Ráðist í aðgerðir gegn samskiptaþjónustu sem glæpamenn notuðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2024 09:32 Lögregla lagði hald á vopn, fíkniefni og fjármuni í aðgerðum sínum. Europol Lögregluyfirvöld á Íslandi áttu aðkomu að aðgerðum á dögunum sem miðuðu að því að taka niður dulkóðaðan samskiptamiðil sem notaður var til skipulagðrar glæpastarfsemi. Samkvæmt frétt á vef European Union Agency for Criminal Justice Cooperation var 51 handtekinn í samræmdum aðgerðum víða um heim, þar af 38 í Ástralíu, ellefu á Írlandi, einn á Ítalíu og einn í Kanada. Það voru yfirvöld á Frakklandi sem hófu rannsókn á málinu en samskiptaþjónustan var hýst á vefþjónum í Frakklandi og á Íslandi. Sérfræðingar frá Europol ferðuðust til Íslands, Írlands og Ástralíu til samráðs á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Samkvæmt tilkynningu frá Europol var samkskiptaþjónustan, kölluð Ghost, notið til að skipuleggja sölu og dreifingu fíkniefna, peningaþvætti, ofbeldisverk og önnur brot. Glæpasamtök voru sögð nýta sér þjónustuna, þar sem notendur gátu keypt aðgang án þess að gefa upp neinar persónuupplýsingar og öll samskipti voru vandlega dulkóðuð. Þá var hægt að senda skilaboð í síma með ákveðnum kóða til að eyðileggja öll gögn á viðkomandi símtæki. Þjónustan er sögð hafa verið til sölu í mörgum ríkjum og notendurnir telja þúsundir. Talið er að um þúsund skilaboð hafi verið send í gegnum þjónustuna daglega. Eigendur samskiptamiðilsins eru sagðir hafa verið staðsettir í Ástralíu en fjárhagslegar eignir í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar í Ástralíu miðuðu einnig að því að taka niður fíkniefnaframleiðslu og þá var lagt hald á vopn, fíkniefni og fjármuni. Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Samkvæmt frétt á vef European Union Agency for Criminal Justice Cooperation var 51 handtekinn í samræmdum aðgerðum víða um heim, þar af 38 í Ástralíu, ellefu á Írlandi, einn á Ítalíu og einn í Kanada. Það voru yfirvöld á Frakklandi sem hófu rannsókn á málinu en samskiptaþjónustan var hýst á vefþjónum í Frakklandi og á Íslandi. Sérfræðingar frá Europol ferðuðust til Íslands, Írlands og Ástralíu til samráðs á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Samkvæmt tilkynningu frá Europol var samkskiptaþjónustan, kölluð Ghost, notið til að skipuleggja sölu og dreifingu fíkniefna, peningaþvætti, ofbeldisverk og önnur brot. Glæpasamtök voru sögð nýta sér þjónustuna, þar sem notendur gátu keypt aðgang án þess að gefa upp neinar persónuupplýsingar og öll samskipti voru vandlega dulkóðuð. Þá var hægt að senda skilaboð í síma með ákveðnum kóða til að eyðileggja öll gögn á viðkomandi símtæki. Þjónustan er sögð hafa verið til sölu í mörgum ríkjum og notendurnir telja þúsundir. Talið er að um þúsund skilaboð hafi verið send í gegnum þjónustuna daglega. Eigendur samskiptamiðilsins eru sagðir hafa verið staðsettir í Ástralíu en fjárhagslegar eignir í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar í Ástralíu miðuðu einnig að því að taka niður fíkniefnaframleiðslu og þá var lagt hald á vopn, fíkniefni og fjármuni.
Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira