Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. september 2024 20:18 Þröstur er afar svekktur yfir stöðunni sem hann er kominn í sem ellilífeyrisþegi, og hefur leitað á svarta vinnumarkaðinn til að afla sér tekna. facebook „Þetta er helvíti skítt,“ segir Þröstur Guðlaugsson 69 ára ellilífeyrisþegi um fjárhagsstöðu sína. Hann missti vinnuna í Covid, fór á ellilífeyri og þarf nú að lifa mánuðinn af á um það bil 140 þúsund krónum. Hann hefur því prófað að leita sér að svartri vinnu. Þröstur ólst upp á sveitabæ í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, lærði bakarann í Vestmannaeyjum en hefur búið í Reykjavík síðan þá, með viðkomu á nokkrum stöðum. Á starfsferlinum hefur hann komið víða við, auk þess að vinna sem bakari hefur hann haldið til sjós og ekið leigubíl. Síðustu ár starfsævinnar starfaði hann innan hótelbransans, síðastu fimmtán árin sem deildarstjóri á hóteli. „Ég missti vinnuna í Covid. Mér var nú lofað að ég fengi hana aftur en það varð ekkert úr því. Ég fór því á atvinnuleysisbætur í þrjú ár og sótti svo um ellilífeyri þegar ég var kominn á aldur á síðasta ári.“ Nýverið lauk hann námi í ljósmyndun. „Kláraði það á gamans aldri, það var nú bara fyrir sjálfan mig,“ segir Þröstur. „En okkur lífeyrisþegum er í raun alveg bannað að vinna okkur inn peninga. Það sem við vinnum okkur inn er bara tekið af manni í gegnum skatta og skerðingar.“ 42 þúsund krónur í mínus Þröstur birti færslu á Facebook-hópnum „Vinna með litlum fyrirvara“ þar sem hann lýsir aðstæðum sínum og leitar eftir atvinnutilboðum. Færsla Þrastar hefur vakið mikla athygli, þar sem hann dregur hann upp skýra en dökka mynd af fjárhagsörðugleikum sínum. Hann fái lífeyrirgreiðslur frá tveimur félögum sem nemi samtals 130 þúsund eftir skatta. „Svo borgar Tryggingastofnun mér ellilífeyri upp á 280 þúsund. Ofan á það bætast skertar húsaleigubætur upp á 42 þúsund, auk 14 þúsund króna sérstakra húsaleigubóta frá borginni.“ Samtals fái hann 479 þúsund krónur útborgað. 300 þúsund krónur fari í leigu, en ásamt því borgar Þröstur tryggingar, síma og sjónvarp. „Þá standa eftir 140 þúsund krónur, sem ég hef til að lifa af mánuðinn“ „Til samanburðar er framfærsluviðmið Hagstofunnar fyrir mann í minni stöðu 522 þúsund krónur. Ef við tökum þessar tölur saman er ég í mínus upp á 43 þúsund krónur, hver mánaðarmót.“ Þröstur leitaði því til fyrrnefnds Facebook-hóps þar sem hann býður fram krafta sína í svarta vinnu. „Þetta er nú bara svona tilraun hjá mér,“ segir Þröstur. Viðbrögðin hafi verið allskonar. „Fólk styður mig rosalega vel, en það er ekkert mikið um vinnu. Eða jújú, það er verið að bjóða mér eitthvað hér og þar. Ég veit ekki alveg hvað ég geri í þessu, þarf bara að setjast niður og skoða þetta. Hugsa málið.“ Ekki eins og hann ætlaði að hafa það í ellinni Þröstur er annars afar svekktur og fúll yfir stöðunni. „Að lífeyrisþegar þurfi að leita út í svarta atvinnustarfsemi til þess að lifa af. Annar kostur er bara að segja upp húsaleigunni og flytja út úr íbúðinni. Það er möguleiki. Setja allt bara í geymslu og fara í húsbíl, eins og margir eiga til að gera.“ „Þetta er ekki eins og maður sá fyrir að hafa þetta í ellinni,“ bætir hann við og kveðst nýlega fluttur í annað og breytt leiguhúsnæði, áður hafi hann getað leigt út herbergi og lifað þannig af. „Nú er það ekki hægt, hér er bara eitt svefnherbergi, stofa og eldhús. 300 þúsund kall. Þannig það er helvíti skítt.“ Varðandi skerðingar á vinnumarkaði sem lífeyrisþegi segir Þröstur: „Það er strax byrjað að skerða núna, þó ég sé ekki í vinnu. Ég fæ til að mynda skertar húsnæðisbætur þar sem þeir segja að ég sé með svo háar tekjur á lífeyrinum. Samt er þetta undir fátækrarmörkum sem ég er að fá. Það er alltaf skert eitthvað á móti þegar annað er hækkað, eins og húsaleigubæturnar í vor,“ segir Þröstur sem hefur greinilega löngun til þess að vinna. „Maður einangrast svo rosalega á meðan maður er ekki að vinna. Ég er nú með ADHD, það er meðhöndlað og í góðu lagi. Síðan er ég með pínu krabbamein sem er nú í góðu, þó það sé helvítis kostnaður líka. En það er mikilvægt að vekja athygli á þessari stöðu sem margir virðast vera í. Fólk er bara að láta þetta yfir sig ganga.“ Vinnumarkaður Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Þröstur ólst upp á sveitabæ í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, lærði bakarann í Vestmannaeyjum en hefur búið í Reykjavík síðan þá, með viðkomu á nokkrum stöðum. Á starfsferlinum hefur hann komið víða við, auk þess að vinna sem bakari hefur hann haldið til sjós og ekið leigubíl. Síðustu ár starfsævinnar starfaði hann innan hótelbransans, síðastu fimmtán árin sem deildarstjóri á hóteli. „Ég missti vinnuna í Covid. Mér var nú lofað að ég fengi hana aftur en það varð ekkert úr því. Ég fór því á atvinnuleysisbætur í þrjú ár og sótti svo um ellilífeyri þegar ég var kominn á aldur á síðasta ári.“ Nýverið lauk hann námi í ljósmyndun. „Kláraði það á gamans aldri, það var nú bara fyrir sjálfan mig,“ segir Þröstur. „En okkur lífeyrisþegum er í raun alveg bannað að vinna okkur inn peninga. Það sem við vinnum okkur inn er bara tekið af manni í gegnum skatta og skerðingar.“ 42 þúsund krónur í mínus Þröstur birti færslu á Facebook-hópnum „Vinna með litlum fyrirvara“ þar sem hann lýsir aðstæðum sínum og leitar eftir atvinnutilboðum. Færsla Þrastar hefur vakið mikla athygli, þar sem hann dregur hann upp skýra en dökka mynd af fjárhagsörðugleikum sínum. Hann fái lífeyrirgreiðslur frá tveimur félögum sem nemi samtals 130 þúsund eftir skatta. „Svo borgar Tryggingastofnun mér ellilífeyri upp á 280 þúsund. Ofan á það bætast skertar húsaleigubætur upp á 42 þúsund, auk 14 þúsund króna sérstakra húsaleigubóta frá borginni.“ Samtals fái hann 479 þúsund krónur útborgað. 300 þúsund krónur fari í leigu, en ásamt því borgar Þröstur tryggingar, síma og sjónvarp. „Þá standa eftir 140 þúsund krónur, sem ég hef til að lifa af mánuðinn“ „Til samanburðar er framfærsluviðmið Hagstofunnar fyrir mann í minni stöðu 522 þúsund krónur. Ef við tökum þessar tölur saman er ég í mínus upp á 43 þúsund krónur, hver mánaðarmót.“ Þröstur leitaði því til fyrrnefnds Facebook-hóps þar sem hann býður fram krafta sína í svarta vinnu. „Þetta er nú bara svona tilraun hjá mér,“ segir Þröstur. Viðbrögðin hafi verið allskonar. „Fólk styður mig rosalega vel, en það er ekkert mikið um vinnu. Eða jújú, það er verið að bjóða mér eitthvað hér og þar. Ég veit ekki alveg hvað ég geri í þessu, þarf bara að setjast niður og skoða þetta. Hugsa málið.“ Ekki eins og hann ætlaði að hafa það í ellinni Þröstur er annars afar svekktur og fúll yfir stöðunni. „Að lífeyrisþegar þurfi að leita út í svarta atvinnustarfsemi til þess að lifa af. Annar kostur er bara að segja upp húsaleigunni og flytja út úr íbúðinni. Það er möguleiki. Setja allt bara í geymslu og fara í húsbíl, eins og margir eiga til að gera.“ „Þetta er ekki eins og maður sá fyrir að hafa þetta í ellinni,“ bætir hann við og kveðst nýlega fluttur í annað og breytt leiguhúsnæði, áður hafi hann getað leigt út herbergi og lifað þannig af. „Nú er það ekki hægt, hér er bara eitt svefnherbergi, stofa og eldhús. 300 þúsund kall. Þannig það er helvíti skítt.“ Varðandi skerðingar á vinnumarkaði sem lífeyrisþegi segir Þröstur: „Það er strax byrjað að skerða núna, þó ég sé ekki í vinnu. Ég fæ til að mynda skertar húsnæðisbætur þar sem þeir segja að ég sé með svo háar tekjur á lífeyrinum. Samt er þetta undir fátækrarmörkum sem ég er að fá. Það er alltaf skert eitthvað á móti þegar annað er hækkað, eins og húsaleigubæturnar í vor,“ segir Þröstur sem hefur greinilega löngun til þess að vinna. „Maður einangrast svo rosalega á meðan maður er ekki að vinna. Ég er nú með ADHD, það er meðhöndlað og í góðu lagi. Síðan er ég með pínu krabbamein sem er nú í góðu, þó það sé helvítis kostnaður líka. En það er mikilvægt að vekja athygli á þessari stöðu sem margir virðast vera í. Fólk er bara að láta þetta yfir sig ganga.“
Vinnumarkaður Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira