Harris eykur forskotið á landsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 14:16 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, hefur bætt lítillega við sig fylgi á landsvísu, ef marka má skoðanakannanir. AP/Jacquelyn Martin Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. Könnunum hefur nú fjölgað í kjölfar kappræðanna og benda þær til þess að Harris hafi aukið fylgi sitt á landsvísu. Í meðaltali tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, mælist Harris nú með 48,3 prósenta fylgi en Trump með 45,3 prósent. Á daginn sem kappræðurnar fóru fram í síðustu viku var forskot Harris 2,5 prósentustig. Nú mælist það 2,9 prósentustig. Þá sýnir spálíkan miðilsins að sigurlíkur Harris séu komnar í 61 prósent. Fyrsta könnunin sem framkvæmd var eftir kappræðurnar sýndi litlar sem engar breytingar á fylgi Harris og Trumps. Sjá einnig: Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Samkvæmt frétt ABC News hefur Harris bætt lítillega við fylgi sitt í næstum öllum nýjustu könnunum. Í flestum þeirra hefur hún bætt við sig einu eða tveimur prósentustigum. Í einni hefur hún lækkað um eitt prósentustig og tvær til viðbótar sýna engar marktækar breytingar. Frá kappræðunum í síðustu viku.AP/Alex Brandon Hvert prósentustig skiptir máli Fylgi á landsvísu er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum geta farið, vegna svokallaðs kjörmannakerfis og vegna þess hvernig fylgið deilist milli frambjóðenda eru sjö ríki sem virðast skipta mestu máli þessar kosningarnar. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Samkvæmt frétt Washington Post sýna kannanir að Harris leiðir í þremur af þessum ríkjum. Í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Trump leiðir í Georgíu og Arizona en þau eru með jafnt fylgi í bæði Nevada og Norður-Karólínu. Munurinn í öllum ríkjunum er innan skekkjumarka. Enn eru tæpar sjö vikur til kosninga í Bandaríkjunum svo margt getur gerst. Flestir hafa þegar tekið ákvörðun um hvern þeir ætla að kjósa svo hvert prósentustig til eða frá getur skipt máli þegar á hólminn er komið. Pennsylvanía mun skipta lykilmál fyrir þann sem verður næsti forseti Bandaríkjanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að bæði Trump og Harris verji meiri fjármunum í auglýsingar þar en í hinum sex ríkjunum til samans. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Talsmenn Lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) segjast meðvitaðir um færslu sem frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk birti á X, þar sem hann vakti athygli á því að enginn væri að reyna að ráða Joe Biden og Kamölu Harris af dögum. 17. september 2024 07:36 Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Könnunum hefur nú fjölgað í kjölfar kappræðanna og benda þær til þess að Harris hafi aukið fylgi sitt á landsvísu. Í meðaltali tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, mælist Harris nú með 48,3 prósenta fylgi en Trump með 45,3 prósent. Á daginn sem kappræðurnar fóru fram í síðustu viku var forskot Harris 2,5 prósentustig. Nú mælist það 2,9 prósentustig. Þá sýnir spálíkan miðilsins að sigurlíkur Harris séu komnar í 61 prósent. Fyrsta könnunin sem framkvæmd var eftir kappræðurnar sýndi litlar sem engar breytingar á fylgi Harris og Trumps. Sjá einnig: Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Samkvæmt frétt ABC News hefur Harris bætt lítillega við fylgi sitt í næstum öllum nýjustu könnunum. Í flestum þeirra hefur hún bætt við sig einu eða tveimur prósentustigum. Í einni hefur hún lækkað um eitt prósentustig og tvær til viðbótar sýna engar marktækar breytingar. Frá kappræðunum í síðustu viku.AP/Alex Brandon Hvert prósentustig skiptir máli Fylgi á landsvísu er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum geta farið, vegna svokallaðs kjörmannakerfis og vegna þess hvernig fylgið deilist milli frambjóðenda eru sjö ríki sem virðast skipta mestu máli þessar kosningarnar. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Samkvæmt frétt Washington Post sýna kannanir að Harris leiðir í þremur af þessum ríkjum. Í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Trump leiðir í Georgíu og Arizona en þau eru með jafnt fylgi í bæði Nevada og Norður-Karólínu. Munurinn í öllum ríkjunum er innan skekkjumarka. Enn eru tæpar sjö vikur til kosninga í Bandaríkjunum svo margt getur gerst. Flestir hafa þegar tekið ákvörðun um hvern þeir ætla að kjósa svo hvert prósentustig til eða frá getur skipt máli þegar á hólminn er komið. Pennsylvanía mun skipta lykilmál fyrir þann sem verður næsti forseti Bandaríkjanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að bæði Trump og Harris verji meiri fjármunum í auglýsingar þar en í hinum sex ríkjunum til samans.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Talsmenn Lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) segjast meðvitaðir um færslu sem frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk birti á X, þar sem hann vakti athygli á því að enginn væri að reyna að ráða Joe Biden og Kamölu Harris af dögum. 17. september 2024 07:36 Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Talsmenn Lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) segjast meðvitaðir um færslu sem frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk birti á X, þar sem hann vakti athygli á því að enginn væri að reyna að ráða Joe Biden og Kamölu Harris af dögum. 17. september 2024 07:36
Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37
Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent