Óásættanlegt að vísa NPA-vandanum alfarið til sveitarfélaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. september 2024 20:50 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir fatlað fólk með NPA-samninga ekki geta beðið lengur eftir þjónustu en að það sé óásættanlegt að ríkið vísi málinu alfarið til sveitarfélaganna og á þá við ummæli félagsmálaráðherra frá í dag. Heiða Björg Heimisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að bæði sveitarfélög og ríki þurfi að taka ábyrgð á bágri stöðu í málaflokknum og að brýnt sé að komast að samkomulagi sem allra fyrst. Málaflokkurinn ekki fjármagnaður „Það er alveg ljóst, og öllum ljóst, að málaflokkurinn er ekki fjármagnaður og það fjármagn sem fylgdi til sveitarfélaganna með málaflokknum hafa ekki dugað og það er eitthvað sem við þurfum að laga og breyta og það er vel hægt,“ segir Heiða en samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögum 75 prósent. Í samtali við fréttastofu í dag segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra að ríkið hafi fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. Hann sé sammála því að ekki sé ásættanlegt að fólk sé fast á biðlistum árum saman en að hann vonist til þess að fjármögnunarvandi sveitarfélaganna leysist. Samkomulag á eftir áætlun Ekki hefur borist til tals að auka framlag ríkisins til NPA-samninga en ráðuneytið hefur verið í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið að sögn ráðherra. „Við erum með fjóra hópa nú í gangi sem eru að horfa í framtíðina. Í lok síðasta árs náðum við að semja um fortíðina, fram til loka ársins 2021, þar sem sveitarfélögin hafa lagt mun meira fjármagn í þá þjónustu sem fatlað fólk er að fá þar sem NPA er ein af þeim þjónustuleiðum sem stendur fötluðu fólki til boða,“ segir Heiða Björg. „Við sammæltumst um það þá að við myndum ljúka framhaldinu fyrir lok þessa árs. Það var miðað við júní, nú er kominn september. Ég veit að það er tilbúin skýrsla og ég er tilbúin til að setjast niður hvenær sem er og sitja eins lengi og þarf til þess að ræða okkur niður á einhverja niðurstöðu.“ Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Heiða Björg Heimisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að bæði sveitarfélög og ríki þurfi að taka ábyrgð á bágri stöðu í málaflokknum og að brýnt sé að komast að samkomulagi sem allra fyrst. Málaflokkurinn ekki fjármagnaður „Það er alveg ljóst, og öllum ljóst, að málaflokkurinn er ekki fjármagnaður og það fjármagn sem fylgdi til sveitarfélaganna með málaflokknum hafa ekki dugað og það er eitthvað sem við þurfum að laga og breyta og það er vel hægt,“ segir Heiða en samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögum 75 prósent. Í samtali við fréttastofu í dag segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra að ríkið hafi fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. Hann sé sammála því að ekki sé ásættanlegt að fólk sé fast á biðlistum árum saman en að hann vonist til þess að fjármögnunarvandi sveitarfélaganna leysist. Samkomulag á eftir áætlun Ekki hefur borist til tals að auka framlag ríkisins til NPA-samninga en ráðuneytið hefur verið í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið að sögn ráðherra. „Við erum með fjóra hópa nú í gangi sem eru að horfa í framtíðina. Í lok síðasta árs náðum við að semja um fortíðina, fram til loka ársins 2021, þar sem sveitarfélögin hafa lagt mun meira fjármagn í þá þjónustu sem fatlað fólk er að fá þar sem NPA er ein af þeim þjónustuleiðum sem stendur fötluðu fólki til boða,“ segir Heiða Björg. „Við sammæltumst um það þá að við myndum ljúka framhaldinu fyrir lok þessa árs. Það var miðað við júní, nú er kominn september. Ég veit að það er tilbúin skýrsla og ég er tilbúin til að setjast niður hvenær sem er og sitja eins lengi og þarf til þess að ræða okkur niður á einhverja niðurstöðu.“
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20
Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03
Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent