næsti leikur þeirra er á miðvikudagskvöld þar sem Connecticut getur með sigri slegið Indiana út. Wilson valin best Eins og fyrr segir var Clark valin nýliði ársins en það var hins vegar A‘ja Wilson sem var valin leikmaður ársins, og hlaut hún einnig fullt hús atkvæða, auk þess að vera valin verðmætasti leikmaðurinn, eða MVP, eftir að hafa orðið í 3. sæti í fyrra. Wilson átti sinn þátt í 78-67 sigri Las Vegas Aces á Seattle Storm í gær. Wilson skoraði 21 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Önnur úrslit voru þau að Minnesota Lynx vann Phoenix Mercury, 102-95, og New York Liberty vann Atlanta Dream, 83-69. Körfubolti Tengdar fréttir Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Clark fékk að vita það rétt fyrir leik gegn Connecticut Sun að hún væri nýliði ársins, en þær fréttir ættu svo sem ekki að hafa komið henni né neinum öðrum á óvart. Hún var hins vegar aðeins búin að spila 90 sekúndur af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni þegar hún fékk högg í augað frá DiJonai Carrington, sem var að reyna að stöðva sendingu frá Clark. Ekkert var dæmt á þetta en Clark virtist þjáð og þurfti smástund til að jafna sig. Caitlin Clark takes a finger to the eye, no call pic.twitter.com/lrGIIJH28R— Clark Report (@CClarkReport) September 22, 2024 Hvort sem höggið hafði einhver áhrif eða ekki þá var Clark fjarri sínu besta í fyrri hálfleiknum og klúðraði til að mynda öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Hún var aðeins með þrjú stig í hálfleik og endaði með ellefu stig og átta stoðsendingar, í 24 stiga tapi því Connecticut vann leikinn 93-69. Þetta var fyrsti leikur Indiana Fever í úrslitakeppni síðan árið 2016 en innkoma Clark hefur breytt öllu hjá liðinu. Liðið endaði þó fyrir neðan Connecticut í deildinni og vann aðeins einn af fjórum innbyrðis leikjum liðanna. Næsti leikur þeirra er á miðvikudagskvöld þar sem Connecticut getur með sigri slegið Indiana út. Wilson valin best Eins og fyrr segir var Clark valin nýliði ársins en það var hins vegar A‘ja Wilson sem var valin leikmaður ársins, og hlaut hún einnig fullt hús atkvæða, auk þess að vera valin verðmætasti leikmaðurinn, eða MVP, eftir að hafa orðið í 3. sæti í fyrra. Wilson átti sinn þátt í 78-67 sigri Las Vegas Aces á Seattle Storm í gær. Wilson skoraði 21 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Önnur úrslit voru þau að Minnesota Lynx vann Phoenix Mercury, 102-95, og New York Liberty vann Atlanta Dream, 83-69.
Körfubolti Tengdar fréttir Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03