Þurfa að gæta sín mjög vel þegar eignarhald þverast yfir samkeppnismarkaði
Umræða um kaupréttarkerfi skráðra félaga er „óþroskuð“ hjá fjárfestum og stjórnum, meðal annars vegna skorts á upplýsingum og rökræðu, segir framkvæmdastjóri eins af stærri lífeyrissjóðum landsins í ítarlegu viðtali við Innherja, og gagnrýnir jafnframt þau vinnubrögð þegar breytingartillögur eru gerðar með skömmum fyrirvara á hlutahafafundum. Hann geldur varhug við að lífeyrissjóðum sé beitt sem „hreyfiafli“ þegar ekki liggja fyrir neinar meginreglur um hvernig slíku samstarfi ætti að vera háttað og telur þess í stað mikilvægt að sjóðirnir fari gætilega þegar eignarhald þeirra í fyrirtækjum þverast yfir samkeppnismarkaði.
Tengdar fréttir
Gildi oftast eina mótstaðan á markaði gegn launaskriði forstjóra
Launakjör forstjóra Símans og fjárfestingafélagsins Skel eru úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi að sögn Árna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gildis lífeyrissjóðs. Hann segir að lífeyrissjóðurinn sé oftast eini fjárfestirinn á markaði sem stendur á móti straumnum þegar kemur að starfskjarastefnum skráðra félaga.
Reyna að nýju að koma á kaupréttarkerfi eftir andstöðu frá Gildi
Eftir að hafa mætt andstöðu frá sumum lífeyrissjóðum, einkum Gildi, við kaupréttarkerfi til handa lykilstjórnendum fyrr á árinu freista stjórnir smásölurisans Haga og fasteignafélagsins Heima þess núna að nýju að koma á slíku kerfi með breytingum frá upprunalegum tillögum, meðal annars eru vextir til leiðréttingar á nýtingaverði kaupréttanna hækkaðir nokkuð. Þá mun hámarks úthlutun kauprétta til forstjóra Haga vera helmingi minni en upphaflega var áformað.