Lögreglumenn í veikindaleyfi vegna þungra mála Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. september 2024 20:56 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Arnar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn farna að nýta sér sálfræðiúrræði í auknum mæli en að verkefni undafarinna mánuða hvíli þungt á mörgum. „Það er þannig þegar lögreglumenn koma á vettvang að þá tekur þetta þungt á fólk. Þó það vinni sín verk á vettvangi kemur áfallið gjarnan seinna. Þegar maður kemur heim og hittir börnin sín eða fer að hugsa betur um þetta,“ segir Fjölnir. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að dæmi séu um að lögreglumenn hafi farið í veikindaleyfi vegna þungra mála sem komið hafa upp að undanförnu. Þremur börnum hefur verið ráðinn bani í ár ásamt fjórum fullorðnum. Fjölnir segist verða var við það að slík mál ýfi upp gömul sár. Lögreglumenn nýti sér sálfræðiaðstoð „Maður verður var við það á lögreglustöðinni að fólk fer þá að rifja upp gömul mál. Þetta ýtir við einhverju sem hefur komið fyrir áður. Ég hef heyrt það að það er mikið viðrunarfundi núna. Það er verið að hjálpa lögreglumönnum og lögreglumenn eru að leita sér þeirrar sálfræðiaðstoðar sem er í boði,“ segir hann. Eru þeir að leita sér stuðnings? „Hann er í boði. Það hefur verið gert mikið átak í þessu hjá lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri útvegar öllum lögreglumönnum sálfræðitíma sem vilja og það eru reglulegir viðrunarfundir. Ég held að lögreglumenn séu farnir að nýta sér þetta mjög mikið og vonandi eru fáir sem byrgja inni sín vandamál,“ segir Fjölnir. Átak dugi ekki Fjölnir segir átak til að sporna við vopnaburði ungmenna ekki duga eitt og sér heldur þurfi að bregðast kerfisbundið við stöðunni sem uppi er komin. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á öllum þessum átökum sem þjóðin fer sífellt í ef eitthvað kemur upp á þá ætlum við að gera þetta í einu átaki á tveimur, þremur mánuðum,“ segir hann. „En ég held að ef við skoðum þessi mál þá er greinilega eitthvað að í heilbrigðisþjónustunni hjá okkur. Ég held að við getum tengt þetta við geðræn vandamál og vanlíðan fólks. Þetta er ekki allt vopnaburður ungmenna.“ Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Það er þannig þegar lögreglumenn koma á vettvang að þá tekur þetta þungt á fólk. Þó það vinni sín verk á vettvangi kemur áfallið gjarnan seinna. Þegar maður kemur heim og hittir börnin sín eða fer að hugsa betur um þetta,“ segir Fjölnir. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að dæmi séu um að lögreglumenn hafi farið í veikindaleyfi vegna þungra mála sem komið hafa upp að undanförnu. Þremur börnum hefur verið ráðinn bani í ár ásamt fjórum fullorðnum. Fjölnir segist verða var við það að slík mál ýfi upp gömul sár. Lögreglumenn nýti sér sálfræðiaðstoð „Maður verður var við það á lögreglustöðinni að fólk fer þá að rifja upp gömul mál. Þetta ýtir við einhverju sem hefur komið fyrir áður. Ég hef heyrt það að það er mikið viðrunarfundi núna. Það er verið að hjálpa lögreglumönnum og lögreglumenn eru að leita sér þeirrar sálfræðiaðstoðar sem er í boði,“ segir hann. Eru þeir að leita sér stuðnings? „Hann er í boði. Það hefur verið gert mikið átak í þessu hjá lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri útvegar öllum lögreglumönnum sálfræðitíma sem vilja og það eru reglulegir viðrunarfundir. Ég held að lögreglumenn séu farnir að nýta sér þetta mjög mikið og vonandi eru fáir sem byrgja inni sín vandamál,“ segir Fjölnir. Átak dugi ekki Fjölnir segir átak til að sporna við vopnaburði ungmenna ekki duga eitt og sér heldur þurfi að bregðast kerfisbundið við stöðunni sem uppi er komin. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á öllum þessum átökum sem þjóðin fer sífellt í ef eitthvað kemur upp á þá ætlum við að gera þetta í einu átaki á tveimur, þremur mánuðum,“ segir hann. „En ég held að ef við skoðum þessi mál þá er greinilega eitthvað að í heilbrigðisþjónustunni hjá okkur. Ég held að við getum tengt þetta við geðræn vandamál og vanlíðan fólks. Þetta er ekki allt vopnaburður ungmenna.“
Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira