Herða eftirlit og banna síma vegna gegndarlausra skemmdarverka Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 15:05 Hér hafa ljós verið tekin niður, nýir nemendaskápar verið skemmdir og stóll eyðilagður. Auk þess hafa verið gerðar skemmdir á veggjum og borðum. Aðsendar Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu. „Það er vegna þess að það eru nemendur hjá okkur sem geta ekki farið eftir reglum,“ segir Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri í Kirkjubæjarskóla. Nemendur hafi skrúfað niður ljós og sem dæmi hafi slegið út í öllum skólanum í vikunni. Þetta sé gert til að tryggja öryggi nemenda. „Nemandi var að fikta í innstungu og þess vegna neyðumst við til að grípa til þessara úrræða,“ segir Valgeir Jens. Þá hafi nemendur skemmt veggi, nýja nemendaskápa, borð, stóla og búnað á salernum. Póstur var sendur á foreldra barna í skólanum í vikunni þar sem þeim var tilkynnt að nemendur mættu ekki vera með síma í skólanum og að nemendur fengju ekki að fara inn í húsnæði skólans á morgnana fyrr en kennari er mættur og gæti hleypt þeim inn. Þá kemur einnig fram í póstinum að enginn nemandi fái að ganga um skólann eftirlitslaus og að til að fara á salernið verði að fá lykil hjá kennara. Í póstinum kemur einnig fram að nemendur yngstu deildar og miðstigs séu með sameiginlegan inngang og unglingar með annan inngang. Alls eru 46 nemendur í skólanum og húsnæði skólans stórt. Á myndinni má sjá ónýtan sápuskammtara og að ljós hefur verið tekið niður á einum stað.Aðsend Fram kemur í póstinum að ef nemendur brjóta ítrekað á reglum skólans verði þeim vikið úr skólanum tímabundið. Þá segir einnig að ef nemendur koma með síma í skólann verði hringt í foreldra eða forráðamenn og þau beðin að sækja börnin sín og símann. Valgeir Jens segir að skólanum hafi borist ein athugasemd frá foreldrum og að skemmdarverkin hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Það er ekkert sem ég get tjáð mig um.“ Ekki nægilega vel mönnuð Hann segir þessi skemmdarverk hafa verið viðvarandi í skólanum um árabil. Hann hafi viljað byrja skólaárið án hertra reglna en að hann geti ekki annað en brugðist við núna. „Á fimmtán dögum er búið að skemma ansi mikið þannig við neyðumst til þess að grípa í þetta örþrifaráð. Við erum ekki nægilega vel mönnuð til að geta sinnt eftirlitshlutverki.“ Veggur í skólanum var skemmdur.Aðsend Hann áréttar að um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. Það sé verið að vinna að því að koma upp myndavélum fyrir utan og innan skólans. Eftir það verði hægt að slaka á einhverjum þessara reglna. Valgeir segir það algengt við skóla á höfuðborgarsvæðinu að það séu myndavélar. Þar séu til dæmis rúðubrot frekar algeng og ef eitthvað komi upp innan skólans sé gott að geta verið með myndbandsupptöku af því. „Það er verið að vinna í því að koma upp myndavélum og þegar það er búið, þá breytist þetta. Þá getum við alltaf vísað í að ákveðinn einstaklingur hafi gert eitthvað.“ Skaftárhreppur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
„Það er vegna þess að það eru nemendur hjá okkur sem geta ekki farið eftir reglum,“ segir Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri í Kirkjubæjarskóla. Nemendur hafi skrúfað niður ljós og sem dæmi hafi slegið út í öllum skólanum í vikunni. Þetta sé gert til að tryggja öryggi nemenda. „Nemandi var að fikta í innstungu og þess vegna neyðumst við til að grípa til þessara úrræða,“ segir Valgeir Jens. Þá hafi nemendur skemmt veggi, nýja nemendaskápa, borð, stóla og búnað á salernum. Póstur var sendur á foreldra barna í skólanum í vikunni þar sem þeim var tilkynnt að nemendur mættu ekki vera með síma í skólanum og að nemendur fengju ekki að fara inn í húsnæði skólans á morgnana fyrr en kennari er mættur og gæti hleypt þeim inn. Þá kemur einnig fram í póstinum að enginn nemandi fái að ganga um skólann eftirlitslaus og að til að fara á salernið verði að fá lykil hjá kennara. Í póstinum kemur einnig fram að nemendur yngstu deildar og miðstigs séu með sameiginlegan inngang og unglingar með annan inngang. Alls eru 46 nemendur í skólanum og húsnæði skólans stórt. Á myndinni má sjá ónýtan sápuskammtara og að ljós hefur verið tekið niður á einum stað.Aðsend Fram kemur í póstinum að ef nemendur brjóta ítrekað á reglum skólans verði þeim vikið úr skólanum tímabundið. Þá segir einnig að ef nemendur koma með síma í skólann verði hringt í foreldra eða forráðamenn og þau beðin að sækja börnin sín og símann. Valgeir Jens segir að skólanum hafi borist ein athugasemd frá foreldrum og að skemmdarverkin hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Það er ekkert sem ég get tjáð mig um.“ Ekki nægilega vel mönnuð Hann segir þessi skemmdarverk hafa verið viðvarandi í skólanum um árabil. Hann hafi viljað byrja skólaárið án hertra reglna en að hann geti ekki annað en brugðist við núna. „Á fimmtán dögum er búið að skemma ansi mikið þannig við neyðumst til þess að grípa í þetta örþrifaráð. Við erum ekki nægilega vel mönnuð til að geta sinnt eftirlitshlutverki.“ Veggur í skólanum var skemmdur.Aðsend Hann áréttar að um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. Það sé verið að vinna að því að koma upp myndavélum fyrir utan og innan skólans. Eftir það verði hægt að slaka á einhverjum þessara reglna. Valgeir segir það algengt við skóla á höfuðborgarsvæðinu að það séu myndavélar. Þar séu til dæmis rúðubrot frekar algeng og ef eitthvað komi upp innan skólans sé gott að geta verið með myndbandsupptöku af því. „Það er verið að vinna í því að koma upp myndavélum og þegar það er búið, þá breytist þetta. Þá getum við alltaf vísað í að ákveðinn einstaklingur hafi gert eitthvað.“
Skaftárhreppur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira