Repúblikanar áhyggjufullir vegna „svarta nasistans“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2024 13:54 Mark Robinson var ekki að vegna vel í Norður-Karólínu áður en hann var bendlaður við ýmis umdeild ummæli á spjallþræði klámsíðu. AP/Matt Rourke Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafa áhyggjur af því að þeir muni tapa öllum þeim árangri sem náðst hafi í ríkinu á undanförnum árum og að framboð hans muni koma niður á flokknum í komandi forsetakosningum. Er það vegna Mark Robinson, frambjóðenda þeirra til embættis ríkisstjóra en hann var nýverið sakaður um að hafa látið falla mjög svo umdeild ummæli á spjallborði klámsíðu. Meðal þess sem Robinson er sagður hafa sagt þar er að hann vildi endurvekja þrælahald og lýsti hann sér sem „svörtum nasista“, svo eitthvað sé nefnt. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson sem hefur ekki verið að standa sig vel í skoðanakönnunum. CNN vakti athygli á ummælunum og sagði þau koma frá Robinson en ummælin tengjast póstfangi sem Robinson hefur notað annars staðar á netinu og persónulegar upplýsingar sem hann gaf upp á klámsíðunni stemma við hann. Robinson, sem á sér langa sögu umdeildra ummæla, hefur neitað þessum ásökunum og hafa ummælin verið fjarlægð af síðunni „Nakin Afríka“. Sjá einnig: Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu AP fréttaveitan segir frá því að forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafi hvatt Robinson til að stíga til hliðar en hann segir það ekki koma til greina. Ríkið er eitt af sjö mikilvægustu ríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember en nánast enginn munur hefur mælst á Kamölu Harris og Trump í könnunum þar. Óvinsældir Robinson gætu komið niður á Donald Trump í Norður-Karólínu, þar sem lítill sem enginn munur hefur mælst á fylgi hans og Kamölu Harris.AP/Evan Vucci Óttast um aukin meirihluta Árið 2013 náðu Repúblikanar tökum á báðum deildum ríkisþings Norður-Karólínu og embætti ríkisstjóra. Síðan þá hafa Repúblikanar gert umfangsmiklar breytingar í ríkinu og breytt leikreglunum þar sér í hag. Þeir hafa meðal annars teiknað upp kjördæmin til að herða tök sín á þingdeildunum og Hæstarétti Norður-Karólínu, sem gerði Repúblikönum kleift að gera enn frekari breytingar á kjördæmum. Demókrati var kjörinn ríkisstjóri árið 2016 en með breyttum kjördæmum náðu Repúblikanar auknum meirihluta á þingi, sem þeir notuðu til að banna þungunarrof eftir tólf vikur, sem er áður en margar konur vita að þær eru óléttar, þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórans. Repúblikanar höfðu bundið miklar vonir við að ná ríkisstjóraembættinu aftur á þessu ári, samkvæmt frétt New York Times. Robinson hefur komið illa út úr skoðanakönnunum og eru Repúblikanar hættir að láta sig dreyma um að ná tökum á embætti ríkisstjóra aftur að þessu sinni. Þeir óttast þó að óvinsældir Robinson muni hafa áhrif á aðra frambjóðendur og að slæmt gengi gæti kostað flokkinn aukin meirihluta og þannig gæti ríkisstjóri frá Demókrataflokknum beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum frá þeim. Trump hefur ekki dregið stuðning sinn við Robinson til baka en þó er búið að tilkynna að ríkisstjóraframbjóðandinn verði ekki með Trump þegar hann heimsækir Norður-Karólínu í dag. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07 Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19 Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Meðal þess sem Robinson er sagður hafa sagt þar er að hann vildi endurvekja þrælahald og lýsti hann sér sem „svörtum nasista“, svo eitthvað sé nefnt. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson sem hefur ekki verið að standa sig vel í skoðanakönnunum. CNN vakti athygli á ummælunum og sagði þau koma frá Robinson en ummælin tengjast póstfangi sem Robinson hefur notað annars staðar á netinu og persónulegar upplýsingar sem hann gaf upp á klámsíðunni stemma við hann. Robinson, sem á sér langa sögu umdeildra ummæla, hefur neitað þessum ásökunum og hafa ummælin verið fjarlægð af síðunni „Nakin Afríka“. Sjá einnig: Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu AP fréttaveitan segir frá því að forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafi hvatt Robinson til að stíga til hliðar en hann segir það ekki koma til greina. Ríkið er eitt af sjö mikilvægustu ríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember en nánast enginn munur hefur mælst á Kamölu Harris og Trump í könnunum þar. Óvinsældir Robinson gætu komið niður á Donald Trump í Norður-Karólínu, þar sem lítill sem enginn munur hefur mælst á fylgi hans og Kamölu Harris.AP/Evan Vucci Óttast um aukin meirihluta Árið 2013 náðu Repúblikanar tökum á báðum deildum ríkisþings Norður-Karólínu og embætti ríkisstjóra. Síðan þá hafa Repúblikanar gert umfangsmiklar breytingar í ríkinu og breytt leikreglunum þar sér í hag. Þeir hafa meðal annars teiknað upp kjördæmin til að herða tök sín á þingdeildunum og Hæstarétti Norður-Karólínu, sem gerði Repúblikönum kleift að gera enn frekari breytingar á kjördæmum. Demókrati var kjörinn ríkisstjóri árið 2016 en með breyttum kjördæmum náðu Repúblikanar auknum meirihluta á þingi, sem þeir notuðu til að banna þungunarrof eftir tólf vikur, sem er áður en margar konur vita að þær eru óléttar, þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórans. Repúblikanar höfðu bundið miklar vonir við að ná ríkisstjóraembættinu aftur á þessu ári, samkvæmt frétt New York Times. Robinson hefur komið illa út úr skoðanakönnunum og eru Repúblikanar hættir að láta sig dreyma um að ná tökum á embætti ríkisstjóra aftur að þessu sinni. Þeir óttast þó að óvinsældir Robinson muni hafa áhrif á aðra frambjóðendur og að slæmt gengi gæti kostað flokkinn aukin meirihluta og þannig gæti ríkisstjóri frá Demókrataflokknum beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum frá þeim. Trump hefur ekki dregið stuðning sinn við Robinson til baka en þó er búið að tilkynna að ríkisstjóraframbjóðandinn verði ekki með Trump þegar hann heimsækir Norður-Karólínu í dag.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07 Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19 Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07
Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19
Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16