Bæjarstjóri vill funda með ráðherra um hávaða á Kársnesi Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2024 06:45 Ásdís Kristjánsdótti bæjarstjóri, til hægri, hefur óskað eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Augnablikshávaði vegna flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli mælist reglulega langt yfir það sem er kveðið á um í reglugerð um hávaða um mörk vegna hávaða frá flugumferð. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra til að ræða hávaðamengun á Kársnesi vegna aukinnar flugumferðar við Reykjavíkurflugvöll. Samkvæmt reglugerð um hávaða eru mörk vegna hávaða frá flugumferð við húsvegg íbúðarhúsnæðis, dvalarrýma og skóla á svæðum í nágrenni þegar starfandi flugvalla 65 desíbel. Í bréfi sem bæjarstjóri sendi á ráðherra í síðustu viku og Vísir hefur undir höndum, kemur fram að á tímabilinu 4. ágúst til 4. október 2023 hafi Kópavogsbær mælt umhverfishávaða við Borgarholtsbraut en þar er aðflugslína norður/suður brautar flugvallarins. Niðurstöðurnar voru að jafngildishávaði hafi verið á bilinu 57 desíbel til 65 desíbel og því innan marka. Augnablikshávaði hafi hins vegar mælst mun hærri, eða allt að 92 desíbel en algengast var að augnablikshávaði hafi mælst á bilinu 85 til 90 desíbel nokkrum sinnum á dag. Úr reglugerð um hávaða. Ásdís segir í bréfinu til ráðherra að fulltrúar íbúasamtakanna Hljóðmarka hafi á nýlegum fundi gert kröfu um að eiga samtal við ríki og sveitarfélög um flugvöllinn og eftirlitsaðila hans. „Það er ósk mín að við getum unnið náið saman að lausn þessa máls og vil ég að því tilefni óska eftir fundi með þér um næstu skref,“ segir í bréfi bæjarstjóra. Óþarfa umferð burt Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð í vikunni og berjast fyrir því að þyrluflug og einkaþotur hverfi frá flugvellinum. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ sagði Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi, í viðtali við Vísi í síðustu viku. Ekki til skilgreining á einkaþotu Í svari frá innviðaráðherra til þingmanns Vinstri grænna í fyrirspurn um einkaflug á flugvellinum kom fram að árið 2023 voru alls 44.596 skráðar hreyfingar á Reykjavíkurflugvelli. Þar af væru 24.109 hreyfingar skráðar í gagnagrunn Isavia. Í svari ráðherra er tekið fram að ekki sé til skilgreining á því hvað telst einkaþota en að tölurnar hafi verið greindar og afmarkaðar við hreyfingar hjá ákveðnum þekktum stærðum loftfara sem geti talist einkaflugvélar og voru merktar sem almannaflug. Samanlagt voru 2.003 hreyfingar skráðar sem almannaflug og þar af 913 hreyfingar hjá eins hreyfils vélum, 431 hreyfing hjá tveggja hreyfla vélum og 659 hreyfingar skráðar hjá þotum. Af þyrluflugi voru 9.114 hreyfingar skráðar sem leiguflug og 24 sem almannaflug. Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. 11. september 2024 13:29 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Samkvæmt reglugerð um hávaða eru mörk vegna hávaða frá flugumferð við húsvegg íbúðarhúsnæðis, dvalarrýma og skóla á svæðum í nágrenni þegar starfandi flugvalla 65 desíbel. Í bréfi sem bæjarstjóri sendi á ráðherra í síðustu viku og Vísir hefur undir höndum, kemur fram að á tímabilinu 4. ágúst til 4. október 2023 hafi Kópavogsbær mælt umhverfishávaða við Borgarholtsbraut en þar er aðflugslína norður/suður brautar flugvallarins. Niðurstöðurnar voru að jafngildishávaði hafi verið á bilinu 57 desíbel til 65 desíbel og því innan marka. Augnablikshávaði hafi hins vegar mælst mun hærri, eða allt að 92 desíbel en algengast var að augnablikshávaði hafi mælst á bilinu 85 til 90 desíbel nokkrum sinnum á dag. Úr reglugerð um hávaða. Ásdís segir í bréfinu til ráðherra að fulltrúar íbúasamtakanna Hljóðmarka hafi á nýlegum fundi gert kröfu um að eiga samtal við ríki og sveitarfélög um flugvöllinn og eftirlitsaðila hans. „Það er ósk mín að við getum unnið náið saman að lausn þessa máls og vil ég að því tilefni óska eftir fundi með þér um næstu skref,“ segir í bréfi bæjarstjóra. Óþarfa umferð burt Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð í vikunni og berjast fyrir því að þyrluflug og einkaþotur hverfi frá flugvellinum. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ sagði Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi, í viðtali við Vísi í síðustu viku. Ekki til skilgreining á einkaþotu Í svari frá innviðaráðherra til þingmanns Vinstri grænna í fyrirspurn um einkaflug á flugvellinum kom fram að árið 2023 voru alls 44.596 skráðar hreyfingar á Reykjavíkurflugvelli. Þar af væru 24.109 hreyfingar skráðar í gagnagrunn Isavia. Í svari ráðherra er tekið fram að ekki sé til skilgreining á því hvað telst einkaþota en að tölurnar hafi verið greindar og afmarkaðar við hreyfingar hjá ákveðnum þekktum stærðum loftfara sem geti talist einkaflugvélar og voru merktar sem almannaflug. Samanlagt voru 2.003 hreyfingar skráðar sem almannaflug og þar af 913 hreyfingar hjá eins hreyfils vélum, 431 hreyfing hjá tveggja hreyfla vélum og 659 hreyfingar skráðar hjá þotum. Af þyrluflugi voru 9.114 hreyfingar skráðar sem leiguflug og 24 sem almannaflug.
Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. 11. september 2024 13:29 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. 11. september 2024 13:29
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02