Funda með Vegagerðinni um Vestfjarðagöng Bjarki Sigurðsson skrifar 16. september 2024 12:06 Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum þegar eldurinn kviknaði. Valur Andersen Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. Eldurinn kviknaði rétt fyrir þrjú á föstudag. Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum og á leið til Ísafjarðar. Um borð voru 59 ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra en engan sakaði. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir eldinn virðast hafa byrjað aftarlega í rútunni en þegar slökkvilið kom á staðinn var hún nánast alelda. Upptök eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. „Hún er svona hálfan kílómetra frá göngunum hérna Ísafjarðarmegin. Þá blossar upp þessi eldur. Bílstjórinn gerir allt hárrétt, hann fer út í kant, stoppar, opnar allar hurðar og tæmir rútuna. Það gekk mjög vel, þetta voru mjög öguð vinnubrögð hjá honum. Þegar við komum þá eru þau öll í einfaldri röð í vegkantinum og voru að labba meðfram veginum. Ekkert panikk, enginn meiddur sem betur fer,“ segir Sigurður. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Hefði kviknað í á meðan rútan var enn inni í göngunum hefði verið mun erfiðara að fást við eldinn. „Þetta eru gömul göng. Þau eru opnuð 1996 og eru komin til ára sinna. Þau eru einbreið á löngum kafla. Þannig það er mjög erfitt fyrir rútur að snúa þarna, mikil ósköp,“ segir Sigurður. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni. Þeim sem nota göngin fjölgar á hverju ári, sérstaklega vegna betri vega á suðurfjörðunum og innkomu Dýrafjarðarganga. „Auðvitað þyrftum við að tvöfalda þennan legg. Það væri mjög gott. Öryggisatriði í göngum hafa breyst síðan 1996. Það þyrfti að spiffa þetta upp aðeins,“ segir Sigurður. Ísafjarðarbær Samgönguslys Slökkvilið Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Eldurinn kviknaði rétt fyrir þrjú á föstudag. Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum og á leið til Ísafjarðar. Um borð voru 59 ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra en engan sakaði. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir eldinn virðast hafa byrjað aftarlega í rútunni en þegar slökkvilið kom á staðinn var hún nánast alelda. Upptök eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. „Hún er svona hálfan kílómetra frá göngunum hérna Ísafjarðarmegin. Þá blossar upp þessi eldur. Bílstjórinn gerir allt hárrétt, hann fer út í kant, stoppar, opnar allar hurðar og tæmir rútuna. Það gekk mjög vel, þetta voru mjög öguð vinnubrögð hjá honum. Þegar við komum þá eru þau öll í einfaldri röð í vegkantinum og voru að labba meðfram veginum. Ekkert panikk, enginn meiddur sem betur fer,“ segir Sigurður. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Hefði kviknað í á meðan rútan var enn inni í göngunum hefði verið mun erfiðara að fást við eldinn. „Þetta eru gömul göng. Þau eru opnuð 1996 og eru komin til ára sinna. Þau eru einbreið á löngum kafla. Þannig það er mjög erfitt fyrir rútur að snúa þarna, mikil ósköp,“ segir Sigurður. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni. Þeim sem nota göngin fjölgar á hverju ári, sérstaklega vegna betri vega á suðurfjörðunum og innkomu Dýrafjarðarganga. „Auðvitað þyrftum við að tvöfalda þennan legg. Það væri mjög gott. Öryggisatriði í göngum hafa breyst síðan 1996. Það þyrfti að spiffa þetta upp aðeins,“ segir Sigurður.
Ísafjarðarbær Samgönguslys Slökkvilið Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira