Höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar verða á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. september 2024 22:02 Sigrún Ágústsdóttir, nýr forstjóri Náttúruverndarstofu á kynningunni á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil tilhlökkun og ánægja er á Hvolsvelli með þá staðreynd að höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar, Náttúruverndarstofnunar verði á staðnum og skapi þannig nokkur ný störf. Nýja stofnunin tekur til starfa um næstu áramót. Starfsfólk á skrifstofu Rangárþings eystra, ásamt öðrum góðum gestum kom saman í ráðhúsinu á Hvolsvelli í morgun, ásamt Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra þar sem hann kynnti nýju stofnunina, sem mun taka formlega til starfa um næstu áramót. Alls munu um 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni vítt og breitt um landið en höfuðstöðvarnar verða í sama húsnæði og skrifstofur Rangárþings eystra við Austurveg 4 á Hvolsvelli. Guðlaugur Þór að kynna nýju stofnunina á fundinum á Hvolsvelli í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að færa störfin þar sem verkefnin eru og við erum að færa hér höfuðstöðvarnar á þennan góða stað og það verður ekkert aftur snúið, þetta er dagurinn, sem það er klárað,” segir Guðlaugur Þór. Samhliða nýju stofnunni á Hvolsvelli var tilkynnt um nýjan forstjóra hennar en það er Sigrúnu Ágústsdóttir, sem hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020. Það var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. Mikil ánægja er hjá íbúum og öðrum með þá ákvörðun að höfuðstöðvarnar verði á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru verkefni, sem dreifast um allt land eins og ráðherrann nefndi þar, sem verkefnin eru. Þetta eru jöklaþjóðgarðarnir tveir, hin ógnarstóri og glæsilegi Vatnajökulsþjóðgarður hér til austurs og Snæfellsjökulsþjóðgarður til vesturs en friðlýst svæði eru um 130 á Íslandi, vissuð þið það,” sagði Sigrún meðal annars í ávarpi sínu. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur talað fyrir störfum án staðsetningar og flutningi ríkisstofnana út á land, árum saman og nú er þessi nýja stofnun orðin að veruleika í sveitarfélaginu. „Við erum búin að tala um það í áraraðir og tala fyrir þessu að færa ríkisstofnanir út á land og festa störf úti á landi. Þannig að við erum alsæl með þetta og hlökkum til að fá Náttúruverndarstofnun hingað til okkar,” segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er alsæll með nýju stofnunina, sem opnar á Hvolsvelli formlega um næstu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er alsæll með bæði daginn og ákvörðunina, þetta er góð ákvörðun fyrir Ísland og ég hlakka til að vinna með þessu góða fólki, sem er í þessari nýju sameinuðu stofnun,” bætir Guðlaugur Þór við. Og þetta í lokin frá nýjum forstjóra Náttúruverndarstofnunar, Sigrúnu Ágústsdóttur. „Gætum vel að íslenskri náttúru og leyfum henni að þróast fallega inn í framtíðina.” Gestur Pétursson, sem er nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Byggðamál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Starfsfólk á skrifstofu Rangárþings eystra, ásamt öðrum góðum gestum kom saman í ráðhúsinu á Hvolsvelli í morgun, ásamt Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra þar sem hann kynnti nýju stofnunina, sem mun taka formlega til starfa um næstu áramót. Alls munu um 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni vítt og breitt um landið en höfuðstöðvarnar verða í sama húsnæði og skrifstofur Rangárþings eystra við Austurveg 4 á Hvolsvelli. Guðlaugur Þór að kynna nýju stofnunina á fundinum á Hvolsvelli í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að færa störfin þar sem verkefnin eru og við erum að færa hér höfuðstöðvarnar á þennan góða stað og það verður ekkert aftur snúið, þetta er dagurinn, sem það er klárað,” segir Guðlaugur Þór. Samhliða nýju stofnunni á Hvolsvelli var tilkynnt um nýjan forstjóra hennar en það er Sigrúnu Ágústsdóttir, sem hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020. Það var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. Mikil ánægja er hjá íbúum og öðrum með þá ákvörðun að höfuðstöðvarnar verði á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru verkefni, sem dreifast um allt land eins og ráðherrann nefndi þar, sem verkefnin eru. Þetta eru jöklaþjóðgarðarnir tveir, hin ógnarstóri og glæsilegi Vatnajökulsþjóðgarður hér til austurs og Snæfellsjökulsþjóðgarður til vesturs en friðlýst svæði eru um 130 á Íslandi, vissuð þið það,” sagði Sigrún meðal annars í ávarpi sínu. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur talað fyrir störfum án staðsetningar og flutningi ríkisstofnana út á land, árum saman og nú er þessi nýja stofnun orðin að veruleika í sveitarfélaginu. „Við erum búin að tala um það í áraraðir og tala fyrir þessu að færa ríkisstofnanir út á land og festa störf úti á landi. Þannig að við erum alsæl með þetta og hlökkum til að fá Náttúruverndarstofnun hingað til okkar,” segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er alsæll með nýju stofnunina, sem opnar á Hvolsvelli formlega um næstu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er alsæll með bæði daginn og ákvörðunina, þetta er góð ákvörðun fyrir Ísland og ég hlakka til að vinna með þessu góða fólki, sem er í þessari nýju sameinuðu stofnun,” bætir Guðlaugur Þór við. Og þetta í lokin frá nýjum forstjóra Náttúruverndarstofnunar, Sigrúnu Ágústsdóttur. „Gætum vel að íslenskri náttúru og leyfum henni að þróast fallega inn í framtíðina.” Gestur Pétursson, sem er nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Byggðamál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira