Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 12:23 Myndirnar sýna Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ræða við vísindamenn þar sem þeir eru umkringdir skilvindum sem notaðar eru til að auðga úran fyrir kjarnorkuvopn. AP/KCNA Ráðamenn í Norður-Kóreu opinberuðu í fyrsta sinn frá 2010 myndir af skilvindum þar sem úran er auðgað fyrir kjarnorkuvopn einræðisherrans Kim Jong Un. Myndirnar voru teknar þegar Kim heimsótti rannsóknarstöðina þar sem úran er auðgað. Myndirnar voru birtar af ríkisreknu dagblaði og sýna Kim ræða við vísindamenn og herforingja í rannsóknarstöðinni en ekki liggur fyrir hvar þessi rannsóknarstöð er né hvenær myndirnar voru teknar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er vitað til þess að tvær slíkar rannsóknarstöðvar hafi verið reistar í Norður-Kóreu, þó talið sé að þær séu fleiri. Sérfræðingur segir í samtali við fréttaveituna að áætla megi að skilvindurnar í þessari tilteknu rannsóknarstöð séu um þúsund talsins, miðað við myndirnar. Séu þúsund skilvindur keyrðar í eitt ár, dugar það til að auðga um tuttugu til 25 kíló af úrani. Með því er hægt að framleiða eina kjarnorkusprengju. Áætlað er að Norður-Kóreumenn keyri um tíu þúsund skilvindur og geti auðgað úran í allt að átján sprengjur á ári. Áhugasamir geta kynnt sér nánar hvað auðgun úrans er, hér á Vísindavefnum. Ekki er vitað hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á en í nýlegu mati frá Bandaríkjunum segir að þau gætu verið um fimmtíu talsins. Kim Jong Un að fylgjast með tilraunum með nýjar eldflaugar.AP/KCNA Vill fleiri kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Í heimsókn sinni til áðurnefndrar rannsóknarstöðvar er Kim sagður hafa kallað eftir aukinni framleiðslu á auðguðu úrani fyrir kjarnorkuvopn sín, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann sérstaklega til svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna. Þörf væri á fleiri kjarnorkuvopnum ríkisins fyrir varnir Norður-Kóreu og til að gera fyrirbyggjandi árásir. Taktísk kjarnorkuvopn voru þróuð í Sovétríkjunum á árum áður. Hefðbundin kjarnorkuvopn eru hönnuð til að granda borgum og iðnaðarsvæðum en taktísk vopn eru smærri og hönnuð til notkunar á víglínum, til að brjóta leiðir í gegnum varnir andstæðinga. Sérfræðingar segja margar vísbendingar hafa litið dagsins ljós að undanförnu um að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi aukið framleiðslugetu ríkisins á auðguðu úrani til muna. Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09 Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51 Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Myndirnar voru birtar af ríkisreknu dagblaði og sýna Kim ræða við vísindamenn og herforingja í rannsóknarstöðinni en ekki liggur fyrir hvar þessi rannsóknarstöð er né hvenær myndirnar voru teknar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er vitað til þess að tvær slíkar rannsóknarstöðvar hafi verið reistar í Norður-Kóreu, þó talið sé að þær séu fleiri. Sérfræðingur segir í samtali við fréttaveituna að áætla megi að skilvindurnar í þessari tilteknu rannsóknarstöð séu um þúsund talsins, miðað við myndirnar. Séu þúsund skilvindur keyrðar í eitt ár, dugar það til að auðga um tuttugu til 25 kíló af úrani. Með því er hægt að framleiða eina kjarnorkusprengju. Áætlað er að Norður-Kóreumenn keyri um tíu þúsund skilvindur og geti auðgað úran í allt að átján sprengjur á ári. Áhugasamir geta kynnt sér nánar hvað auðgun úrans er, hér á Vísindavefnum. Ekki er vitað hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á en í nýlegu mati frá Bandaríkjunum segir að þau gætu verið um fimmtíu talsins. Kim Jong Un að fylgjast með tilraunum með nýjar eldflaugar.AP/KCNA Vill fleiri kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Í heimsókn sinni til áðurnefndrar rannsóknarstöðvar er Kim sagður hafa kallað eftir aukinni framleiðslu á auðguðu úrani fyrir kjarnorkuvopn sín, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann sérstaklega til svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna. Þörf væri á fleiri kjarnorkuvopnum ríkisins fyrir varnir Norður-Kóreu og til að gera fyrirbyggjandi árásir. Taktísk kjarnorkuvopn voru þróuð í Sovétríkjunum á árum áður. Hefðbundin kjarnorkuvopn eru hönnuð til að granda borgum og iðnaðarsvæðum en taktísk vopn eru smærri og hönnuð til notkunar á víglínum, til að brjóta leiðir í gegnum varnir andstæðinga. Sérfræðingar segja margar vísbendingar hafa litið dagsins ljós að undanförnu um að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi aukið framleiðslugetu ríkisins á auðguðu úrani til muna.
Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09 Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51 Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09
Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51
Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51
Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent