Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 14:13 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups fagnar nýrri vefsíðu. Skjáskot/BJARNI Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að viðbrögðin hafi í raun verið mun betri en þau hjá fyrirtækinu áttu von á. „Þetta fer eiginlega aðeins of bratt af stað því að síðan var eiginlega bara hrunin, hérna eftir tuttugu mínútur. Þannig að álagið á síðuna var mun meira en við áttum von á. Við erum þessa stundina að pumpa í hana lífi,“ sagði hann en vefsíðuna má finna á léninu veigar.eu. Vefsíðan lá aðeins niðri um stutta stund og virkar núna vel. Lögreglurannsókn stendur enn yfir Mikið hefur verið deilt um lögmæti vefverslana áfengis hér á landi. Það hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í fjögur ár og má vænta niðurstöðu frá lögreglu fljótlega. Vefverslun Hagkaups hefur verið í undirbúningi í um eitt og hálft ár eða síðan að Costco opnaði sambærilega vefsíðu. „Í kjölfar þess kom Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og sagði að þessi tegund verslunar væri lögleg og í framhaldi af því fórum við að vinna okkar heimavinnu, með okkar teymi og okkar lögfræðingum og komumst á endanum að þeirri niðurstöðu að greining Jóns var bara rétt. Við fögnum svo sem bara að lögreglan sé að kíkja á þetta en á sama tíma erum við algjörlega sannfærð um það að þetta sé í fullu samræmi við bæði íslensk og evrópsk lög.“ Á dagskrá hjá þingi Á þingmálaskrá fyrir þingveturinn kemur fram að dómsmálaráðherra stefni á að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum sem heimili rekstur vefverslunar með áfengi í smásölu og tekur af allan vafa um lögmæti starfseminnar. Sigurður fagnar því. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að um sé að ræða netverslun þar sem áfengið er ekki sýnilegt fólki og okkur hefur fundist ákveðinn misskilningur í gangi með það. Viðskiptavinir Hagkaups munu hvergi sjá neitt áfengi eða verða vör við neina breytingu. Við erum með takmarkaðan afgreiðslutíma á áfengi og erum bara með afhendingu til klukkan níu á kvöldin. Við erum með tvöfalda rafræna auðkenningu, bæði við kaup á áfenginu og aftur við afhendingu. Við teljum með því að við séum að sýna ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem að eru á Íslandi.“ Hann tekur fram að hann búist ekki við öðru en að aðrar verslanir feti í fótspor Hagkaups. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að viðbrögðin hafi í raun verið mun betri en þau hjá fyrirtækinu áttu von á. „Þetta fer eiginlega aðeins of bratt af stað því að síðan var eiginlega bara hrunin, hérna eftir tuttugu mínútur. Þannig að álagið á síðuna var mun meira en við áttum von á. Við erum þessa stundina að pumpa í hana lífi,“ sagði hann en vefsíðuna má finna á léninu veigar.eu. Vefsíðan lá aðeins niðri um stutta stund og virkar núna vel. Lögreglurannsókn stendur enn yfir Mikið hefur verið deilt um lögmæti vefverslana áfengis hér á landi. Það hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í fjögur ár og má vænta niðurstöðu frá lögreglu fljótlega. Vefverslun Hagkaups hefur verið í undirbúningi í um eitt og hálft ár eða síðan að Costco opnaði sambærilega vefsíðu. „Í kjölfar þess kom Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og sagði að þessi tegund verslunar væri lögleg og í framhaldi af því fórum við að vinna okkar heimavinnu, með okkar teymi og okkar lögfræðingum og komumst á endanum að þeirri niðurstöðu að greining Jóns var bara rétt. Við fögnum svo sem bara að lögreglan sé að kíkja á þetta en á sama tíma erum við algjörlega sannfærð um það að þetta sé í fullu samræmi við bæði íslensk og evrópsk lög.“ Á dagskrá hjá þingi Á þingmálaskrá fyrir þingveturinn kemur fram að dómsmálaráðherra stefni á að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum sem heimili rekstur vefverslunar með áfengi í smásölu og tekur af allan vafa um lögmæti starfseminnar. Sigurður fagnar því. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að um sé að ræða netverslun þar sem áfengið er ekki sýnilegt fólki og okkur hefur fundist ákveðinn misskilningur í gangi með það. Viðskiptavinir Hagkaups munu hvergi sjá neitt áfengi eða verða vör við neina breytingu. Við erum með takmarkaðan afgreiðslutíma á áfengi og erum bara með afhendingu til klukkan níu á kvöldin. Við erum með tvöfalda rafræna auðkenningu, bæði við kaup á áfenginu og aftur við afhendingu. Við teljum með því að við séum að sýna ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem að eru á Íslandi.“ Hann tekur fram að hann búist ekki við öðru en að aðrar verslanir feti í fótspor Hagkaups.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira