Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi á Akureyri Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 21:37 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra á hendur manni sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var gefið að sök að aka bíl á gangandi vegfaranda. Sá sem varð fyrir bílnum var maður á áttræðisaldri, sem lést sólarhring eftir áreksturinn. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Í ákæru sagði að ökumaðurinn hefði beygt bílnum án þess að ganga úr skugga um að það væri hættulaust, og án þess að gefa gangandi umferð nægilegan gaum. Líkt og áður segir hefur ökumaðurinn nú verið sýknaður á tveimur dómstigum. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdómsVísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að þegar slysið átti sér stað hafi verið rigning og gatan dökk vegna þess, en vegfarandinn sem lést hafi verið dökkklæddur. Engin vitni urðu að slysinu, en myndbandsupptaka er til af því. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af upptökunni að ökumaðurinn hafi verið á mikilli ferð og ekki sjáist að aksturslag hans hafi verið óeðlilegt. Þá er bent á að skammt frá hafi verið steypubíll með blikkandi vinnuljós sem hafi kallað á athygli ökumannsins. Að mati dómsins verður að telja slysstaðinn varhugaverðan fyrir gangandi vegfarendur, meðal annars vegna þess að þar var byggingasvæði skammt frá. Atvikið var sviðsett af lögreglu. Lögreglumaðurinn sem sá um sviðsetninguna sagðist nær fullviss um að ökumaðurinn hefði ekki séð til mannsins áður en hann ók á hann. Vettvangur slyssins. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Fyrir Landsrétti lagði ákæruvaldið fram skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í henni sagði að megin áhersla slyssins hefði verið að ökumaðurinn hefði ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda sem átti forgang. Þó var tekið fram að orsakir slyssins væru fleiri. Sjá nánar: Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Að mati Landsréttar fór framlagning skýrslunnar á bága við lög um rannsókn samgönguslysa, en þar segir að skýrslum nefndarinnar um einstök slys og atvik skuli ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti dóminn. Ákæruvaldið þótti ekki hafa tekist að sýna fram á að maðurinn hefði látist vegna gáleysis ökumannsins. Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Í ákæru sagði að ökumaðurinn hefði beygt bílnum án þess að ganga úr skugga um að það væri hættulaust, og án þess að gefa gangandi umferð nægilegan gaum. Líkt og áður segir hefur ökumaðurinn nú verið sýknaður á tveimur dómstigum. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdómsVísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að þegar slysið átti sér stað hafi verið rigning og gatan dökk vegna þess, en vegfarandinn sem lést hafi verið dökkklæddur. Engin vitni urðu að slysinu, en myndbandsupptaka er til af því. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af upptökunni að ökumaðurinn hafi verið á mikilli ferð og ekki sjáist að aksturslag hans hafi verið óeðlilegt. Þá er bent á að skammt frá hafi verið steypubíll með blikkandi vinnuljós sem hafi kallað á athygli ökumannsins. Að mati dómsins verður að telja slysstaðinn varhugaverðan fyrir gangandi vegfarendur, meðal annars vegna þess að þar var byggingasvæði skammt frá. Atvikið var sviðsett af lögreglu. Lögreglumaðurinn sem sá um sviðsetninguna sagðist nær fullviss um að ökumaðurinn hefði ekki séð til mannsins áður en hann ók á hann. Vettvangur slyssins. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Fyrir Landsrétti lagði ákæruvaldið fram skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í henni sagði að megin áhersla slyssins hefði verið að ökumaðurinn hefði ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda sem átti forgang. Þó var tekið fram að orsakir slyssins væru fleiri. Sjá nánar: Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Að mati Landsréttar fór framlagning skýrslunnar á bága við lög um rannsókn samgönguslysa, en þar segir að skýrslum nefndarinnar um einstök slys og atvik skuli ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti dóminn. Ákæruvaldið þótti ekki hafa tekist að sýna fram á að maðurinn hefði látist vegna gáleysis ökumannsins.
Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09