„Endum leikinn sem betra liðið“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 22. september 2024 17:22 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Pawel Vestri sóttu eitt stig á Meistaravelli í dag er liðið heimsótti KR í fyrstu umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir frábæran seinni hálfleik. Davið Smári Lamude þjálfari Vestra hafði blendnar tilfinningar eftir leik þar sem hans lið jafnaði leikinn tvisvar eftir að hafa lent undir. „Tilfinningin núna er beggja blands. Er svekktur en er mjög ánægður með mitt lið. Sýndum mikinn karakter í dag. Lendum tvisvar undir og komum til baka í bæði skiptin. Endum leikinn sem betra liðið.“ Vestri skoraði tvö mörk í seinni hálfleik en KR var mun meira með boltann. Þrátt fyrir það fannst Davíð Smára liði stýra leiknum í seinni hálfleik. „Við fórum illa með boltann í fyrri hálfleik og vildum helst losa okkur við hann. Við vorum öllu hugrakkari í seinni hálfleik og héldum boltanum töluvert betur. Færðum liðið þá ofar og vorum aðeins minna að sækja bara með skyndisóknum. Heilt yfir er ég gríðarlega stoltur af liðinu.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðuna: „Kannski heilt yfir ekkert alltof sáttur með varnarleikinn. Mér fannst mörkin bæði sem KR skorar vera ódýr og það er ólíkt okkur. Ofboðslega sáttur við Vestraliðið í dag. Þetta er búið að vera brekka frá byrjun móts og liðið er gríðarlega sterkt andlega. Við vorum alltaf búnir undir það að þurfa að fara þessa löngu og erfiðu brekku. Mér finnst liðið bara á góðum stað til að takast á við þessa leiki sem framundan eru.“ Vestri skoraði tvö mörk í dag en hafa verið í vandræðum með að skora uppá síðkastið. Davíð tók undir þá staðhæfingu blaðamanns að Vestri þyrfti mörg færi til að skora mörkin og bætti við: „Ofboðslega svekkjandi að skora ekki úr færinu hérna í lokin sem Andri Rúnar fær. Það hefði verið alveg til að toppa þennan leik. Það er bara áfram í þessu og getum ekki beðið eftir næsta leik.“ sagði Davíð og bætti við um framhaldið: „Það er bara áfram gakk. Það eru fjórir leikir eftir og nóg af stigum í boði þannig við erum bara tilbúnir í það.“ Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Davið Smári Lamude þjálfari Vestra hafði blendnar tilfinningar eftir leik þar sem hans lið jafnaði leikinn tvisvar eftir að hafa lent undir. „Tilfinningin núna er beggja blands. Er svekktur en er mjög ánægður með mitt lið. Sýndum mikinn karakter í dag. Lendum tvisvar undir og komum til baka í bæði skiptin. Endum leikinn sem betra liðið.“ Vestri skoraði tvö mörk í seinni hálfleik en KR var mun meira með boltann. Þrátt fyrir það fannst Davíð Smára liði stýra leiknum í seinni hálfleik. „Við fórum illa með boltann í fyrri hálfleik og vildum helst losa okkur við hann. Við vorum öllu hugrakkari í seinni hálfleik og héldum boltanum töluvert betur. Færðum liðið þá ofar og vorum aðeins minna að sækja bara með skyndisóknum. Heilt yfir er ég gríðarlega stoltur af liðinu.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðuna: „Kannski heilt yfir ekkert alltof sáttur með varnarleikinn. Mér fannst mörkin bæði sem KR skorar vera ódýr og það er ólíkt okkur. Ofboðslega sáttur við Vestraliðið í dag. Þetta er búið að vera brekka frá byrjun móts og liðið er gríðarlega sterkt andlega. Við vorum alltaf búnir undir það að þurfa að fara þessa löngu og erfiðu brekku. Mér finnst liðið bara á góðum stað til að takast á við þessa leiki sem framundan eru.“ Vestri skoraði tvö mörk í dag en hafa verið í vandræðum með að skora uppá síðkastið. Davíð tók undir þá staðhæfingu blaðamanns að Vestri þyrfti mörg færi til að skora mörkin og bætti við: „Ofboðslega svekkjandi að skora ekki úr færinu hérna í lokin sem Andri Rúnar fær. Það hefði verið alveg til að toppa þennan leik. Það er bara áfram í þessu og getum ekki beðið eftir næsta leik.“ sagði Davíð og bætti við um framhaldið: „Það er bara áfram gakk. Það eru fjórir leikir eftir og nóg af stigum í boði þannig við erum bara tilbúnir í það.“
Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira