Bræður heiðraðir á 100 ára starfsafmæli: „Einfalt, þægilegt og engin keppni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2024 20:30 Bræðurnir Jón Gils og Steindór Óli Ólasynir hafa starfað hjá sama fyrirtæki síðan 1974. Vísir/Ívar Bræðurnir sem saman fagna hundrað ára starfsafmæli hjá sama fyrirtæki segja samstarfið hafa verið einfalt, þægilegt og laust við keppni í þá hálfu öld sem þeir hafa verið samstarfsfélagar. Það hafi sjaldan eða aldrei hvarflað að þeim að skipta um vinnu. Bræðrunum Steindóri Óla og Jóni Gils Ólasonum var vel fagnað á vinnusvæði Ístaks í Svartsengi í dag. Þeir hafa báðir starfað hjá fyrirtækinu í fimmtíu ár og voru heiðraðir af því tilefni í dag. „Það hefur verið lítið mál. Bara mjög einfalt, þægilegt og engin keppni,“ segir Jón Gils, spurður hvernig hafi gengið að vinna saman í öll þessi ár. Slógu í gegn í Hvalfjarðargöngum Þótt bræðurnir séu ef til vill ekki mikið gefnir fyrir kastljós fjölmiðla prýddu þeir forsíðu DV þann 3. október 1997. Um nóttina höfðu þeir bræður mæst miðja vegu í Hvalfjarðargöngunum þegar þau voru opnuð í gegn, fimm mánuðum á undan áætlun. „Þetta er nóttin áður en formlegt gegnumskot átti sér stað. Þá kom þarna einhver blaðasnápur og tók af okkur mynd sem ekki átti að fara í loftið,“ rifjar Steindór Óli upp, en þeim var afhent innrammað eintak af myndinni í tilefni áfanga hundrað ára starfsafmælisins í dag. Forsíðumyndin sem Þorvaldur Örn Kristmundsson ljósmyndari tók var síðan valin fréttamynd ársins 1997. Bræðurnir hafa sinnt óteljandi verkefnum í gegnum tíðina, en um þessar mundir verkstýrir Steindór til að mynda gerð varnargarða við Grindavík. Spurðir hvað hafi staðið upp úr á löngum ferli segja þeir erfitt að velja eitthvað eitt. Það var faðir þeirra sem einnig starfaði hjá fyrirtækinu sem skaffaði þeim vinnu á sínum tíma árið 1974, og þá var ekki aftur snúið. Feðgarnir eru heldur ekki þeir einu í fjölskyldunni sem hafa starfað hjá Ístak, en bæði eiginkona og tveir synir Steindórs Óla starfa einnig hjá fyrirtækinu. Hvarflaði einhvern tímann að ykkur að prófa eitthvað annað? „Ég sótti einhvern tímann um hjá öðrum en þeir höfnuðu mér allir,“ svarar Steindór. Jón Gils segist sjálfur ekki hafa séð ástæðu til að leita annað. „Það voru einhver tilboð í gangi á einhverjum tímapunkti en maður hugsaði það mjög stutt. Og svo hélt maður bara áfram,“ segir Jón Gils. Tímamót Byggingariðnaður Grindavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Bræðrunum Steindóri Óla og Jóni Gils Ólasonum var vel fagnað á vinnusvæði Ístaks í Svartsengi í dag. Þeir hafa báðir starfað hjá fyrirtækinu í fimmtíu ár og voru heiðraðir af því tilefni í dag. „Það hefur verið lítið mál. Bara mjög einfalt, þægilegt og engin keppni,“ segir Jón Gils, spurður hvernig hafi gengið að vinna saman í öll þessi ár. Slógu í gegn í Hvalfjarðargöngum Þótt bræðurnir séu ef til vill ekki mikið gefnir fyrir kastljós fjölmiðla prýddu þeir forsíðu DV þann 3. október 1997. Um nóttina höfðu þeir bræður mæst miðja vegu í Hvalfjarðargöngunum þegar þau voru opnuð í gegn, fimm mánuðum á undan áætlun. „Þetta er nóttin áður en formlegt gegnumskot átti sér stað. Þá kom þarna einhver blaðasnápur og tók af okkur mynd sem ekki átti að fara í loftið,“ rifjar Steindór Óli upp, en þeim var afhent innrammað eintak af myndinni í tilefni áfanga hundrað ára starfsafmælisins í dag. Forsíðumyndin sem Þorvaldur Örn Kristmundsson ljósmyndari tók var síðan valin fréttamynd ársins 1997. Bræðurnir hafa sinnt óteljandi verkefnum í gegnum tíðina, en um þessar mundir verkstýrir Steindór til að mynda gerð varnargarða við Grindavík. Spurðir hvað hafi staðið upp úr á löngum ferli segja þeir erfitt að velja eitthvað eitt. Það var faðir þeirra sem einnig starfaði hjá fyrirtækinu sem skaffaði þeim vinnu á sínum tíma árið 1974, og þá var ekki aftur snúið. Feðgarnir eru heldur ekki þeir einu í fjölskyldunni sem hafa starfað hjá Ístak, en bæði eiginkona og tveir synir Steindórs Óla starfa einnig hjá fyrirtækinu. Hvarflaði einhvern tímann að ykkur að prófa eitthvað annað? „Ég sótti einhvern tímann um hjá öðrum en þeir höfnuðu mér allir,“ svarar Steindór. Jón Gils segist sjálfur ekki hafa séð ástæðu til að leita annað. „Það voru einhver tilboð í gangi á einhverjum tímapunkti en maður hugsaði það mjög stutt. Og svo hélt maður bara áfram,“ segir Jón Gils.
Tímamót Byggingariðnaður Grindavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira