Þorbergur vann sjötíu kílómetra hlaup í Sviss Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 15:17 Þorbergur Ingi Jónsson við endamarkið eftir sigurinn í dag. Instagram/@wildstrubelbyutmb Ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson gerði sér lítið fyrir og vann 70 kílómetra utanvegahlaupið „Wild 70“ í Sviss í dag. Hlaupið var frá Crans-Montana í svissnesku ölpunum, alls tæpa 70 kílómetra með 3.700 metra hækkun. Hlaupaleiðinni var breytt á síðustu stundu til að forða keppendum frá mikilli snjókomu. Hér að neðan má sjá Þorberg klára næstsíðasta hluta hlaupsins, í snjókomu, og svo koma í mark við mikinn fögnuð. Klippa: Þorbergur í svissnesku Ölpunum Þorbergur kom ekki bara fyrstur í mark í sínum aldursflokki, flokki 40-44 ára karla, heldur fyrstur allra í hlaupinu. Hann hljóp á samtals 6 klukkustundum, 47 mínútum og 52 sekúndum, og var tæpum sex mínútum á undan næsta manni, heimamanninum Lucas Nanchen. Samkvæmt úrslitasíðu mótsins hljóp Þorbergur að meðaltali á 10,5 kílómetra hraða og var hann í 19. sæti eftir 13 kílómetra en færði sig svo smám saman framar í röðina. Eftir 38 kílómetra var hann kominn upp í 6. sæti, og í 2. sæti eftir 49 kílómetra. Hann hafði svo tekið forystuna fyrir lokahlutann, þegar 14 kílómetrar voru eftir. View this post on Instagram A post shared by Wildstrubel by UTMB® (@wildstrubelbyutmb) Fleiri Íslendingar eru í hlaupinu en enginn nema Þorbergur kominn í mark þegar þetta er skrifað. Yfir 800 keppendur voru skráðir til keppni. Hlaup Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Sjá meira
Hlaupið var frá Crans-Montana í svissnesku ölpunum, alls tæpa 70 kílómetra með 3.700 metra hækkun. Hlaupaleiðinni var breytt á síðustu stundu til að forða keppendum frá mikilli snjókomu. Hér að neðan má sjá Þorberg klára næstsíðasta hluta hlaupsins, í snjókomu, og svo koma í mark við mikinn fögnuð. Klippa: Þorbergur í svissnesku Ölpunum Þorbergur kom ekki bara fyrstur í mark í sínum aldursflokki, flokki 40-44 ára karla, heldur fyrstur allra í hlaupinu. Hann hljóp á samtals 6 klukkustundum, 47 mínútum og 52 sekúndum, og var tæpum sex mínútum á undan næsta manni, heimamanninum Lucas Nanchen. Samkvæmt úrslitasíðu mótsins hljóp Þorbergur að meðaltali á 10,5 kílómetra hraða og var hann í 19. sæti eftir 13 kílómetra en færði sig svo smám saman framar í röðina. Eftir 38 kílómetra var hann kominn upp í 6. sæti, og í 2. sæti eftir 49 kílómetra. Hann hafði svo tekið forystuna fyrir lokahlutann, þegar 14 kílómetrar voru eftir. View this post on Instagram A post shared by Wildstrubel by UTMB® (@wildstrubelbyutmb) Fleiri Íslendingar eru í hlaupinu en enginn nema Þorbergur kominn í mark þegar þetta er skrifað. Yfir 800 keppendur voru skráðir til keppni.
Hlaup Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Sjá meira