Funda með Vegagerðinni um Vestfjarðagöng Bjarki Sigurðsson skrifar 16. september 2024 12:06 Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum þegar eldurinn kviknaði. Valur Andersen Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. Eldurinn kviknaði rétt fyrir þrjú á föstudag. Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum og á leið til Ísafjarðar. Um borð voru 59 ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra en engan sakaði. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir eldinn virðast hafa byrjað aftarlega í rútunni en þegar slökkvilið kom á staðinn var hún nánast alelda. Upptök eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. „Hún er svona hálfan kílómetra frá göngunum hérna Ísafjarðarmegin. Þá blossar upp þessi eldur. Bílstjórinn gerir allt hárrétt, hann fer út í kant, stoppar, opnar allar hurðar og tæmir rútuna. Það gekk mjög vel, þetta voru mjög öguð vinnubrögð hjá honum. Þegar við komum þá eru þau öll í einfaldri röð í vegkantinum og voru að labba meðfram veginum. Ekkert panikk, enginn meiddur sem betur fer,“ segir Sigurður. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Hefði kviknað í á meðan rútan var enn inni í göngunum hefði verið mun erfiðara að fást við eldinn. „Þetta eru gömul göng. Þau eru opnuð 1996 og eru komin til ára sinna. Þau eru einbreið á löngum kafla. Þannig það er mjög erfitt fyrir rútur að snúa þarna, mikil ósköp,“ segir Sigurður. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni. Þeim sem nota göngin fjölgar á hverju ári, sérstaklega vegna betri vega á suðurfjörðunum og innkomu Dýrafjarðarganga. „Auðvitað þyrftum við að tvöfalda þennan legg. Það væri mjög gott. Öryggisatriði í göngum hafa breyst síðan 1996. Það þyrfti að spiffa þetta upp aðeins,“ segir Sigurður. Ísafjarðarbær Samgönguslys Slökkvilið Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Eldurinn kviknaði rétt fyrir þrjú á föstudag. Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum og á leið til Ísafjarðar. Um borð voru 59 ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra en engan sakaði. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir eldinn virðast hafa byrjað aftarlega í rútunni en þegar slökkvilið kom á staðinn var hún nánast alelda. Upptök eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. „Hún er svona hálfan kílómetra frá göngunum hérna Ísafjarðarmegin. Þá blossar upp þessi eldur. Bílstjórinn gerir allt hárrétt, hann fer út í kant, stoppar, opnar allar hurðar og tæmir rútuna. Það gekk mjög vel, þetta voru mjög öguð vinnubrögð hjá honum. Þegar við komum þá eru þau öll í einfaldri röð í vegkantinum og voru að labba meðfram veginum. Ekkert panikk, enginn meiddur sem betur fer,“ segir Sigurður. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Hefði kviknað í á meðan rútan var enn inni í göngunum hefði verið mun erfiðara að fást við eldinn. „Þetta eru gömul göng. Þau eru opnuð 1996 og eru komin til ára sinna. Þau eru einbreið á löngum kafla. Þannig það er mjög erfitt fyrir rútur að snúa þarna, mikil ósköp,“ segir Sigurður. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni. Þeim sem nota göngin fjölgar á hverju ári, sérstaklega vegna betri vega á suðurfjörðunum og innkomu Dýrafjarðarganga. „Auðvitað þyrftum við að tvöfalda þennan legg. Það væri mjög gott. Öryggisatriði í göngum hafa breyst síðan 1996. Það þyrfti að spiffa þetta upp aðeins,“ segir Sigurður.
Ísafjarðarbær Samgönguslys Slökkvilið Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira