Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2024 19:22 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna að loknum fundi í morgun. Stöð 2/HMP Utanríkisráðherra og aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu í dag í Reykjavík um tvíhliða samskipti þjóðanna, stöðu átakanna í Úkraínu og á Gaza. Bandaríski ráðherrann segir stöðuna á Indo-Kyrrhafssvæðinu snerta Evrópubúa þar sem Kína og Norður Kórea styðji stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Reykjavík og á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag í lok funda hans víðs vegar um Evrópu, þar sem aðallega hefur verið fjallað um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Hann átti meðal annars um klukkustundar langan fund með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra í morgun, þar sem staðan í Úkraínu var einnig rædd. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna fer með málefni Indo_Kyrrahafssvæðisins í ríkisstjórn Joe Biden. Hann segir stöðu mála á því svæði snerta hagsmuni Norður Ameríkum og Evrópu.Stöð 2/Ívar Fannar „Ég vil undirstrika að Bandaríkin eru staðföst í að útvega nauðsynleg vopn og svæðisbundinn stuðning til að tryggja að Úkraínumenn séu í bestri aðstöðu til árangursríkrar baráttu á vígvellinum. Sá tími og einbeiting sem forsetinn og okkar teymi setjum í þetta, ætti ekki að láta nokkurn mann efast um staðfestu okkar með Úkraínu," segir Campbell. Campbell hefur boðið Þórdísi Kolbrúnu til fjölþjóðafundar á Hawai síðar á árinu um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að hafa fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tímapunkti.Stöð 2/Einar „Þessi tvíhliða fundur okkar var auðvitað um ýmis mál. Tvíhliða málefni á sviði öryggis- og varnarmála. En líka frekari tækifæri til samvinnu á sviði tækni og nýsköpunar sem ég er mjög spennt fyrir. Sömuleiðis ræddum við auðvitað stöðuna í Úkraínu og framgöngu Rússa, ekki bara þar heldur sömuleiðis í öðrum ríkjum. Við ræddum ástandið á Gaza og hvað þessir stóru lykilaðilar geta gert í því,” sagði Þórdís Kolbrún al loknum fundi ráðherranna. Campbell og sendinefnd hans fundaði einnig með utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem Bjarni Jónsson varaformaður nefndarinnar tók á móti honum. Hann leggur áherslu á að það sem gerist á Indo-Kyrrahafssvæðinu snerti hagsmuni Norður Ameríku og Evrópuþjóðir. Enda styðji stjórndvöld í Kína og Norður Kóreu stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Það hafi gjörbreytt stöðu mála. Kurt Campbell (annar frá hægri) og Bjarni Jónsson (annar frá vinstri) á fundi utanríkismálanefndar í morgun.Stöð 2/HMP „Þetta eru ekki aðskilin mál, þau eru mjög tengd. Og þar sem Íslensk stjórnvöld hafa lýst áhuga á að vera virkur þáttakandi í heiminum og vildu dýpri viðræður um Indo-Kyrrahafssvæðið, erum við reiðubúin að vinna nánar með þeim að þessum málum," sagði Kurt Campbell að loknum fundi með utanríkisráðherra í dag. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Íslandsvinir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Reykjavík og á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag í lok funda hans víðs vegar um Evrópu, þar sem aðallega hefur verið fjallað um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Hann átti meðal annars um klukkustundar langan fund með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra í morgun, þar sem staðan í Úkraínu var einnig rædd. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna fer með málefni Indo_Kyrrahafssvæðisins í ríkisstjórn Joe Biden. Hann segir stöðu mála á því svæði snerta hagsmuni Norður Ameríkum og Evrópu.Stöð 2/Ívar Fannar „Ég vil undirstrika að Bandaríkin eru staðföst í að útvega nauðsynleg vopn og svæðisbundinn stuðning til að tryggja að Úkraínumenn séu í bestri aðstöðu til árangursríkrar baráttu á vígvellinum. Sá tími og einbeiting sem forsetinn og okkar teymi setjum í þetta, ætti ekki að láta nokkurn mann efast um staðfestu okkar með Úkraínu," segir Campbell. Campbell hefur boðið Þórdísi Kolbrúnu til fjölþjóðafundar á Hawai síðar á árinu um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að hafa fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tímapunkti.Stöð 2/Einar „Þessi tvíhliða fundur okkar var auðvitað um ýmis mál. Tvíhliða málefni á sviði öryggis- og varnarmála. En líka frekari tækifæri til samvinnu á sviði tækni og nýsköpunar sem ég er mjög spennt fyrir. Sömuleiðis ræddum við auðvitað stöðuna í Úkraínu og framgöngu Rússa, ekki bara þar heldur sömuleiðis í öðrum ríkjum. Við ræddum ástandið á Gaza og hvað þessir stóru lykilaðilar geta gert í því,” sagði Þórdís Kolbrún al loknum fundi ráðherranna. Campbell og sendinefnd hans fundaði einnig með utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem Bjarni Jónsson varaformaður nefndarinnar tók á móti honum. Hann leggur áherslu á að það sem gerist á Indo-Kyrrahafssvæðinu snerti hagsmuni Norður Ameríku og Evrópuþjóðir. Enda styðji stjórndvöld í Kína og Norður Kóreu stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Það hafi gjörbreytt stöðu mála. Kurt Campbell (annar frá hægri) og Bjarni Jónsson (annar frá vinstri) á fundi utanríkismálanefndar í morgun.Stöð 2/HMP „Þetta eru ekki aðskilin mál, þau eru mjög tengd. Og þar sem Íslensk stjórnvöld hafa lýst áhuga á að vera virkur þáttakandi í heiminum og vildu dýpri viðræður um Indo-Kyrrahafssvæðið, erum við reiðubúin að vinna nánar með þeim að þessum málum," sagði Kurt Campbell að loknum fundi með utanríkisráðherra í dag.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Íslandsvinir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira