Funda með Vegagerðinni um Vestfjarðagöng Bjarki Sigurðsson skrifar 16. september 2024 12:06 Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum þegar eldurinn kviknaði. Valur Andersen Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. Eldurinn kviknaði rétt fyrir þrjú á föstudag. Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum og á leið til Ísafjarðar. Um borð voru 59 ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra en engan sakaði. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir eldinn virðast hafa byrjað aftarlega í rútunni en þegar slökkvilið kom á staðinn var hún nánast alelda. Upptök eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. „Hún er svona hálfan kílómetra frá göngunum hérna Ísafjarðarmegin. Þá blossar upp þessi eldur. Bílstjórinn gerir allt hárrétt, hann fer út í kant, stoppar, opnar allar hurðar og tæmir rútuna. Það gekk mjög vel, þetta voru mjög öguð vinnubrögð hjá honum. Þegar við komum þá eru þau öll í einfaldri röð í vegkantinum og voru að labba meðfram veginum. Ekkert panikk, enginn meiddur sem betur fer,“ segir Sigurður. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Hefði kviknað í á meðan rútan var enn inni í göngunum hefði verið mun erfiðara að fást við eldinn. „Þetta eru gömul göng. Þau eru opnuð 1996 og eru komin til ára sinna. Þau eru einbreið á löngum kafla. Þannig það er mjög erfitt fyrir rútur að snúa þarna, mikil ósköp,“ segir Sigurður. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni. Þeim sem nota göngin fjölgar á hverju ári, sérstaklega vegna betri vega á suðurfjörðunum og innkomu Dýrafjarðarganga. „Auðvitað þyrftum við að tvöfalda þennan legg. Það væri mjög gott. Öryggisatriði í göngum hafa breyst síðan 1996. Það þyrfti að spiffa þetta upp aðeins,“ segir Sigurður. Ísafjarðarbær Samgönguslys Slökkvilið Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Eldurinn kviknaði rétt fyrir þrjú á föstudag. Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum og á leið til Ísafjarðar. Um borð voru 59 ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra en engan sakaði. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir eldinn virðast hafa byrjað aftarlega í rútunni en þegar slökkvilið kom á staðinn var hún nánast alelda. Upptök eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. „Hún er svona hálfan kílómetra frá göngunum hérna Ísafjarðarmegin. Þá blossar upp þessi eldur. Bílstjórinn gerir allt hárrétt, hann fer út í kant, stoppar, opnar allar hurðar og tæmir rútuna. Það gekk mjög vel, þetta voru mjög öguð vinnubrögð hjá honum. Þegar við komum þá eru þau öll í einfaldri röð í vegkantinum og voru að labba meðfram veginum. Ekkert panikk, enginn meiddur sem betur fer,“ segir Sigurður. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Hefði kviknað í á meðan rútan var enn inni í göngunum hefði verið mun erfiðara að fást við eldinn. „Þetta eru gömul göng. Þau eru opnuð 1996 og eru komin til ára sinna. Þau eru einbreið á löngum kafla. Þannig það er mjög erfitt fyrir rútur að snúa þarna, mikil ósköp,“ segir Sigurður. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni. Þeim sem nota göngin fjölgar á hverju ári, sérstaklega vegna betri vega á suðurfjörðunum og innkomu Dýrafjarðarganga. „Auðvitað þyrftum við að tvöfalda þennan legg. Það væri mjög gott. Öryggisatriði í göngum hafa breyst síðan 1996. Það þyrfti að spiffa þetta upp aðeins,“ segir Sigurður.
Ísafjarðarbær Samgönguslys Slökkvilið Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira