Ómarktæk skoðanakönnun Marinó G. Njálsson skrifar 20. september 2024 10:02 Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Hvað er á átt við með "aukinni"? Er það 1 MW frá einni smávirkjun eða 10.000 MW frá 1.000 virkjunum af öllum stærðum og tegundum? Hvaða virkjunarkostir skila grænni orkuframleiðslu? Hvar mega þessar virkjanir vera? Hverjum á að selja þessa raforku? Verður almenningi tryggður forgangur að orkunni? Það hefði alveg eins mátt spyrja: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði fleiri sólardagar?" Ég er viss um að yfir 97% aðspurðra hefðu sagst vera "Mjög hlynnt(ur)" eða "Frekar hlynnt(ur)". En hvað, ef spurt hefði verið: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að fá 200 fleiri sólardaga án rigningar?" Nú er ég nokkuð viss um að stór hluti hefði verið "Mjög andvíg(ur)" og mjög fáir "Mjög hlynnt(ur)", enda hefði það í för með sér gríðarlega þurrka svo hér myndu öll vatnsból þorna upp. Að spyrja án afmörkunar um aukningu grænnar orkuframleiðslu er í besta falli vandræðalegt. Komið var á ferli hér á landi fyrir ca. 15 árum, Rammaáætlun, þar sem virkjunarkostir eru metnir og þeim raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Það ferli er bara alveg ágætt. Fullt af virkjunarkostum eru í nýtingarflokki, en einnig hafa margir farið í verndarflokk, vegna þess að náttúran var talin eiga að njóta vafans. Þessu ferli er ætlað að tryggja að hægt verði að reisa virkjanir og verða við þessum vilja þjóðarinnar um meiri framleiðslu á grænni orku. Leyfum þessu ferli að hafa sinn gang. Því er ætlað að tryggja jafnvægi milli nýtingar og verndar. Ég sé að nýjar virkjanir eru gjarnan tengdar við hagvöxt. „Á hverju eigum við að lifa, ef við fáum ekki virkjanir?“, sá ég einn segja. Eins og virkjanir hafi skapað hagvöxtinn síðustu 10 ára sem Seðlabankinn er gjörsamlega að fara á taugum yfir. Á síðustu 10 árum hefur verg landsframleiðsla farið á föstu verðlagi úr 2.175 ma.kr. árið 2013 í 3.066 ma.kr. árið 2023 eða 40,9% hækkun. (Upplýsingar fengnar af vef Hagstofu.) Þetta gerir rétt tæplega 3,5% hagvöxt á ári yfir þetta tímabil, en á því voru teknar í notkun þrjár stórar virkjanir, þ.e. Búðarhálsvirkjun árið 2013 (95 MW), Þeistareykjavirkjun árið 2017 (90 MW) og Búrfellsvirkjun II árið 2019 (100 MW). Með þeim óx orkuvinnslugeta virkjanakerfisins um ca. 11%. eða rétt ríflega 1/4 af hagvextinum. Greinilegt er því, að stærsti hluti hagvaxtarins kom líklega annars staðar frá. Virkjanir mynda ekki hagvöxt í sjávarútvegi. Þær mynda ekki hagvöxt í ferðaþjónustu. Þær eru ekki grunnurinn að hagvexti sem komið hefur frá Alvotech, Íslenskri erfðagreiningu, Össuri, Marel, eða því fyrirtæki sem núna heitir Coloplast. Að framleiða raforku, sem að mestu fer til örfárra aðila, er ekki grunnurinn að hagvexti síðustu ára. Grunnurinn að hagvexti síðustu ára er hjá þeim hluta þjóðfélagsins, sem notar innan við 15% af raforku framleiddri á Íslandi. Fyrir utan, að allar þær virkjanir sem eru í blautustu draumum virkjunarsinna, myndu kalla á að vextir Seðlabankans færu í 20%, því verðbólga færi örugglega í 15%. Kannski að Gallup hefði átt að spyrja: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef því fylgir hækkun stýrivaxta í 20% og verðbólgu í 15% yfir 10 ára tímabil?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu í vindorkuverum reistum innan byggðar á höfuðborgarsvæðinu?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að Gullfoss og Dettifoss verði virkjaðir?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að reistar yrðu 1.000 virkjanir um allt land?“ Eða á spurningin kannski að vera: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að reistar verði 4-5 stórar virkjanir á næstu 10 árum til að auka græna orkuframleiðslu á Íslandi og fylgt er ferli Rammaáætlunar við val á virkjunarkostum?“ (Auðvitað er ekki hægt spyrja svona flókinna spurninga í skoðanakönnun, en heldur ekki spurningar sem ljóst er að nær allir svari á sama veg vegna þess hve opin hún er.) Spyrjum réttra spurninga og sjáum hver svörin verða. Pössum okkur síðan á, að við meinum það sem við segjum, en gefum ekki ráðherra eitthvað vald sem við ætluðum ekki að gefa. Sem stendur er náttúrugláp að gefa okkur mun meiri tekjur en útflutningur áls og álafurða. Mér sýnist af því, að hagsmunir ferðaþjónustunnar séu mikilvægari fyrir land og þjóð, en hagsmunir þeirra sem vilja virkja. Tek skýrt fram, að ég hef ekkert á móti nýjum virkjunum hafi þær farið í gegn um það ferli sem komið hefur verið á hér á landi, þ.e. Rammaáætlun. Ég er hins vegar náttúruverndarsinni og vil hag náttúrunnar sem mestan. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanakannanir Orkumál Marinó G. Njálsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Hvað er á átt við með "aukinni"? Er það 1 MW frá einni smávirkjun eða 10.000 MW frá 1.000 virkjunum af öllum stærðum og tegundum? Hvaða virkjunarkostir skila grænni orkuframleiðslu? Hvar mega þessar virkjanir vera? Hverjum á að selja þessa raforku? Verður almenningi tryggður forgangur að orkunni? Það hefði alveg eins mátt spyrja: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði fleiri sólardagar?" Ég er viss um að yfir 97% aðspurðra hefðu sagst vera "Mjög hlynnt(ur)" eða "Frekar hlynnt(ur)". En hvað, ef spurt hefði verið: "Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að fá 200 fleiri sólardaga án rigningar?" Nú er ég nokkuð viss um að stór hluti hefði verið "Mjög andvíg(ur)" og mjög fáir "Mjög hlynnt(ur)", enda hefði það í för með sér gríðarlega þurrka svo hér myndu öll vatnsból þorna upp. Að spyrja án afmörkunar um aukningu grænnar orkuframleiðslu er í besta falli vandræðalegt. Komið var á ferli hér á landi fyrir ca. 15 árum, Rammaáætlun, þar sem virkjunarkostir eru metnir og þeim raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Það ferli er bara alveg ágætt. Fullt af virkjunarkostum eru í nýtingarflokki, en einnig hafa margir farið í verndarflokk, vegna þess að náttúran var talin eiga að njóta vafans. Þessu ferli er ætlað að tryggja að hægt verði að reisa virkjanir og verða við þessum vilja þjóðarinnar um meiri framleiðslu á grænni orku. Leyfum þessu ferli að hafa sinn gang. Því er ætlað að tryggja jafnvægi milli nýtingar og verndar. Ég sé að nýjar virkjanir eru gjarnan tengdar við hagvöxt. „Á hverju eigum við að lifa, ef við fáum ekki virkjanir?“, sá ég einn segja. Eins og virkjanir hafi skapað hagvöxtinn síðustu 10 ára sem Seðlabankinn er gjörsamlega að fara á taugum yfir. Á síðustu 10 árum hefur verg landsframleiðsla farið á föstu verðlagi úr 2.175 ma.kr. árið 2013 í 3.066 ma.kr. árið 2023 eða 40,9% hækkun. (Upplýsingar fengnar af vef Hagstofu.) Þetta gerir rétt tæplega 3,5% hagvöxt á ári yfir þetta tímabil, en á því voru teknar í notkun þrjár stórar virkjanir, þ.e. Búðarhálsvirkjun árið 2013 (95 MW), Þeistareykjavirkjun árið 2017 (90 MW) og Búrfellsvirkjun II árið 2019 (100 MW). Með þeim óx orkuvinnslugeta virkjanakerfisins um ca. 11%. eða rétt ríflega 1/4 af hagvextinum. Greinilegt er því, að stærsti hluti hagvaxtarins kom líklega annars staðar frá. Virkjanir mynda ekki hagvöxt í sjávarútvegi. Þær mynda ekki hagvöxt í ferðaþjónustu. Þær eru ekki grunnurinn að hagvexti sem komið hefur frá Alvotech, Íslenskri erfðagreiningu, Össuri, Marel, eða því fyrirtæki sem núna heitir Coloplast. Að framleiða raforku, sem að mestu fer til örfárra aðila, er ekki grunnurinn að hagvexti síðustu ára. Grunnurinn að hagvexti síðustu ára er hjá þeim hluta þjóðfélagsins, sem notar innan við 15% af raforku framleiddri á Íslandi. Fyrir utan, að allar þær virkjanir sem eru í blautustu draumum virkjunarsinna, myndu kalla á að vextir Seðlabankans færu í 20%, því verðbólga færi örugglega í 15%. Kannski að Gallup hefði átt að spyrja: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef því fylgir hækkun stýrivaxta í 20% og verðbólgu í 15% yfir 10 ára tímabil?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu í vindorkuverum reistum innan byggðar á höfuðborgarsvæðinu?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að Gullfoss og Dettifoss verði virkjaðir?“ „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi, ef það þýddi að reistar yrðu 1.000 virkjanir um allt land?“ Eða á spurningin kannski að vera: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að reistar verði 4-5 stórar virkjanir á næstu 10 árum til að auka græna orkuframleiðslu á Íslandi og fylgt er ferli Rammaáætlunar við val á virkjunarkostum?“ (Auðvitað er ekki hægt spyrja svona flókinna spurninga í skoðanakönnun, en heldur ekki spurningar sem ljóst er að nær allir svari á sama veg vegna þess hve opin hún er.) Spyrjum réttra spurninga og sjáum hver svörin verða. Pössum okkur síðan á, að við meinum það sem við segjum, en gefum ekki ráðherra eitthvað vald sem við ætluðum ekki að gefa. Sem stendur er náttúrugláp að gefa okkur mun meiri tekjur en útflutningur áls og álafurða. Mér sýnist af því, að hagsmunir ferðaþjónustunnar séu mikilvægari fyrir land og þjóð, en hagsmunir þeirra sem vilja virkja. Tek skýrt fram, að ég hef ekkert á móti nýjum virkjunum hafi þær farið í gegn um það ferli sem komið hefur verið á hér á landi, þ.e. Rammaáætlun. Ég er hins vegar náttúruverndarsinni og vil hag náttúrunnar sem mestan. Höfundur er ráðgjafi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar