Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi á Akureyri Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 21:37 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra á hendur manni sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var gefið að sök að aka bíl á gangandi vegfaranda. Sá sem varð fyrir bílnum var maður á áttræðisaldri, sem lést sólarhring eftir áreksturinn. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Í ákæru sagði að ökumaðurinn hefði beygt bílnum án þess að ganga úr skugga um að það væri hættulaust, og án þess að gefa gangandi umferð nægilegan gaum. Líkt og áður segir hefur ökumaðurinn nú verið sýknaður á tveimur dómstigum. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdómsVísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að þegar slysið átti sér stað hafi verið rigning og gatan dökk vegna þess, en vegfarandinn sem lést hafi verið dökkklæddur. Engin vitni urðu að slysinu, en myndbandsupptaka er til af því. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af upptökunni að ökumaðurinn hafi verið á mikilli ferð og ekki sjáist að aksturslag hans hafi verið óeðlilegt. Þá er bent á að skammt frá hafi verið steypubíll með blikkandi vinnuljós sem hafi kallað á athygli ökumannsins. Að mati dómsins verður að telja slysstaðinn varhugaverðan fyrir gangandi vegfarendur, meðal annars vegna þess að þar var byggingasvæði skammt frá. Atvikið var sviðsett af lögreglu. Lögreglumaðurinn sem sá um sviðsetninguna sagðist nær fullviss um að ökumaðurinn hefði ekki séð til mannsins áður en hann ók á hann. Vettvangur slyssins. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Fyrir Landsrétti lagði ákæruvaldið fram skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í henni sagði að megin áhersla slyssins hefði verið að ökumaðurinn hefði ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda sem átti forgang. Þó var tekið fram að orsakir slyssins væru fleiri. Sjá nánar: Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Að mati Landsréttar fór framlagning skýrslunnar á bága við lög um rannsókn samgönguslysa, en þar segir að skýrslum nefndarinnar um einstök slys og atvik skuli ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti dóminn. Ákæruvaldið þótti ekki hafa tekist að sýna fram á að maðurinn hefði látist vegna gáleysis ökumannsins. Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Í ákæru sagði að ökumaðurinn hefði beygt bílnum án þess að ganga úr skugga um að það væri hættulaust, og án þess að gefa gangandi umferð nægilegan gaum. Líkt og áður segir hefur ökumaðurinn nú verið sýknaður á tveimur dómstigum. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdómsVísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að þegar slysið átti sér stað hafi verið rigning og gatan dökk vegna þess, en vegfarandinn sem lést hafi verið dökkklæddur. Engin vitni urðu að slysinu, en myndbandsupptaka er til af því. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af upptökunni að ökumaðurinn hafi verið á mikilli ferð og ekki sjáist að aksturslag hans hafi verið óeðlilegt. Þá er bent á að skammt frá hafi verið steypubíll með blikkandi vinnuljós sem hafi kallað á athygli ökumannsins. Að mati dómsins verður að telja slysstaðinn varhugaverðan fyrir gangandi vegfarendur, meðal annars vegna þess að þar var byggingasvæði skammt frá. Atvikið var sviðsett af lögreglu. Lögreglumaðurinn sem sá um sviðsetninguna sagðist nær fullviss um að ökumaðurinn hefði ekki séð til mannsins áður en hann ók á hann. Vettvangur slyssins. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Fyrir Landsrétti lagði ákæruvaldið fram skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í henni sagði að megin áhersla slyssins hefði verið að ökumaðurinn hefði ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda sem átti forgang. Þó var tekið fram að orsakir slyssins væru fleiri. Sjá nánar: Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Að mati Landsréttar fór framlagning skýrslunnar á bága við lög um rannsókn samgönguslysa, en þar segir að skýrslum nefndarinnar um einstök slys og atvik skuli ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti dóminn. Ákæruvaldið þótti ekki hafa tekist að sýna fram á að maðurinn hefði látist vegna gáleysis ökumannsins.
Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira
Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09