Bæjarstjóri vill funda með ráðherra um hávaða á Kársnesi Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2024 06:45 Ásdís Kristjánsdótti bæjarstjóri, til hægri, hefur óskað eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Augnablikshávaði vegna flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli mælist reglulega langt yfir það sem er kveðið á um í reglugerð um hávaða um mörk vegna hávaða frá flugumferð. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra til að ræða hávaðamengun á Kársnesi vegna aukinnar flugumferðar við Reykjavíkurflugvöll. Samkvæmt reglugerð um hávaða eru mörk vegna hávaða frá flugumferð við húsvegg íbúðarhúsnæðis, dvalarrýma og skóla á svæðum í nágrenni þegar starfandi flugvalla 65 desíbel. Í bréfi sem bæjarstjóri sendi á ráðherra í síðustu viku og Vísir hefur undir höndum, kemur fram að á tímabilinu 4. ágúst til 4. október 2023 hafi Kópavogsbær mælt umhverfishávaða við Borgarholtsbraut en þar er aðflugslína norður/suður brautar flugvallarins. Niðurstöðurnar voru að jafngildishávaði hafi verið á bilinu 57 desíbel til 65 desíbel og því innan marka. Augnablikshávaði hafi hins vegar mælst mun hærri, eða allt að 92 desíbel en algengast var að augnablikshávaði hafi mælst á bilinu 85 til 90 desíbel nokkrum sinnum á dag. Úr reglugerð um hávaða. Ásdís segir í bréfinu til ráðherra að fulltrúar íbúasamtakanna Hljóðmarka hafi á nýlegum fundi gert kröfu um að eiga samtal við ríki og sveitarfélög um flugvöllinn og eftirlitsaðila hans. „Það er ósk mín að við getum unnið náið saman að lausn þessa máls og vil ég að því tilefni óska eftir fundi með þér um næstu skref,“ segir í bréfi bæjarstjóra. Óþarfa umferð burt Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð í vikunni og berjast fyrir því að þyrluflug og einkaþotur hverfi frá flugvellinum. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ sagði Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi, í viðtali við Vísi í síðustu viku. Ekki til skilgreining á einkaþotu Í svari frá innviðaráðherra til þingmanns Vinstri grænna í fyrirspurn um einkaflug á flugvellinum kom fram að árið 2023 voru alls 44.596 skráðar hreyfingar á Reykjavíkurflugvelli. Þar af væru 24.109 hreyfingar skráðar í gagnagrunn Isavia. Í svari ráðherra er tekið fram að ekki sé til skilgreining á því hvað telst einkaþota en að tölurnar hafi verið greindar og afmarkaðar við hreyfingar hjá ákveðnum þekktum stærðum loftfara sem geti talist einkaflugvélar og voru merktar sem almannaflug. Samanlagt voru 2.003 hreyfingar skráðar sem almannaflug og þar af 913 hreyfingar hjá eins hreyfils vélum, 431 hreyfing hjá tveggja hreyfla vélum og 659 hreyfingar skráðar hjá þotum. Af þyrluflugi voru 9.114 hreyfingar skráðar sem leiguflug og 24 sem almannaflug. Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. 11. september 2024 13:29 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Samkvæmt reglugerð um hávaða eru mörk vegna hávaða frá flugumferð við húsvegg íbúðarhúsnæðis, dvalarrýma og skóla á svæðum í nágrenni þegar starfandi flugvalla 65 desíbel. Í bréfi sem bæjarstjóri sendi á ráðherra í síðustu viku og Vísir hefur undir höndum, kemur fram að á tímabilinu 4. ágúst til 4. október 2023 hafi Kópavogsbær mælt umhverfishávaða við Borgarholtsbraut en þar er aðflugslína norður/suður brautar flugvallarins. Niðurstöðurnar voru að jafngildishávaði hafi verið á bilinu 57 desíbel til 65 desíbel og því innan marka. Augnablikshávaði hafi hins vegar mælst mun hærri, eða allt að 92 desíbel en algengast var að augnablikshávaði hafi mælst á bilinu 85 til 90 desíbel nokkrum sinnum á dag. Úr reglugerð um hávaða. Ásdís segir í bréfinu til ráðherra að fulltrúar íbúasamtakanna Hljóðmarka hafi á nýlegum fundi gert kröfu um að eiga samtal við ríki og sveitarfélög um flugvöllinn og eftirlitsaðila hans. „Það er ósk mín að við getum unnið náið saman að lausn þessa máls og vil ég að því tilefni óska eftir fundi með þér um næstu skref,“ segir í bréfi bæjarstjóra. Óþarfa umferð burt Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð í vikunni og berjast fyrir því að þyrluflug og einkaþotur hverfi frá flugvellinum. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ sagði Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi, í viðtali við Vísi í síðustu viku. Ekki til skilgreining á einkaþotu Í svari frá innviðaráðherra til þingmanns Vinstri grænna í fyrirspurn um einkaflug á flugvellinum kom fram að árið 2023 voru alls 44.596 skráðar hreyfingar á Reykjavíkurflugvelli. Þar af væru 24.109 hreyfingar skráðar í gagnagrunn Isavia. Í svari ráðherra er tekið fram að ekki sé til skilgreining á því hvað telst einkaþota en að tölurnar hafi verið greindar og afmarkaðar við hreyfingar hjá ákveðnum þekktum stærðum loftfara sem geti talist einkaflugvélar og voru merktar sem almannaflug. Samanlagt voru 2.003 hreyfingar skráðar sem almannaflug og þar af 913 hreyfingar hjá eins hreyfils vélum, 431 hreyfing hjá tveggja hreyfla vélum og 659 hreyfingar skráðar hjá þotum. Af þyrluflugi voru 9.114 hreyfingar skráðar sem leiguflug og 24 sem almannaflug.
Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. 11. september 2024 13:29 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. 11. september 2024 13:29
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02