Áherslur ráðherra skipta máli Heimir Örn Árnason skrifar 20. september 2024 08:31 Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. Þetta er rétt og mikilvægt skref hjá ráðherranum í átt að öflugri byggðaþróun þar sem kraftar landsbyggðarinnar eru nýttir til að skapa hagvöxt og blómlegt samfélag í takt við sjálfbærni og ábyrgð. Það er sérstök ástæða fyrir okkur Norðlendinga að gleðjast enda eru þetta stór tíðindi fyrir okkur öll Það er fagnaðarefni að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni og eins að störfum án staðsetningar fjölgi og hefur það gerst í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það er mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að margar ríkisstofnanir eigi frekar heima á landsbyggðinni og nú eru stigin raunveruleg skref sem skipta máli og því ber sérstaklega að fagna og þakka fyrir. Atvinnuskapandi áhrif og styrking Norðurlands Staðsetning stofnunarinnar á Akureyri mun hafa augljós jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum og nágrannasvæðum. Með nýjum störfum í orku- og umhverfismálum gefst íbúum svæðisins tækifæri til að nýta sérhæfða menntun sína og reynslu, en einnig gefur þetta nýja og fjölbreytta möguleika fyrir ungt fólk til að setjast að á Akureyri. Ákvörðunin þýðir ekki að allir núverandi starfsmenn stofnunarinnar verði fluttir nauðungarflutningum til Akureyrar heldur að ný störf verða auglýst hér eða á öðrum starfsstöðvum á landsbyggðinni. Fjölbreytni atvinnulífsins er grunnforsenda fyrir efnahagslegri sjálfbærni svæða. Með þessari ráðstöfun mun hlutverk Akureyrar sem þungamiðja á Norðurlandi eflast enn frekar. Skilvirkni og ríkisrekstur Með ákvörðuninni eru einnig tekin skref í átt að aukinni skilvirkni í ríkisrekstri. Með bættri samgöngutækni og tækifærum til fjarvinnu er augljóst að staðsetning stofnunar utan höfuðborgarsvæðisins mun hafa í för með sér góða þjónustu. Það er hins vegar lykilatriði að við rekstur Umhverfis- og orkustofnunar verði lögð áhersla á hagkvæmni, góða þjónustu og ábyrga nýtingu fjárveitinga. Tækifæri fyrir græna orku og nýsköpun Að lokum er þetta ekki aðeins efnahagslega hagstætt fyrir Akureyri og Norðurland, heldur gefur það okkur sem þjóð einstakt tækifæri til að þróa sjálfbærar lausnir á sviði grænnar orku og umhverfisverndar. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á þessu sviði, og það er rétt að styrkja stoðir sjálfbærrar nýtingar og nýsköpunar á landsbyggðinni þar sem náttúruauðlindir eru innan seilingar. Við getum skapað framtíð þar sem við bæði njótum efnahagslegs ávinnings af grænni orku og verndum náttúru Íslands fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Orkumál Umhverfismál Heimir Örn Árnason Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. Þetta er rétt og mikilvægt skref hjá ráðherranum í átt að öflugri byggðaþróun þar sem kraftar landsbyggðarinnar eru nýttir til að skapa hagvöxt og blómlegt samfélag í takt við sjálfbærni og ábyrgð. Það er sérstök ástæða fyrir okkur Norðlendinga að gleðjast enda eru þetta stór tíðindi fyrir okkur öll Það er fagnaðarefni að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni og eins að störfum án staðsetningar fjölgi og hefur það gerst í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það er mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að margar ríkisstofnanir eigi frekar heima á landsbyggðinni og nú eru stigin raunveruleg skref sem skipta máli og því ber sérstaklega að fagna og þakka fyrir. Atvinnuskapandi áhrif og styrking Norðurlands Staðsetning stofnunarinnar á Akureyri mun hafa augljós jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum og nágrannasvæðum. Með nýjum störfum í orku- og umhverfismálum gefst íbúum svæðisins tækifæri til að nýta sérhæfða menntun sína og reynslu, en einnig gefur þetta nýja og fjölbreytta möguleika fyrir ungt fólk til að setjast að á Akureyri. Ákvörðunin þýðir ekki að allir núverandi starfsmenn stofnunarinnar verði fluttir nauðungarflutningum til Akureyrar heldur að ný störf verða auglýst hér eða á öðrum starfsstöðvum á landsbyggðinni. Fjölbreytni atvinnulífsins er grunnforsenda fyrir efnahagslegri sjálfbærni svæða. Með þessari ráðstöfun mun hlutverk Akureyrar sem þungamiðja á Norðurlandi eflast enn frekar. Skilvirkni og ríkisrekstur Með ákvörðuninni eru einnig tekin skref í átt að aukinni skilvirkni í ríkisrekstri. Með bættri samgöngutækni og tækifærum til fjarvinnu er augljóst að staðsetning stofnunar utan höfuðborgarsvæðisins mun hafa í för með sér góða þjónustu. Það er hins vegar lykilatriði að við rekstur Umhverfis- og orkustofnunar verði lögð áhersla á hagkvæmni, góða þjónustu og ábyrga nýtingu fjárveitinga. Tækifæri fyrir græna orku og nýsköpun Að lokum er þetta ekki aðeins efnahagslega hagstætt fyrir Akureyri og Norðurland, heldur gefur það okkur sem þjóð einstakt tækifæri til að þróa sjálfbærar lausnir á sviði grænnar orku og umhverfisverndar. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á þessu sviði, og það er rétt að styrkja stoðir sjálfbærrar nýtingar og nýsköpunar á landsbyggðinni þar sem náttúruauðlindir eru innan seilingar. Við getum skapað framtíð þar sem við bæði njótum efnahagslegs ávinnings af grænni orku og verndum náttúru Íslands fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun