Tjóðraði móður sína við stól til að drepa eiginmann sinn Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 10:10 Minnisvarði við skólann þar sem hinn fjórtán ára gamli Colt Grey er sakaður um að hafa skotið fjóra til bana. AP/Mike Stewart Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum hefur verið ákærð fyrir ofbeldi í garð aldraðar móður sinnar. Ákærurnar tengjast ekki skotárásinni þegar hinn fjórtán ára gamli Colt Gray fór með riffil í skólann og skaut tvo kennara og tvo samnemendur sína. Marcee Gray, sem er 43 ára gömul, er meðal annars ákærð fyrir að hafa tjóðrað 74 ára móður sína við stól og skilið hana eftir þannig. Héraðsmiðlar segja að enginn hafi fundið Deborah Polhamus, móðurina, í nærri því heilan dag. Í lögregluskýrslu segir að Gray hafi orðið reið yfir því að móðir hennar vildi ekki fara með henni heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, því Gray sagðist ætla að myrða hann. Ekki liggur fyrir af hverju. Þetta atvik er sagt hafa átt sér stað í nóvember í fyrra. Gray tók síma móður sinnar tjóðraði hana við stól með límbandi og skildi hana síðan eftir eina á meðan hún fór heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, sem bjó með syni þeirra og tveimur öðrum börnum í nærliggjandi sýslu. Þar er Gray sögð hafa valdið skemmdum en hún var handtekinn tveimur dögum síðar og dæmd til 45 daga fangelsisvistar vegna skemmdarverka og fara inn á lóð annarra í leyfisleysi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann hafði þá sent henni skilaboð þar sem hann sagði að honum þætti þetta leitt. Gray er sögð hafa varað við „bráðri neyð“ rétt áður en sonur hennar hóf skotárásina. Sjá einnig: Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Marcee Gray stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist, verði hún fundin sek í öllum ákæruliðum. Colin Gray, faðir Colt, hefur einnig verið ákærður vegna árásarinnar en hann er sakaður um að hafa veitt syni sínum aðgang að rifflinum sem hann notaði til árásarinnar. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Marcee Gray, sem er 43 ára gömul, er meðal annars ákærð fyrir að hafa tjóðrað 74 ára móður sína við stól og skilið hana eftir þannig. Héraðsmiðlar segja að enginn hafi fundið Deborah Polhamus, móðurina, í nærri því heilan dag. Í lögregluskýrslu segir að Gray hafi orðið reið yfir því að móðir hennar vildi ekki fara með henni heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, því Gray sagðist ætla að myrða hann. Ekki liggur fyrir af hverju. Þetta atvik er sagt hafa átt sér stað í nóvember í fyrra. Gray tók síma móður sinnar tjóðraði hana við stól með límbandi og skildi hana síðan eftir eina á meðan hún fór heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, sem bjó með syni þeirra og tveimur öðrum börnum í nærliggjandi sýslu. Þar er Gray sögð hafa valdið skemmdum en hún var handtekinn tveimur dögum síðar og dæmd til 45 daga fangelsisvistar vegna skemmdarverka og fara inn á lóð annarra í leyfisleysi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann hafði þá sent henni skilaboð þar sem hann sagði að honum þætti þetta leitt. Gray er sögð hafa varað við „bráðri neyð“ rétt áður en sonur hennar hóf skotárásina. Sjá einnig: Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Marcee Gray stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist, verði hún fundin sek í öllum ákæruliðum. Colin Gray, faðir Colt, hefur einnig verið ákærður vegna árásarinnar en hann er sakaður um að hafa veitt syni sínum aðgang að rifflinum sem hann notaði til árásarinnar.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira