Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 18:11 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. Frávísunarmálin eru 622 talsins það sem af er ári en þau voru 439 í fyrra, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem birtist á vefsíðu lögreglunnar í dag. Þar er þróunin í aðgerðum lögreglu og tollgæslu í slíkum málum frá því að Ísland hóf fulla þátttöku í Schengen-landamærasamstarfinu árið 2001 sögð „einstök“. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að ekki hafi tekist betur til í áranna rás að halda uppi öflugra landamæreftirliti og þá ekki síst á innri landamærum,“ segir í yfirlýsingunni. Eftirlitið á innri landamærum Schengen-svæðisins skipti íslenska þjóð gríðarlega miklu máli þar sem hrikti í stoðum landamæraeftirlits í Evrópu. Áherslan hafi verið á ytri landamæri Schengen en innri landamærunum lítill gaumur gefinn. Húsnæði lögreglustjórans á Suðurnesjum í Reykjanesbæ hefur verið ónothæft í að verða ár vegna myglu sem fannst þar.Vísir/Vilhelm Einn Íslendingur af nítján sem sitja inni Lögreglan á Suðurnesjum býr við aðstöðuleysi þar sem aðeins hefur verið hægt að nota fangaklefa lögreglustöðvarinnar í Reykjanesbæ frá því í október í fyrra en stöðin er að öðru leyti ónothæf, að sögn lögreglustjórans. Ekki stendur til að endurbótum á stöðinni ljúki fyrr en í febrúar. Fátt bendi til þess að sú áætlun standist. Fram kemur að af þeim nítján sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna aðgerða lögreglu, aðallega á Keflavíkurflugvelli, sé einn Íslendingur. Aðrir séu frá Gana, Egyptalandi, Frakklandi, Súrínam, Hollandi, Kanada, Georgíu, Marokkó, Tékklandi, Brasilíu og Kólumbíu. Flestir þeirra komi hingað frá öðru Evrópulandi. Ellefu þeirra sem sitja inni voru teknir vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum. Aðrir vegna meintra brota á útlendingalögum og gruns um mansal. Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. 19. september 2024 12:52 Fangar í mygluðu húsnæði í Reykjanesbæ Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt. 9. janúar 2024 18:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Frávísunarmálin eru 622 talsins það sem af er ári en þau voru 439 í fyrra, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem birtist á vefsíðu lögreglunnar í dag. Þar er þróunin í aðgerðum lögreglu og tollgæslu í slíkum málum frá því að Ísland hóf fulla þátttöku í Schengen-landamærasamstarfinu árið 2001 sögð „einstök“. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að ekki hafi tekist betur til í áranna rás að halda uppi öflugra landamæreftirliti og þá ekki síst á innri landamærum,“ segir í yfirlýsingunni. Eftirlitið á innri landamærum Schengen-svæðisins skipti íslenska þjóð gríðarlega miklu máli þar sem hrikti í stoðum landamæraeftirlits í Evrópu. Áherslan hafi verið á ytri landamæri Schengen en innri landamærunum lítill gaumur gefinn. Húsnæði lögreglustjórans á Suðurnesjum í Reykjanesbæ hefur verið ónothæft í að verða ár vegna myglu sem fannst þar.Vísir/Vilhelm Einn Íslendingur af nítján sem sitja inni Lögreglan á Suðurnesjum býr við aðstöðuleysi þar sem aðeins hefur verið hægt að nota fangaklefa lögreglustöðvarinnar í Reykjanesbæ frá því í október í fyrra en stöðin er að öðru leyti ónothæf, að sögn lögreglustjórans. Ekki stendur til að endurbótum á stöðinni ljúki fyrr en í febrúar. Fátt bendi til þess að sú áætlun standist. Fram kemur að af þeim nítján sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna aðgerða lögreglu, aðallega á Keflavíkurflugvelli, sé einn Íslendingur. Aðrir séu frá Gana, Egyptalandi, Frakklandi, Súrínam, Hollandi, Kanada, Georgíu, Marokkó, Tékklandi, Brasilíu og Kólumbíu. Flestir þeirra komi hingað frá öðru Evrópulandi. Ellefu þeirra sem sitja inni voru teknir vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum. Aðrir vegna meintra brota á útlendingalögum og gruns um mansal.
Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. 19. september 2024 12:52 Fangar í mygluðu húsnæði í Reykjanesbæ Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt. 9. janúar 2024 18:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. 19. september 2024 12:52
Fangar í mygluðu húsnæði í Reykjanesbæ Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt. 9. janúar 2024 18:31