„Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2024 06:39 Mótmæli standa yfir í Leifsstöð vegna brottflutnings Yazan. No Borders „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaðs drengs með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn, sem var vakinn í nótt og fluttur ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Til stendur að flytja fjölskylduna úr landi og til Spánar. „Í raun og veru vitum við ósköp lítið. Þau upplýsa okkur ekkert um stöðu málsins,“ segir Albert um stöðuna nú í morgunsárið. „Fjölskyldan fékk tækifæri til að hringja í mig í mýflugumynd, upp úr klukkan tvö í nótt, en það samtal var takmarkað vegna þess að það var enginn túlkur. Í raun og veru hefur lögregla kosið að frelsissvipta þessa fjölskyldu án ástæðu og án þess að leyfa mér, sem lögmanni þeirra, að hafa aðgang að þeim.“ Albert segir að eftir því sem hann viti best sé fjölskyldan komin á Keflavíkurflugvöll. Hann hefur hins vegar engar upplýsingar fengið um framhaldið. „Það eina sem ég get getið mér til um og ég tek það fram að þetta er bara grunur minn, er að þau eigi að fljúga með flugi Icelandair til Barcelona í morgunsarið,“ segir Albert. „Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort flugfélag sem talar sérstaklega um „vildarbörn“ sé að flytja með þvinguðum flutningi barn sem hafi verið útskrifað af spítala án samráðs við lækna.“ Boðað verður til frekari mótmæla vegna brottflutnings Yazan en María Lilja Þrastardóttir Kemp segir menn ekki munu sætta sig við þessi málalok.No Borders Yazan dvaldi í Rjóðrinu þar sem hann var mikið verkjaður og ekki hægt að veita honum þá þjónustu sem hann þurfti heima. Hann þarf, að sögn Alberts, mjög mikla þjónustu og eins og fyrr segir hafa engar tryggingar fengist fyrir því að hann muni fá hana á Spáni. Segir fjölskylduna detta úr kerfinu á Spáni eftir fimm daga „Þau eru bara tekin þarna á miðnætti, farið bara beint með þau upp á flugvöll, sem er auðvitað mjög alvarlegt í ljósi þess að Yazan er með Duchenne-heilkenni og allt hnjask og stress... þetta fer ofboðslega illa í hann,“ segir María Lilja Þrastardóttir Kemp, sem hefur verið í Leifsstöð í nótt. „Að láta hann sitja einhvers staðar í stól í einhverjum klefa í Leifsstöð í marga marga klukkutíma, það náttúrulega er alveg hryllilegt. Þetta er bara fólskuverk.“ Að sögn Maríu liggur fyrir að biðtíminn eftir því að komast inn í heilbrigðiskerfið á Spáni sé um sex mánuðir og að allt rof á þjónustu komi niður á lífslíkum Yazan. Þá hafi verið komið vilyrði fyrir því að Yazan yrði ekki sóttur á meðan hann lægi inni á spítala en það virðist hafa breyst. „Það sem er merkilegt er að það eru fimm dagar í að fingraförin þeirra verði horfin úr kerfinu á Spáni, þannig að þetta hefur verið gert með ráðum rétt áður en þau detta alveg út úr kerfinu þar,“ segir María. Mótmælendur séu nú á leið heim af flugvellinum en boðað verði til frekari mótmæla vegna málsins. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaðs drengs með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn, sem var vakinn í nótt og fluttur ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Til stendur að flytja fjölskylduna úr landi og til Spánar. „Í raun og veru vitum við ósköp lítið. Þau upplýsa okkur ekkert um stöðu málsins,“ segir Albert um stöðuna nú í morgunsárið. „Fjölskyldan fékk tækifæri til að hringja í mig í mýflugumynd, upp úr klukkan tvö í nótt, en það samtal var takmarkað vegna þess að það var enginn túlkur. Í raun og veru hefur lögregla kosið að frelsissvipta þessa fjölskyldu án ástæðu og án þess að leyfa mér, sem lögmanni þeirra, að hafa aðgang að þeim.“ Albert segir að eftir því sem hann viti best sé fjölskyldan komin á Keflavíkurflugvöll. Hann hefur hins vegar engar upplýsingar fengið um framhaldið. „Það eina sem ég get getið mér til um og ég tek það fram að þetta er bara grunur minn, er að þau eigi að fljúga með flugi Icelandair til Barcelona í morgunsarið,“ segir Albert. „Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort flugfélag sem talar sérstaklega um „vildarbörn“ sé að flytja með þvinguðum flutningi barn sem hafi verið útskrifað af spítala án samráðs við lækna.“ Boðað verður til frekari mótmæla vegna brottflutnings Yazan en María Lilja Þrastardóttir Kemp segir menn ekki munu sætta sig við þessi málalok.No Borders Yazan dvaldi í Rjóðrinu þar sem hann var mikið verkjaður og ekki hægt að veita honum þá þjónustu sem hann þurfti heima. Hann þarf, að sögn Alberts, mjög mikla þjónustu og eins og fyrr segir hafa engar tryggingar fengist fyrir því að hann muni fá hana á Spáni. Segir fjölskylduna detta úr kerfinu á Spáni eftir fimm daga „Þau eru bara tekin þarna á miðnætti, farið bara beint með þau upp á flugvöll, sem er auðvitað mjög alvarlegt í ljósi þess að Yazan er með Duchenne-heilkenni og allt hnjask og stress... þetta fer ofboðslega illa í hann,“ segir María Lilja Þrastardóttir Kemp, sem hefur verið í Leifsstöð í nótt. „Að láta hann sitja einhvers staðar í stól í einhverjum klefa í Leifsstöð í marga marga klukkutíma, það náttúrulega er alveg hryllilegt. Þetta er bara fólskuverk.“ Að sögn Maríu liggur fyrir að biðtíminn eftir því að komast inn í heilbrigðiskerfið á Spáni sé um sex mánuðir og að allt rof á þjónustu komi niður á lífslíkum Yazan. Þá hafi verið komið vilyrði fyrir því að Yazan yrði ekki sóttur á meðan hann lægi inni á spítala en það virðist hafa breyst. „Það sem er merkilegt er að það eru fimm dagar í að fingraförin þeirra verði horfin úr kerfinu á Spáni, þannig að þetta hefur verið gert með ráðum rétt áður en þau detta alveg út úr kerfinu þar,“ segir María. Mótmælendur séu nú á leið heim af flugvellinum en boðað verði til frekari mótmæla vegna málsins.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent